Læknaneminn - 01.10.1993, Síða 63
INNGANGUR
GLÚTENÓÞOL, “Coeliac spme”, “Non-tropical
sprue”, “Gluten enteropatliy” og “Celiac disease” er
krónískur sjúkdómur í görnum orsakaður af óþoli
fyrir glúteini.
Helstu skilmerki eru:
1. Klínísk einkenni og/eða efnafrœðileg merki um
vanfrásog. Vefjafrœðilega sönnuð visnum
(atrophy) á þarmatotum.
2. Klínísk og vefjafræðileg bötnun eftir meðferð með
glúteinfríu fœði.
3. Klínísk og/eða vefjafrœðileg versnun, ef sjúklingur
neytir glúteins aftur.
Fyrsta lýsing á glútenóþoli er semiilega frá 2. öld
eftir Krist. Þessi lýsing mun hafa verið skrifuð af
Aretaeus frá Kappadókíu og síðan þýdd af Francis
Adams og gefin út 1856.
Um 1700 árum síðar í október 1887, beindist
athygli manna aftur að glútenóþoli, þegar doktor
Samuel Jones lýsti sjúkdómnum í börnum. Eftir
seinni heimsstyrjöldiim lýsti síðan hollenskur læknir,
Dicke, glúteni sem efiú sem valdi sjúkdómum.
Fyrstu smáginús vefjasýnatökuniíir voru gerðar
1956 bæði í Argentínu og Englandi nteð Crosby
Capsule 1957 (Mynd 1). Vefjasýiú í gegnum scopiu
(Mynd 2) urðu síðan vinsæl á 8. áratugnum. Fyrsta
lýsing af glútenóþoli í fullorðnum á Islandi er síðan
1985.
Að undanfömu hafa verið gerðar rannsóknir
varðandi þátt erfða, ónæmis og umhverfis í meinafræði
sjúkdómsins. Fað hefur orðið vaxandi skilningur á
breytilegri sjúkdómsmynd og langtímahorfum
sjúkdómsins.
Höfundur er sérfræðingur í lyflækningum og
meltingarfœrasjúkdómum og starfar á lyflœkninga-
deild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri.
LÆKNANEMINN 2 1993 46. árg.
Það rná lýsa sjúkdómnum sem krónískum sjúkdóm
í gömum, tilkominn vegna óþols fyrir gliadinum,
sem er hluti af glúteini, í hveiti, sem einkennist af
flatri slímhúð í smágimi, (subtotal eða total villous
atrophy, Myndir 3 og 4) og lagast klínískt og
vefjafræðilega með því að borða ekki glúten í fæðu
(Mynd 5).
Sjúkdómurinn er að mestu bundinn við hvíta
kynstofninn. Hann þekktist vart eða ekki í
Mynd 1. Crosby capsule.
57