Læknaneminn - 01.10.1994, Síða 48

Læknaneminn - 01.10.1994, Síða 48
raðað er á „matching" listann er að láta ekki á listann staði sem maður er ekki tilbúinn að fara á, ekki einu sinni neðst á listann þar sem að umsækjandi er skuldbundinn til að fara á þann stað sem tölvan setur hann á. Það þarf ekki örvænta þó að ekki fáist staða gegnum „matching " kerfið. Þeir sem ekki fá stöður í gegnum „matching" er lilkynnt það daginn áður en niðurstöður eru birtar. Þá fá þeir einnig lista yfir þau sjúkrahús sem ekki hafa getað fyllt sínar stöður gegnum „matching" og er þá hægt að ráða sig á einhvem þeirra staða. Niðurstöður úr „matching" kerfinu koma um miðjan mars og þá hefst hinn endanlegi undirbúningur fyrir búferlaflutninga. DVALAR- OG ATVINNULEYFI Langflestir sem fara í framhaldsnám í læknisfræði tii Bandaríkjanna fara á svokallaðri J-1 vega- bréfsáritun. Þetta er vegabréfsáritun sem gefur viðkomandi atvinnuleyfi. Maki fær 3-2 vegabréfs- áritun en hún veitir rétt til umsóknar um starfsleyfi sem að sjálfsögðu er mikill kostur. Sá ókostur fylgir þessari árilun að eftir sjö ár þarf að fara úr landi og er ekki hægt að sækja um nýtt dvalarleyfi fyrr en að tveimur árum liðnum. Það eru þó dæmi um að menn hafi farið beint af J-1 yfir á „grœna kortið" (fullt atvinnu - og dvalarleyfi). Þegar farið er til Bandaríkjanna á J-1 þarf ECFMG stolnunin að bera ábyrgð á „sponsorera" umsækjenda og það gerir hún ekki nema viðkomandi hafi lokið „ameríska prófinu " og hafi fengið skírteini þar að lútandi (ECFMG cer- tificate). Þegar umsækjandi hefur fengið námsstöðu er ráðningarsamningurinn sendur til ECFMG slofnunarinnar og þegar hún hefur afgreitt málið er hægt að fá J-1 vegabréfsáritun. Önnur möguleg vegabréfsáritun er svokölluð H-lb vegabréfsáritun en þá þarf viðkomandi sjúkrahús sem farið er á að bera ábyrgð á umsækjenda í stað ECFMG. Þessi vegabréfsáritun er ekki bundin við ákveðinn tíma og einnig er hægt að fara beint af henni og yfir á „grœna kortið"ef það fæst. Það eru þó fá sjúkrahús sem vilja þetta og einnig er mögulegt að H-1 b sé ekki jafn örugg trygging fyrir dvalarleyfi þau fimm til sjö ár sem sérnámið tekur. Maki þess sem er á H-1 b fær ekki sjálfkrafa rétt á starfsleyfi eins og gildir um J-1. Það auðveldar því augljóslega mjög málin ef umsækjandi hefur bandarískt vegabréf eða „grœna kortið" frá upphafi. LOKAORÐ Eins og kemur fram í þessari samantekt er það þó nokkur vinna að sækja um framhaldsnám í Bandaríkjunum. Það skal þó á það bent að ef unnið er að öllu í tíma og réttar leiðir farnar í gegnum myrkviði skriffinnskunnar þá gengur kerfið mjög vel og er það ósk mín að þessi skrif hvetji fremur en letji fólk til Vesturheims. Eins og allir vita er vinnuálag víðast hvar fremur mikið en það er þó ánægjulegt að heyra að meirihlutinn hefur miklu ánægju af námi og vinnu innan bandarískra spítalaveggja og ekki síður virðast þeir sem til Islendinga þekkja bera þeim vel söguna. HEIMILISFÖNG Educational Commission for Foreign Medical Graduates 3624 Market Street, 4th Floor Philadelphia, Pennsylvania 19104-2685 U.S.A. S: (215) 386-5900 National Resident Matching Program 2450 N Slreet, NW Suite 201 Washington, DC 20037-1141 U.S.A. S: (202) 828-0566 Grein hessi birtist ciður í Fréttabréfi Lœkna 4.tbl. 1994. HEIMILDIR 1. Björnsdóttir US. Leit að námsstöðu vestanhafs. Læknablaðið/Fréttabréf lækna 1993; 11(1): 19-20. 2. Wiboltt, KS. Kunsten at blive læge i USA. (1993) Ugeskrift for Læger 1993; 155(43): 3532-4. 3. Hákonarson H. Samantekt um atriði er lúta að búferlaflutningum til Bandaríkjanna. Upplýsingamappa F.U.L. um framhaldsnám í Bandaríkjunum. 44 LÆKNANEMINN 2 1994 47. árg.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.