Læknaneminn - 01.10.1994, Page 37

Læknaneminn - 01.10.1994, Page 37
HAÞRY SHMEÐFERÐ MEÐ SÚREFNI S • • Agúst Orn Sverrisson INNGANGUR í grein þessari er fjallað um háþrýstimeðferð með súrefni og gerð grein fyrirhelstu ábendingum. Fjallað er stuttlega um sögu háþrýstimeðferðar og þau eðlisfræðilegu lögmál sem liggja að baki henni. Auk þess verður fjallað um algengustu aukaverkanir og hvað skuli sérstaklega varast við meðferð. Greininni er aðeins ætlað að vera stutt kynning á háþrýsti- súrefnislækningum og finna má ítarlegri upplýsingar um meðferðina í ritum sem talin eru í heimildaskrá. SKILGREINING I háþrýstimeðferð andar sjúklingurinn að sér 100% súrefni við þrýsting sem nemur meira en einni loftþyngd. Sjúklingurinn verður að anda að sér súrefninu viðhinnauknaþrýsting.þrýstingsaukningin ein nægir ekki til að auka hlutþrýsting súrefnis í blóði. Varast skyldi að blanda háþrýstimeðferð þessari saman við aðrar aðferðir sem notaðar hafa verið með súrefni, einkum að láta hreint súrefni leika um opin sár eða loka háþrýstihólk með súrefni um særðan handlegg eða fótlegg. Aðferðir þessar byggja ekki á sama lífeðlisfræðilega lögmáli og eiginleg háþrýsti- súrefnismeðferð og ekki hefur verið unnt að sýna óyggjandi fram á gagnsemi þeirra með klínískum rannsóknum. ÁGRIP AF SÖGU Fyrstu eiginlegu háþrýstiklefarnir voru byggðir snemma á 18. öld í Frakklandiog voru þeir notaðir til að meðhöndla ýmsa kvillaen sjúklingarnir önduðu að Höfundur er deildarlœknir á handlœknisdeild Borgarspítala. sér andrúmslofti. Er Ieið á öldina þróaðist háþrýstitækni í tengslum við þróun köfunar vegna mannvirkjagerðar. Á seinni hluta 19. aldar varð mönnum ljóst að ofgnótt súrefnis gæti haft eiturverkanir í för með sér. I upphafi skorti oft vísindaleg rök fyrir meðferð og ýmsar tilraunir voru gerðar. Árið 1928 reisti bandaríski læknirinn Cunninghamfimmhæðaháþrýstikúlu íCleveland, en sjúklingarþarönduðuaðsérandrúmslofti. Starfsemin var stöðvuð árið 1937 og kúlan rifin í brotajám. Um svipað leyti hófst markviss háþrýstimeðferð með súrefni við meðferð á kafaraveiki. Fyrir daga hjarta- og lungnavélarinnar voru hjartaaðgerðir sums staðar gerðar við háþrýsting súrefnis til að auka flutning þess í sjúkling. Þetta lagðist af skömmu eftir 1960. Mikilgróskavaríháþrýstilækningumáárunum 1960- 1970 og voru miklar rannsóknir stundaðar. Ábendingum fjölgaði hratt í fyrstu en hin síðari ár hefur fjöldi þeirra að mestu staðið í stað, a.m.k. í Bandaríkjunum. Samtök háþrýstilækna þar gefa reglulega úl endurskoðaða handbók þar sem gerð er grein fyrir viðurkenndum ábendingum, viðmiðunum við ákvörðun lengdar meðferðar og helstu aukaverkunum. í marsmánuði 1993 kom fyrsti háþrýstiklefinn til íslands sem notaður hefur verið til almennra lækninga, en fyrir var klefi í eigu Landhelgisgæslunnar sem eingöngu var notaður við meðferð á kafaraveiki. Kom hinn nýi klefi til íslands fyrir atbeinaræðismanns Islendinga á Sikiley, Calcedonio Gonsalez, en hann hefur sérmenntun í súrefnismeðferð auk þess að hafa starfað sem háls-, nef- og eyrnalæknir. Veittu ítölsk yfirvöld styrk til verksins og kostuðu alla starfsemi allt til áramóta 1993-1994 en eftir þann tíma hefur kostnaðinum verið deilt til helminga milli Islands og Italíu og mun svo verða allt til ársloka 1996 er samstarfsverkefni þessu lýkur. Ijúní 1994 vartekinn LÆKNANEMINN 2 1994 47. árg. 35
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.