Læknaneminn - 01.10.1993, Síða 72
þjónustugjöldin er hinsvegar óneitanlega sá að með
þeim kemur þetta virka neytendaeftirlit. Fólk hefur
eftirlit með því að ekki sé verið að okra á því og að það
fái góða þjónustu. Ég held hinsvegar að við séum
komin að endastöð hvað varðar upphæð þjónustugjalda
sem hlutdeildar af útgjöldum í heilbrigðiskerfinu, þó
ég vilji gjarnan hafa þau áfram til staðar sem tæki í
þessu eftirlitshlutverki. Ég er á því að okkur miði í
rétta átt í þessu sambandi, ekki síst nú þegar við erum
við erfiðar aðstæður í tilraun til þess að spara og
hagræða. Ég held að tíminn vinni með okkur í þessa
veru. Það er eitt sem er grundvallaratriði í þessu öllu
saman að heilbrigðiskerfið er ekki til orðið fyrir það
fólk sem við það vinnur, með fullri virðingu fyrir því
ágæta fólki, heldur fyrir hina sem þjónustuna nota.
Nú hefur verid sparnaðarherferð í gangi í mörg ár, er
hœgt að spara meira?
Já, það held ég. Ég held að það sé alltaf hægt að
spara betur og meira. Þetta er verkefni sem á ævinlega
að hafa í heiðri, en er ekki tímabundið.
Er það hœgt án þess að draga úr þjónustunni?
Ég svara því líka játandi. Vissulega getur þetta í
ákveðnum tilvikum þýtt breytingar á þjónustu, að
biðtími aukist og að þjónustan birtist með öðrum
hætti. Ég bend nú á tilfelli áðan þar sem vissulega var
verið að taka meira út úr kerfinu en efni standa til og
ég held að það séu fleiri slík dæmi. Ég er með í mínum
tillögum til fjárlaga margskonar spamaðarhugmyndir
sem ég hygg að skerði ekki þjónustu og hækki ekki
útgjöld, heldur séu fyrst og fremst að taka á kerfinu.
Ég nefni í því sambandi af því ég er nú að ræða við
læknanema að ég hef beðið ríkisendurskoðun að gera
úttekt á því hvaðan læknum koma laun. Hvar eru þeir
að vinna, því það eru jú fjölmörg dæmi um það að þeir
séu að vinna á fleiri en einni sjúkrastofnun á sama
tíma, séu svo með einkapraxis og fái laun í gegnum
tryggingastofnun. Ég held að það sé mjög hollt fyrir
alla aðila að fá úr því skorið hvemig þetta er samansett
Þetta er auðvitað ákveðið þjónustukerfi og ákveðið
laimakerfi sem menn hafa sett upp og ég er klár á því
að ef það verður þannig að læknar séu starfsmenn
sjúkrastofnaima og sinni svo göngudeildarþjónustu
þar, en aðrir sérfræðingar vinni úti í bæ, þá verður að
endurmeta launakjör lækna í þessu samhengi. Þetta
vil ég sjá breytast. Það gerist ekki í einum vettvangi,
en það á að breytast.
Nú hafa heyrst af því fréttir að undanförnu að þú
hyggist koma á heilsukortum, sem fólki sé í sjálfsvald
sett hvort það greiðir. Telur þú að þetta muni veita
öllum jafnan rétt til heilbrigðisþjónustu?
Já ég tel það. Þetta verður einfaldlega þannig að
allir Islendingar 16 ára og eldri fá sent heilsukort,
sem getur heitið sjúkrasamlagskírteini eða hvað annað
sem menn vilja nefna það. Kortið kostar 2000 krónur
og ef viðkomandi endursendir ekki þetta kort innan
hálfs mánaðar, þá er hann sjúkratryggður. Síðan fær
hami sína mkkun eins og gengur og gerist með hverja
aðra innheimtu og hann er sjúkratryggður hvort sem
hann er búinn að borga þetta eða ekki, ef hann
endursendir ekki kortið. Honum verður gert að borga
þetta með eðlilegum innheimtuaðferðum. Mín trú er
sú að þegar fólk sér í hendi sér hvað það ber úr býtum
við að halda kortinu fyrir 2000 krónumar og hvað það
þarf að greiða ef það gerir það ekki, að skynsemi og
dómgreind íslendinga sé með þeim hætti að það verði
99,9% þjóðarinnar sem auðvitað haldi kortinu og
greiði það við innheimtu. Hinir sem ekki gera það og
endursenda kortið em með því aðeins að segja það að
þeir vilji gefa einhverjum öðrum þá upphæð sem þeir
hafa þegar greitt í skatta. Sannleikurinn er sá að af
þeim 47 milljörðum sem heilbrigðis- og
tryggingakerfið kostar, þá em um 40 milljarðar sem
greiðast með beinum sköttum. Heilsukortið er 400
milljómr af þessum 40 milljörðum, eða örlítið brot og
þetta þýðir það að þeir sem ekki vilja greiða kortið og
endursenda það em að gefa hinum skattana srna. Ég
þekki engan mann sein mundi gera það.
Verða ekki innheimt önnur gjöld affólki?
Það verður allt annað óbreytt í þessu sambandi.
Pað er í gildi reglugerð sem felur það í sér að sjúklingar
bera umtalsverðan kostnað qfsmáion aðgerðum. Maður
hefur heyrt háar tölur, liðþófaaðgerðir á 15-20 þúsund
fyrir utan blóðprufur og endurkomu og slíkt, aðgerðir
vegna forstigsbreytinga á leghálsi 7-8 þúsund. Hver
er þín skoðun á þessu?
Þetta em nefnd ferliverk og reglugerðin er frá s.l.
hausti. Umfang þessarra ferliverka er öllu meira en
ég hafði gert mér grein fyrir. Viðmiðunin er sú að allar
aðgerðir sem hægt er að gera utan sjúkrahúsa teljast til
ferliverka. Með bættri tækni hefur þeim aðgerðum
fjölgað. Ég er eimnitt að fara yfir þessi mál þessa
dagana og reyna að glöggva og skilgreina þessa
66
LÆKNANEMINN 2 1993 46. árg.