Læknaneminn - 01.10.1994, Page 11

Læknaneminn - 01.10.1994, Page 11
Mynd 1. Safnast saman við brynvarða bílinn hennar Patriciu. Mynd2. Lítill drengur á götu íMostar. I baksýn sést varnarveggur fyrir eina hliðargötuna. eftirlitsmanna Sameinuðu Þjóðanna (UNMOs). Þeir eru staðsettir ofarlega í borginni. Þeir ráða yfir aflmiklum sjónauka og með honum sjáum við enn betur skemmdirnar á húsþökunum. Það er varla eitt einasta húsþak heilt. Flestir búa í kjöllurum eða á fyrstu hæð þeirra húsa sem enn eru uppistandandi. Allt að tíu manns deila saman herbergi. Hjálparstofnanir hafa aðstoðað við að setja upp viðar- og kolakyndingu í sumar byggingarnar. Kerfi til að leiða reykinn út er stórt vandamál og því er engin kynding í sumum kjöllurunum. Margir hverjir eru lekir og einungis hluti íbúanna hafa rúm, sumir hafa ekki einu sinni dýnu. Slæmar öndunarfærasýkingar eru algengar hjá þeim sem sofa á röku gólfinu. Við höldum stuttan fund með UNMOs í skurði á bak við bygginguna þeirra. Þeir hafa verið beðnir um að aðstoða ófríska konu til að komast á spítalann þegar að fæðingu kemur. Konan býr á afskekktum stað vestan við borgina. Einungis einn sjúkrabíll er nothæfur, hinir hafa flestir skemmst í flugskeytaárásum. Mikillskorturerágasolíuogbensíniogsjúkrabíllinn því bara notaður til lífsnauðsynlegra flutninga. Taka þarf ákvörðun um hvernig sé best að standa að flutningunum. Aðalvandamáliðerhvernigkonaneigi að koma boðum til UNMOs þegar hún þarf á aðstoð að halda. Strax á eftir þarf hún að komast heim því konur eru útskrifaðar tveim klukkustundum eftir fæðingu, vegna skorts á sjúkrarúmum. UNMOs hafa lofað að sýna okkur leiðina til Bielo Polie sem er þorp norður af Mostar. Svæðið er þakið jarðsprengjum og því mjög hættulegt ókunnum. Skothríð frá leyniskyttum dynur á bílinn á leiðinni út úr borginni. Við höldum fyrst á fund sveitarstjórnarinnar (il að ræða möguleika á að flytja útsæði og fræ til þorpsins. Vegna hættu á árásum á leiðinni frá Mostar hefur reynst nær ómögulegt að finna leið sem er sæmilega örugg fyrir óbrynvarða trukka. A fundinum kemur í ljós að öll vöruhús eru á víglínunni og því of hættuiegt aðaffermatrukkanaþar.Leiðintil miðhlutaMostarer aðeins notuð á nóttunni og þá ekið ljóslaust. Við finnum enga viðunandi lausn aðra en dreifingu matvæla úr lofti. Sveitarstjórnin lýsir yfir óánægju sinni með hana. Mestaf birgðunum sem varpað hefur verið úr lofti nýlega hafa lent í höndum Serba. Margir hafa slasast þegar matvæli voru sótt inn á jarðsprengjusvæði. Auk þess sem hluti af íbúunum náði meiru af birgðum en aðrir og urðu talsverðar óeirðir vegna þessa. Við erum vonsvikin yfir þessari niðurstöðu. A svæðinu er töluvert af Iandi sem óhætl væri að rækta og því er mikill áhugi á aðstoð í formi fræja og útsæðis. Við hittum lækninn í sjúkraskýlinu. Hann er ágætlega birgur en vantar gasolíu á rafstöðina. Patricia og Mikael eru að rey na að semja um leyfi frá Króatíuher til að flytja gasolíu inn á svæðið til notkunar fyrir heilsugæsluna. Illa gengur að fá leyfi því litið er á gasolíu sem hernaðargagn. Hann segir okkur að kona sem var að því komin að eiga sitt þriðja barn hafi farið LÆKNANEMINN 2 1994 47. árg. 9
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.