Læknaneminn - 01.10.1994, Page 19
BLOÐFLÆÐI I HEILA
RANNSÓKNIR MEÐ GAMMAMYNDAVÉL
Stefán Kristjánsson
Rannsóknir á efnaskiptum heilans hal'a lengi vakið
áhuga vísindamanna. Það hefur þó hamlað
rannsóknum af þessu tagi hve dýran tækjabúnað
hefurþurft. Þekkingmannaá viðfangsefninubyggðist
fyrst í stað á rannsóknunt með geislavirku Xenon og
síðar með skammlífum ísótópum og PET (Positron
emission tomography) myndavélum. Á síðari árum
hat'a komið fram efni sem hægt er að tengja ísótópum
með lengri helmíngunartíma og mynda í einföldum
gammamyndavélum. I þessari grein verður fjallað
um hluta af þeim síðastnefndu.
Isótóparannsóknir á hei lanum eru að stærstum hi uta
blóðflæðisrannsóknir með 99mTc-HMPAO (Hexa-
MethylPropyleneAmine Oxime (Ceretec frá
Amersham)). Þetta er fitusækið efnasantband sem
sprauta rná í bláæð. Efnið fer yfir heila-blóð
þröskuldinn og er tekið upp af taugafrumum. Þar
verða efnabreytingar sem gerir það vatnssækið og
hindra þannig leka úl í blóðrásina. Dreifing þess í
heilanunt endurspeglar því blóðflæðið og þar með
súrefnisnotkunina á því augnabliki sem efninu var
sprautað. Nokkrarklukkustundirgetaliðiðfrásprautu
til myndatöku.
Viðmyndatökunaernotuðsneiðmyndatækni. Með
hjálp tölva eru gerðar myndir í þrern plönunr, þvert á
lengdarás líkamans, samsíða honum og samsíða
enninu (axial, sagittal og coronar). Til að auðvelda
túlkun myndanna er dreifing blóðflæðisins sýnd með
litakvarða, oftast þannig að heitir litir tákna mikið
Ilæði og kaldir litir lílið (eða a.rn.k. minna flæði).
Hafa ber í huga að kvarðinn er afstæður, þ.e. ekki er
hægt að ákvarða flæðið í ml/mín/g heilavefs eða
öðrum slíkum einingum. Jafnframt má, með sumum
tölvukerfum gera þrívíddarmyndir.
Höfundur er sérfrœðingur í röntgenlœkningum
og starfar í Svíþjóð.
EÐLILEG RANNSÓKN
Eðlileg rannsókn einkennist af eftirfarandi:
Þversneiðar (axial): Cortex cerebri sést sem rönd
með mikilli upptöku, mest í sjónberkinum ef
sjúklingurinn hefur augun opin þegar sprautað er
(Mynd la). Upptakan í hvítunni er minni. Fissura
Sylvii sést milli frontal og temporal hluta heilans.
Miðlægu kjarnarnir (basal ganglia) sjást vel og
upptakan þar er oft meiri en í cortex. Cerebellum er
sá hluti heilans þar sem upptakan er venjulega mest.
Upptökudreifingin skal verajöfn milli heilahvela.
Ennisplan (coronal): Temporal hlutar heilans
sjást vel. nteð skýr mörk milli barkar og hvítu.
Jafnframt sjást miðlægir kjarnar vel (Mynd lb).
Langsneiðar(sagittal): Dreifinguupptökunarmilli
cortex, miðlægra kjarna og cerebellum er auðveldasl
að meta á þessum myndum.
Mat á þessunt rannsóknum verður best gert við
tölvuskjáinn. Þá má meta blóðflæðið bæði með
berum augum og/eða sem hlutfall (semiquantitatively).
Oftast er þá miðað við cerebellum. Mikilvægt er að
hafa í huga að um starfræna (functional) rannsókn er
að ræða. Það er því rnjög gagnlegt að hafa nýlega
“anatómíska” rannsókn s.s. CT (TS) eða MRT
(segulómun) til samanburðar.
ÁBENDINGAR
Ábendingum fyrir blóðflæðisrannsóknir fer
fjölgandi. Með tilkomu lyfja gegn Alzheimer’s
sjúkdómi og öðrum formum elliglapa ásamt vaxandi
áhuga á meðferð og greiningu heilablóðfalls (stroke)
eykst mikilvægi þeirra. Gerð verður grein fyrir þeim
helstu.
Elliglöp (Dementia)
Margir og ólíkir sjúkdómar geta valdið
LÆKNANEMINN 2 1994 47. árg.
17