Læknaneminn - 01.10.1994, Síða 16
verk, hita, fyrirferð og roða. Verkir frá brjóstliðum
urðu slæmir og hitatoppar héldu áfram að koma. Því
var gerð leit að merkjum um beinsýkingu þar sem
Saimonella getur valdið slíku, en ekki fundust merki
um það á röntgenmyndum eða beinaskanni. A 12.
degi komu fram útbrot á fótlegg sem samrýmdust
keratoderma blenorrhagia sem styður Reiter's
greininguna. Til enn frekari stuðnings reyndist
sjúklingurinn vera HLA-B27 jákvæður við vefja-
flokkagreiningu.
Til meðferðar við reactivum arthritis fékk
sjúklingurinnbólgueyðandi lyfdiclofenacum(Vóstar)
strax og liðbólgur komu fram og við útbrotum á fæti
fékk hann bólgueyðandi krem betnovat (barksteri
flokkur 3). Augu voru skoðuð af augnlækni fyrir
útskrift og sáust engin merki um uveitis eða conjunc-
tivitis.
Sj úkl i nguri nn útskrifaði stheimtveimurvikumeftir
innlögn við nokkuð góða líðan eftir viðburðaríka
sjúkrahúsdvöl og þrálát veikindi með eftirköstum.
Liðbólgur og bakverkir fóru batnandi. Hann notaði
áfram bólgueyðandi töflur og krem og kom til eftirlits.
FRAMHALD EFTIR ÚTSKRIFT
Sjúklingurinn var í göngudeildareftirliti hjá
sérfræðingi í gigtsjúkdómum. Við fyrsta eftirlit 10
dögum eftir útskrift var sjúklingurinn slæmur í
nokkrum liðum og fékk sterasprautur í hné, ökkla og
ristarliði. Hann hélt áfram á sömu bólgueyðandi
töflum.
í öðru eftirliti, 3 vikum síðar, hafði hann enn virkar
liðbólgur og var þá settur á sulfasalazinum
(salazopyrin, bólgueyðandi og vægt ónæmisbælandi
lyf) og prednisolon (bólgueyðandi steralyf) meðferð
ásamt diclofenacum töflunum sem t'yrr og ranitidin
töflur til að vernda magann.
Rúmum 3 vikum síðar var hann lagður inn í
sterapúlsmeðferð í æð í 3 daga þar sem meðferðin
hafði ekki enn borið árangur og hann vart fótafær
vegna verkja og stirðleika í bólgnum liðum.
1 göngudeildareftirliti 2 vikum síðar voru enn virkar
liðbólgur í tábergi, ristum, ökklum og hnjám.
Mánuði síðar, þá tæpum fjórum mánuðum frá
upphafi veikindanna, voru loks komin greinileg
batamerki og var þá dregið í land með stera- og
diclofenacummeðferð. Henni var síðan alveg hætt á
2-3 vikum en sulfasalazinum haldið áfram. 1 síðara
eftirliti var hann áfram batnandi en hafði þó þurft
sterainnspýtingar í stöku liði.
NIÐURSTAÐA ÞESSA
SJÚKDÓMSGANGS ER ÞVÍ
Salmonella iðrasýking sem meðhöndluð var með
sýklalyfjum og vökvagjöf.
Reiter's sjúkdómur sem sigldi í kjölfarið og
reyndist þrálátur þrátt fyrir öfluga bólguhemjandi
meðferð.
Sýkinguna gæti hann hafa fengið erlendis úr
kjúklingnum þótt enginn annar af ferðafélögunum
hafi veikst. Þessi sjúklingurerlíklegri til aðfáþennan
fylgikvilla, Reiter's sjúkdóm, vegna vefjaflokkagerðar
sinnar.
Hann fékk fjölmörg einkenni Reiter's sjúkdóms,
conjunctivitis, urethritis, liðbólgur í neðri útlimi,
stirðleika og verki í mjóbak, dæmigerð útbrot, bólgu
í hásinarfestu og var af vefjaflokki ; HLA B27. Það
er hins vegar óvenj ulegt í þessu til viki að sjúklingurinn
er kona.
UM REITER'S SJÚKDÓM
Þessi sjúkdómurerflokkaður með "seronegativum
spondylarthropathium". Það eru sjúkdómar sem eru
um margt skyldir, erfðafræðilega, meinafræðilega og
hvað varðar sögu og einkenni. Það falla a.m.k. fjórir
sjúkdómar í þennan flokk:
1) hryggikt; ankylosing spondylitis,
2) psoriasis liðagigt; psoriatic arthritis,
3) Reiter's sjúkdómur og
4) enteropathic arthritis.
Þessir sjúkdómar eiga það sameiginlegt að leggjast
helst á miðlæga liði líkamans, þeir geta verið ættlægir
og flestir sjúklinganna hafa vefjafiokk HLA-B27.
Sameiginleg einkenni geta komið fyrir ein sér eða í
ólíkum samsetningum og kallast þá mismunandi
sjúkdómsnöfnum sbr. að ofan en á milli þeirra er
talsverð skörun. Algeng einkenni eru t.d. bólgur í
spjaldliðum, hryggjarliðum og liðbólgur í útlimum.
Einkenni utan liða geta fylgt eins og húðútbrot,
aortitis, uveitis og prostatitis. Þessir sjúklingar eru
seronegativir þ.e.a.s. hafa ekki gigtarþátt (RF) í
blóðinu.
14
LÆKNANEMINN 2 1994 47. árg.