Læknaneminn - 01.10.1994, Side 31

Læknaneminn - 01.10.1994, Side 31
bendir til eru blöðrurnar oft margar og litlar í þyrp- ingu og minna því á áblástur (herpes) en önnur einkenni eins og samhverfa útiloka áblástur. Þó flestir hafi breytingar í þörmum eru einkenni þaðan sjaldgæf. Greining Húðsýni frá blöðru sýnir að hún er staðsett undir húðþekju. Bein ónæmisflúrskíma frá frískri húð sýnir kornlaga IgA við totur leðurhúðar. Stundum er sýni tekið frá ásgörn og sést þá visnun. Fólinsýra í sermi, B12 vítamín og ferritin gefagóða hugmynd um hvort frásog íhinum sýkta þarmi er í lagi. Efdapsone er gefið lagast sjúkdómseinkenni oft fljótt og er þetta því stundum notað til greiningar ef aðrar öruggari aðferðir eru ekki til staðar. Mismunagreining Kláðamaur og sumar tegundir exems geta líkst D.H. ogerþví mikilvægtað útilokaslíktáðuren dýrar rannsóknir eru framkvæmdar. Pemphigoid gefur stundum áþekka sjúkdómsmynd svo og regnboga- roðasótt (erythema multiforme). Gangur sjúkdóms D.H. er mjög langvinnur sjúkdómur en gengur í bylgjum. Fjörtíu prósent sjúklinga hafa enn sjúkdómsvirkni 10 árum eftir greiningu. Sýkingaraf ýmsu tagi og jafnvel andlegt álag geta valdið því að virkni sjúkdómsins eykst. Hjá sumum minnka einkennin með tímanum. Totuvisnun í ásgirni er yfirleitt einkennalaus þó hún geti valdið fituskitu (steatorrhoea) eða blóðleysi vegna fólínsýruskorts eða járnskorts. Sýruþurrð (achlorhydria) í maga og magabólga (gastritis) af þeim orsökum kemur fyrir. Meðferð Glutensnautt fæði er besta meðferðin en bæði húðútbrotin og þarmabreytingar lagast ef passað er vel að forðast gluten í einu og öllu. Gluten er m.a. í hveiti og er því auðvelt að gera sér í hugarlund hversu mikil breyting þetta er á daglegu lífi sjúklings og fjölskyldu hans hvað varðar matargerð. Dapsone (diaminodiphenylsulphone)ergamalt holdsveikislyf sem verkar vel á D.H. og er oft gefið þangað til glutensnautt fæði er byrjað að hafa áhrif en það getur tekið nokkra mánuði. Oftast er nægjanlegt að gefa 100-200 mg á dag. Lyfið er ekki lengur notað svo neinu nemi við aðra sjúkdóma en D.H. og því sumstaðar erfitt að nálgast það. Methemoglobi naemia og rauðalosblóðleysi (hemolytic anemia) sést oft sem aukaverkun við notkun lyfsins. Þetta virðist vera í réttu hlutfalli við skammtastærð. AÐRIR ULÖÐRUSJÚKDÓMAR Nokkrir aðrir sjúkdómar tilheyra þessum flokki sjúkdóma en þeir eru fremur óvenjulegir og mun því ekki verða rætt nánar um þá en í upptalningu. Nánari upplýsingar er hægt að fá í þeim bókum og greinum sem taldar eru upp í heimildalista. Herpes Gestationis Linear IgA Sjúkdómur Juvenile Pemphigoid Epidermolysis Bullosa Aquisita Transient Acantholytic Dermatosis (T.A.D.) Bullous S.L.E. Subcorneal Pustular Dermatosis Sykursýkis Blöðrur Staphylococcal Scalded Skin Syndrome, (Toxic Epidermal Necrolysis, T.E.N.) HELSTU HEIMILDIR 1. R.J.Pye; Bullous eruptions, in Textbook of Dermatology. Blackwell Scientific Publ. : Rook, Wilkinson, Ebling. chapter 36; p, 1623-1673 2. D.J.Gawkrodger; J.P Vestey; S.O Mahoney ; J.M.Marks. Dermatitis herpetiformis and established coeliac disease. British Journal of Dermatology 1993; 129, 694-695 3. G.Taylor, V.Venning, F, Wojnarowska K.Welch. Bullous pemphigoid and autoimmunity. Journal of the American Academy of Dermatology 1993; 29, p 181-184 4. A.Basheer, Bullous disease in Malaysia. Epidemiology and natural history. International Journal of dermatology, 1992 Vol 31. p 42-45 5. P.Hogan, Pemphigus vulgaris following a cutaneous thermal burn. International Journal of dermatology, 1992 Vol 31. p 46-49 6. J.A.Hunter, J.A.Savin, M .V.Dahl. Bullous diseases.: in Clinical dermatoiogy, Blackwell Scientific Publ.Ch.9 p:96-102 7. S.Hurwitz. Bullous disorders of childhood.in Clinical Pediatric Dennatology, Saunders,1989, ch.15 p323-341 LÆKNANEMINN 2 1994 47. árg. 29
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.