Læknaneminn - 01.10.1993, Qupperneq 75
og yfirleitt sem skammaryrði og það gleymist oft að
pólitíkusar eru kjömir af fólkinu sjálfu. Ég sé ekki að
stofnun eins og Ríkisspítölunum verði betur eða verr
stjómað þó að einhverjir aðrir komi þar nærri. Hverjir
aðrir era það sem annars ættu að stjóma? Við þyrftum
þá líklega lækna, hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða,
verkfræðinga og heilsuhagfræðinga, tölvufólk og fleiri
stéttir. Er líklegt að það yrði mikill einhugur í þessum
hópi fagfólks. Ég lield að það sé nú nákvæmlega sama
hverjir væru við stjómvölinn, í þessu tilfelli á
Ríkisspítölum. Ég held að þarna verði alltaf teknar
mjög umdeilanlegar ákvarðanir og jafnvel
umdeilanlegri en nú em teknar. F.f ég man rétt, þá em
heilbrigðisstéttimar tæplega 30 og ekki gætu þær nú
allar fengið fulltrúa í slíkri stjóm og mín tilfinnig er
sú að hjá mörgum þeirra mætti nú samstarfið vera
miklu betra. Þarna yrði þá einhver annarskonar
pólitík í gangi.
Hvernig er háttað samstarfi þínu og þíns ráðuneytis
við starfsfólk í heilbrigðisgeiranum og hversu mikil
er samvinna þín og landlœknis?
Landlæknir var síðast hér í morgun og samstarf
okkar er mjög gott. Við hittumst oft í viku og förum
yfir ýmis mál sem að honum snúa. Haim hefur látið
sig varða flesta þætti sem lúta að þessum málaflokki
í víðasta skilningi. Varðandi sanistarf við aðrar
fagstéttir í heilbrigðisgeiranum, þá hygg ég að það
samstarf sé mjög náið hér hjá ráðuneytinu. A mínum
stutta ferli hér hef ég hitt forrystumenn fjölmargra
faghópa og átt við þá gagnlegar viðræður. Ég held að
það skipti mjög miklu máli að þetta samstarf sé gott
og náið. Ymsir þessir hópar hafa komið fram með
miklum krafti til að ná niður kostnaði í
heilbrigðiskerfinu, án þess að það komi niður á
þjónustu. Ég geri mér það fyllilega ljóst, ekki síst í
ljósi fyrri starfa ininna að það er gjörsamlega vonlaust,
ef menn ætla sér að ná einhverri hagræðingu og
spamaði á viðkomandi stofnunum, ef það starfsfólk
sem hlut á að máli er ekki með í þeim leik.
Nú hefur það verið þannig hér á landi að ýmis
félagasamtök um land allt hafa safnað fyrir og gefið
sjúkrastofnunum mikið afþeim tœkjum og búnaði sem
þar er notaður. Það kemur einnig mikið á óvart að
heyra hversu lítill hluti útgjalda til heilbrigðismála
fer í viðhald og endurnýjun tœkjakosts. Hvert er þitt
álit á þessu?
Það er nú þrátt fyrir ailt mín tilfinning að
heilbrigðiskerfið sé býsna vel tækjavætt. Ég hef farið
um hluta landsins og mér finnst til dæmis að á
heilsugæslustöðvunum sé býsna vel fyrir þessum
málum séð, bæði hvað varðar húsakost og tækjabúnað.
Ég held líka að við höfum að mestu leyti náð að fylgjast
með framþróun í tækjabúnaði hér á stóra fjölþættu,
deildarskiptu sjúkrahúsunum og höfum staðið okkur
allvel í þessum efnum. Það verður tæplega nokkum
tíma hægt að hafa hlutina þannig að við höfum alltaf
fullkomnustu og bestu aðstöðuna frá einum tíma til
annars. Við emm jú aðeins 250 þúsund sálir og ég
held að það verði varla nokkum tíma þannig að við
getuin alltaf simit öllum tilvikum hér heima. Við
höfum hinsvegar tekið risaskref í þessa vem á síðustu
árum og ég nefni hjartaaðgerðimar sem dæmi mn það,
cn þær hafa að mestu leyti flust hingað heim. Ég verð
nú að segja það að á þeim fáu mánuðum sem ég hef
verið hér, liefur ekki mikið verið kvartað yfir þessiun
málum í mín eyru, heldur yfir öðm meira. Ég held að
við sémn vel á undan mörgum þeim þjóðmn sem við
bemm okkur saman við hvað varðar aðstöðu. En
auðvitað eigum við að bera okkur saman við það besta.
/ tíð forvera þíns í embætti var rnikið um það deilt liver
œtti að vera hlutur sjúklinga í lyfjakostnaði. Ekki er
langt síðan mikil rekistefna var uppi um það hvort
sjúklingar á blóðfitulœkkandi lyfjum ætlu að bera
allan kostnað við þau sjálfir. A sama tíma er vitað að
hœkkuð blóðfita er einn helsti áhœttuþáttur
kransœðasjúkdóms og einnig að hjarta- og
œðasjúkdóimr eru algengasta dánarorsök Islendinga.
Finnst þér rétt að flokka lyf eftir mikilvœgi og láta
einn borgu meira en annan fyrir lyfin sín?
Það má nú eiginlega setja þetta undir sama hatt og
læknisaðgerðir almennt, smnar em bráðaaðgerðir og til
að bjarga lífi en aðrar em til að lina þrautir og þrautir
em eittlivað sem er afstætt, geta verið núklar og geta
verið litlar. Þama er ein siðferðileg spuming í viðbót,
sem tengist því sem við vorum að ræða um áðan. Ég
held að þessi hlutdeild í lyfjakostnaði hafi sannað gildi
sitt, í ljósi þess sem ég sagði áðan um þjónustugjöldin.
Menn hafa farið yfir í ódýrari lyf, í samlieitalyf í staðin
fyrir sérlyf. Ég held að það hafi verið tekið úl í þessum
garði, vegna þessarar hlutdeildar í kostnaðinum. Ég
vil hinsvegar taka viðbótarskref í þessum efnum og
mun leggja fram frumvarp í þá vem núna. Ég vil
freista þess að lækka álagiúngu lyfja, sem efúr sem
áður er alltof há. Það verðmyndiuiarkerfi lyfja sem við
búmn við er einskonar landbúnaðarkerfi. Innflytjendur
LÆKNANEMINN 2 1993 46. árg.
69