Læknaneminn - 01.10.1994, Qupperneq 44
AUKAVERKANIR
háþrýstisúrefnismeðferðar
1. Averki á hljóðhimnu og miðeyra.
2. Sinus squeeze.
3. Vökvasöfnun í miðeyra.
4. Innilokunarkennd.
5. Tímabundin nærsýni.
6 Krampi.
7. Dofi í höndum og fóturn.
8. Syfja og slen.
Tafla 3. Helstu aukaverkanir háþrýstimeðferðar.
reynst nauðsynlegt að gera hlé á meðferðinni meðan
bólgan gengur yfir og slímhúðin jafnar sig.
Súrefni í mjög miklu magni getur haft eituráhrif á
taugavef sem lýsir sér í krömpum. Mjög misjafrft er
hversu næmt fólk er við eiturverkun þessari en þættir
sem lækkakrampaþröskuldalmenntaukaeinniglíkur
á súrefniskrömpum. Máþar nefna sótthita, líkamlega
áreynslu, geðshræringu og upphleðslu af koltvísýringi.
Súrefniskrampar gera oftast boð á undan sér með
andþyngslum, suðu fyrir eyrum, ógleði og ótta-
tilfinningu. Krampinn er meðhöndlaður á sama hátt
og aðrir krampar og súrefnisgjöf er hætt samstundis.
Ekki hefur verið sýnt fram á að krampi af þessum toga
sé til langs tíma skaðlegri heilsu sjúklingsins en
krampar af öðrunr toga, né að þeir valdi varanlegri
skemmd í miðtaugakerfi.
Tímabundin gjöf súrefnis við yfirþrýsting veldur
ekki óafturkræfum lungnaskaða líkt og verður þegar
sjúklingum í öndunarvélum er gefið hátt hlutfall
súrefnis yfir lengri tíma.
Loflbrjóst getur myndast meðan á súrefnismeðferð
stendur, ýmist tengt meðferðinni eða ekki. Sé dregið
úr þrýstingi í meðferðarklefanum eykst rúmmál
loftsins í brjóstholinu í réttu hlutfalli og þrýstir að
aðlægum líffærum. Með þessu móti getur rúmmál
loftsins utan lunga tvö- eða þrefaldast og stefnt lífi
sjúklingsins í hættu. Því er nauðsynlegt að greina
þetta strax og ekki má taka þrýsting af klefa fyrr en
þessu lofti hefur verið hleypt út með brjóstholsskera
eða nálarástungu.
Lýst hefur verið tímabundinni breytingu á sjón
standi súrefnismeðferð lengi. Virðist sem í stöku
tilfella geti meðferðin framkallað væga nærsýni sem
gengur til baka eftir að meðferð er hætt. Einnig hefur
verið lýst aukinni tilhneigingu til vaglmyndunar hjá
þeirn sem hafa vagl (cataract) fyrir en um þetta eru
menn ekki á eitt sáttir.
Algeng en hættulaus aukaverkun þessarar meðferðar
er syfja og þreytutilfinning eftir meðferð sem staðið
getur í tvær til þrjár klukkustundir eflir að meðferð er
lokið. Þreytutilfinning þessi hverfur jafnan eða
nrinnkar nrikið eftir urn tíu meðferðir.
NIÐURLAG
Þrátt fyrir fyrrgrcinda upptalningu má í raun
segja að súrefnismeðferð sé hættulítil og geti
gagnast í nreðferð ýmissa kvilla þar sem önnur ráð
hafa brugðist eða aðeins komið að takmörkuðu
gagni. Erþví mikilvægtað íslenskirlæknargeri sér
sæmilega grein fyrir möguleikum þessarar
meðferðar svo að hún megi gagnast sem flestum.
Jafnframt ber að varast að vekja falsvonir hjá
sjúklingum sem gjarnan vilja fylgja nýjungum á
sviði lækninga og gera óraunhæfar kröfur til tækni
sem hefur sínar takmarkanir og annmarka líkt og
önnur úrræði sem beitt er í nútíma læknisfræði.
Með aukinni kynningu og reynslu af þessari meðferð
mun hún festa sig í sessi er fram líða stundir.
HEIMILDIR
Hyperbaric oxygen therapy: a committee report (1992).
Undersea and Hyperbaric Medical Society, Bethesda,
Maryland.
Jain KK: Textbook of hyperbaric medicine. Toronto:
Hogrefe and Huber publishers, 1990.
Kindwall EP: Hyperbaric medicine procedures.
Milwaukee: St. Lukes Medical Center, 1988.
Davis JC, Hunt TK, ed.: Problem wounds, the role of
oxygen. New York: Elsevier, 1988.
Myers RAM, Snyder SK, Emhoff TA: Subacute sequelae
of carbon monoxide poisoning. Ann Emerg Med
1985;14:1163-1167.
Green RD, Leitch DR: Twenty years of treating
decompression sickness. Aviat Space Environ Med
1987; 58:362-366.
40
LÆKNANEMINN 2 1994 47. árg.