Læknaneminn - 01.10.1994, Side 46

Læknaneminn - 01.10.1994, Side 46
sú almenna regla gildir að auðveldara er að komast á þá staði sem Islendingar hafa verið á. Þetta er þó ekki sagt til að draga úr þei m sem annað v i lja fara og raunar er mjög gott ef fólk vill leita nýrra miða og auka þannig fjölbreytni í menntun íslenskra lækna. Algengt er að langur tími líði þar til svör berast og er þá gott að vera tímanlega í fyrstu bréfaskiptum, sennilega er júlí heppilegur tími. Það borgar sig ekki að vera of snemma á ferðinni þar sem upplýsingar eru ekki til reiðu fyrr en seinni part sumars eða snemma á haustmánuðum. Flestir sem fara til framhaldsnáms fara í gegnum svokallað „Matching " kerfi (sjá neðar) og er þá rétt að sækja um á allmörgum stöðum, hugsanlega lOtil 15. Þettaræðstþóaðeinhverjuleyti af því hversu erfitt er að komast í þau prógrömm sem viðkomandi hefur mestan áhuga á að komast í. Það er almennt erfitt fyrir erlenda lækna að komast að í vinsælustu prógrömmin, sérstaklega ef umsækjandi hefur ekki unnið inni á bandarísku sjúkrahúsi. Ef að íslenskir læknanemar eiga þess kost að taka hluta af námi sínu (til dæmis valkúrsa) inni á sjúkrahúsum í Bandaríkjunum þá getur það verið mjög mikilvægt þegar sótt er um framhaldsnám síðar. Mikið er lagt upp úr að hafa góð meðmæli, og vega þá þungt meðmæli frá bandarískum prófessorum sem hafa séð viðkomandi vinna við þær aðstæður sem krafist er í sémáminu. Þetta gildir þó sérstaklega þegar reynt er að komast inn á staði sem Islendingar hafa ekki verið á áður. Umsóknir á flesta staði eru svipaðar. Sumstaðar vilja menn fá hið staðlaða umsóknareyðublað (Uni- versal Application for Residency) frá National Resi- dent Matching Program, annars staðar hafa menn sín eigin umsóknareyðublöð. Víðast hvar er farið fram á að fá þrjú meðmælabréf, ,,deans-letter" (bréf frá deildarforseta ),„curriculum vitae " og, ,personal state- ment". MEÐMÆLABRÉF OG „DEANS LETTER" Meðmælabréf skipta miklu máli þegar sótt er um stöður til framhaldsnáms og skiptir því val meðmælenda miklu. Flestar stofnanir vilja fá með- mæli frá læknum í þeirri sérgrein sem viðkomandi stefnir að framhaldsnámi í að minnsta kosti tvö bréf af þremur. Eitt bréf er venjulega skrifað af yfirlækni á þeirri deild sem umsækjandi hefur unnið mest á (Chairman's letter). Mjög gott er að geta fengið meðmæli frá læknum sem hafa einhver tengsl við viðkomandi stofnun, hafa t. d. verið þar sjálfir í sérnámi. ,,Dean's letter" er staðlað bréf frá deildar- forseta um frammistöðu umsækjenda í náminu. Þar kemur meðal annars fram árangur í samanburði við samstúdenta (það er þó hægt að biðja um að því sé sleppt !!). Því miður eru gögn hjá læknadeild um frammistöðu okkar í náminu mjög fátækleg og á það sérstaklega við um klíníska vinnu stúdenta. I bandarískum læknaskólum eru venjulega til skrif- legar umsagnir frá sérfræðingum (og jafnvel aðstoðarlæknum) um frammistöðu stúdents á öllum þeim deildum sem viðkomandi hefur unnið á í sínu námi. Út frá þessum umsögnum er síðan skrifað ítarlegt bréf um umsækjanda. Þetta er eitt af þeim málum sem læknadeild þyrfti að koma í betra horf. „CURRICULUM VITAE" OG „PERSONAL STATEMENT" Þetta er sá liður sem flestir eiga hvað erfiðast með að setja niður á blað enda er það fæstum eiginlegt að úthrópa eigið ágæti og afreksverk. ,,Curriculum vitae" á að vera listi eða upptalning á þeim afrekum sem markverð eru á manns ferli sem, eðli málsins samkvæmt, er oft fremur stuttur á þessum tímapunkti. Mjög misjafnt er hve langt menn seilast til að hafa listann sem lengstan, en þó er yfirleitt rétt að reyna að tína sem flest til og skal þar nefna; námsferil og prófgráður, starfsferil, félagsmál, kennslu, rannsóknir og styrki, ritsmíðar (bæði ágrip (abstracta) og greinar), aðild að fagfélögum og eflaust er hægt að tína fleira til. Rétt er að setja þetta skipulega niður og raða eftir efnisflokkum og tímasetja. ,,Personal statement" á að vera stutt greinargerð um fortíð, nútíð og framtíð. Hér eru gefnar upplýsingar um persónulegan bakgrunn (fjölskylduhagir, áhugamál (ef einhver eru!)), benda skal á þá þætti á framabrautinni sem umsækjandi vill leggja áherslu á (til dæmis reynsla af félagsmálum eða rannsóknum), segja frá núverandi stöðu og að lokum að segja frá framtíðarplönum. Hefur umsækjandi áhuga á að stunda klínísk störf í framtíðinni ? Vill hann leggja fyrir sig akademískan feril? Stefnir hann að því að snúa heim að framhaldsnámi loknu ? Umsóknarfrestur á flestum stöðum er til desember eða janúar. Nauðsynlegt er þó að vera tímalega með 42 LÆKNANEMINN 2 1994 47. árg.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.