Læknaneminn - 01.10.1994, Side 16

Læknaneminn - 01.10.1994, Side 16
verk, hita, fyrirferð og roða. Verkir frá brjóstliðum urðu slæmir og hitatoppar héldu áfram að koma. Því var gerð leit að merkjum um beinsýkingu þar sem Saimonella getur valdið slíku, en ekki fundust merki um það á röntgenmyndum eða beinaskanni. A 12. degi komu fram útbrot á fótlegg sem samrýmdust keratoderma blenorrhagia sem styður Reiter's greininguna. Til enn frekari stuðnings reyndist sjúklingurinn vera HLA-B27 jákvæður við vefja- flokkagreiningu. Til meðferðar við reactivum arthritis fékk sjúklingurinnbólgueyðandi lyfdiclofenacum(Vóstar) strax og liðbólgur komu fram og við útbrotum á fæti fékk hann bólgueyðandi krem betnovat (barksteri flokkur 3). Augu voru skoðuð af augnlækni fyrir útskrift og sáust engin merki um uveitis eða conjunc- tivitis. Sj úkl i nguri nn útskrifaði stheimtveimurvikumeftir innlögn við nokkuð góða líðan eftir viðburðaríka sjúkrahúsdvöl og þrálát veikindi með eftirköstum. Liðbólgur og bakverkir fóru batnandi. Hann notaði áfram bólgueyðandi töflur og krem og kom til eftirlits. FRAMHALD EFTIR ÚTSKRIFT Sjúklingurinn var í göngudeildareftirliti hjá sérfræðingi í gigtsjúkdómum. Við fyrsta eftirlit 10 dögum eftir útskrift var sjúklingurinn slæmur í nokkrum liðum og fékk sterasprautur í hné, ökkla og ristarliði. Hann hélt áfram á sömu bólgueyðandi töflum. í öðru eftirliti, 3 vikum síðar, hafði hann enn virkar liðbólgur og var þá settur á sulfasalazinum (salazopyrin, bólgueyðandi og vægt ónæmisbælandi lyf) og prednisolon (bólgueyðandi steralyf) meðferð ásamt diclofenacum töflunum sem t'yrr og ranitidin töflur til að vernda magann. Rúmum 3 vikum síðar var hann lagður inn í sterapúlsmeðferð í æð í 3 daga þar sem meðferðin hafði ekki enn borið árangur og hann vart fótafær vegna verkja og stirðleika í bólgnum liðum. 1 göngudeildareftirliti 2 vikum síðar voru enn virkar liðbólgur í tábergi, ristum, ökklum og hnjám. Mánuði síðar, þá tæpum fjórum mánuðum frá upphafi veikindanna, voru loks komin greinileg batamerki og var þá dregið í land með stera- og diclofenacummeðferð. Henni var síðan alveg hætt á 2-3 vikum en sulfasalazinum haldið áfram. 1 síðara eftirliti var hann áfram batnandi en hafði þó þurft sterainnspýtingar í stöku liði. NIÐURSTAÐA ÞESSA SJÚKDÓMSGANGS ER ÞVÍ Salmonella iðrasýking sem meðhöndluð var með sýklalyfjum og vökvagjöf. Reiter's sjúkdómur sem sigldi í kjölfarið og reyndist þrálátur þrátt fyrir öfluga bólguhemjandi meðferð. Sýkinguna gæti hann hafa fengið erlendis úr kjúklingnum þótt enginn annar af ferðafélögunum hafi veikst. Þessi sjúklingurerlíklegri til aðfáþennan fylgikvilla, Reiter's sjúkdóm, vegna vefjaflokkagerðar sinnar. Hann fékk fjölmörg einkenni Reiter's sjúkdóms, conjunctivitis, urethritis, liðbólgur í neðri útlimi, stirðleika og verki í mjóbak, dæmigerð útbrot, bólgu í hásinarfestu og var af vefjaflokki ; HLA B27. Það er hins vegar óvenj ulegt í þessu til viki að sjúklingurinn er kona. UM REITER'S SJÚKDÓM Þessi sjúkdómurerflokkaður með "seronegativum spondylarthropathium". Það eru sjúkdómar sem eru um margt skyldir, erfðafræðilega, meinafræðilega og hvað varðar sögu og einkenni. Það falla a.m.k. fjórir sjúkdómar í þennan flokk: 1) hryggikt; ankylosing spondylitis, 2) psoriasis liðagigt; psoriatic arthritis, 3) Reiter's sjúkdómur og 4) enteropathic arthritis. Þessir sjúkdómar eiga það sameiginlegt að leggjast helst á miðlæga liði líkamans, þeir geta verið ættlægir og flestir sjúklinganna hafa vefjafiokk HLA-B27. Sameiginleg einkenni geta komið fyrir ein sér eða í ólíkum samsetningum og kallast þá mismunandi sjúkdómsnöfnum sbr. að ofan en á milli þeirra er talsverð skörun. Algeng einkenni eru t.d. bólgur í spjaldliðum, hryggjarliðum og liðbólgur í útlimum. Einkenni utan liða geta fylgt eins og húðútbrot, aortitis, uveitis og prostatitis. Þessir sjúklingar eru seronegativir þ.e.a.s. hafa ekki gigtarþátt (RF) í blóðinu. 14 LÆKNANEMINN 2 1994 47. árg.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.