Læknaneminn - 01.10.1994, Síða 52

Læknaneminn - 01.10.1994, Síða 52
registration ) líkt og Bretar og þegnar EB-landa. Að auki þurfa Islendingar ekki lengur atvinnuleyfi til að ráða sig í námsstöður eða önnur störf á Bretlandseyj um. Makar geta því ráðið sig í vinnu án þess að sækja um atvinnuleyfi. Einnig er rétt að nefna að hið rnikla vinnuálag sem hefur loðað við námsstöður í Bretlandi fer minnkandi. Frá og með 1. apríl 1993 tók giidi sú regla að meðalviðvera læknis í námsstöðu megi ekki vera lengri en 72 klst. á viku. Enn hafa þó ekki öll sjúkrahús náð að uppfylla þessi viðmið, en þróunin verður vart stöðvuð. Ljóst er þó að áframhaldandi stytting við-veru unglækna mun krefjast endur- skipulagningarheilbrigðiskerfisins (National Health Service-NHS) og hafa í för með sér aukið álag á sérfræðinga. Afkoma breskra lækna í námsstöðum er viðunandi og hefur batnað talsvert á síðustu áratugum. Menn eiga því að geta framfleytt fjölskyldum sínum skammlaust í flestum tilvikum. HVERNIG BERA MENN SIG AÐ? FYRSTA SKREFIÐ Þegar áhugi á framhaldsnámi á Bretlandseyjum hefur vaknað er rétt að fræðast um nám og lífskjör þar með þ ví að spj alla við einhverja þeiira breskmenntuðu lækna sem eru starfandi hér á landi. Rétt er og að lesa vandlega það fræðsluefni sem til er í möppu FÚL um framhaldsnám. Gera skal ráð fyrir að u.þ.b. eitt árgeti liðið frá því bréfaskr'iftir hefjast þar til framhaldsnám getur hafist. Sé sérfræðingur nýkominn heim úr námi í þeirri grein sem vekur áhuga er rétt að leita sér upplýsinga hjá honum, ellegar skrifa mönnum í framhaldsnámi í greininni ytra, ef einhverjir eru. Námsstöður fyrir lækna er lokið hafa kandídatsári (Senior House Officer , Registrar) eru auglýstar í fylgiriti British Medical Journal. Rétt er þó að hafa varann á og hlaupa ekki í auglýstar stöður nema tryggt sé að þær séu hluti af skipulögðu framhaldsnámi (rotation). Þar sem breskir læknar þekkja því miður almennt ekki hið góða orðspor sem víða fer af íslenskum læknum, er rétt að kanna hvort persónuleg tengsl hafi skapast milli íslenskra lækna og yfirmanna breskra háskóladeilda. Skynsamlegt er að senda með fyrirspurnum um framhaldsnám (til dæmis varðandi auglýstar stöður og möguleika á stöðu eða viðtali vegna stöðu) yfirlit ummenntun, starfsferil, félagsstörf ogritsmíðar(curriculum vitae-c.v.)(4). Góðmeðmæli byggð á persónulegum tengslum og rannsóknarstörf vega líklega þy ngst þegar um stöður á háskóladeildum er að ræða. Rétt er að senda einnig bréf frá meðmælanda ef persónulegum tengslum hans og hlutaðeigandi yfirmanns er til að dreifa, ellegar geta að minnsta kosti tveggja manna sem hægt væri að hafa samband við bréfleiðis (póstbréf eða símbréf) og væru reiðubúnir til að gefa meðmæli. Rétt er að gera ráð fyrir að þurfa að mæta í viðtal ytra vegna stöðuumsóknarnema þeim mun betri tengsl séu milli íslenskra samstarfsmanna og hlutaðeigandi deildar. NÆSTA SKREF Þegar ákvörðun hefur verið tekin um framhalds- nám á Bretlandi eða að fenginni námsstöðu með góðum fyrirvara (lágmark þá fjórir til sex mánuðir) er rétt að skrifa til General Medical Council (GMC-sjá heimilisfang EES-deildar í viðauka) og óska eftir eyðublaði vegnaskráningar(applicationformforfull registration in accordance with the EEA-Agreement and Directive 93/16/EEC). Allt að mánuður getur liðið frá því slíkt bréf er sent þar til gögnin berast til baka. KRÖFUR Þær kröfur sem GMC gerir til ,,full registration" eru eftirfarandi: 1) Greiðsla skráningargjalds með ávísun (135 pund árið 1994). 2) Fylla út umsóknareyðublað FR7 (fylgirgögnum frá GMC). 3) Fylla út upplýsingaeyðublað þar sem annars vegar er spurt um atriði eins og nafn, kyn, fæðingardag og þjóðerni, hins vegar um starfsreynslu síðustu tveggja ára. 4) Senda þarf vegabréf til GMC til að sanna íslenskt þjóðerni. Aðrar sannanir eru ekki teknar gildar. Senda það í ábyrgð og er það sent á sama hátt til baka. Fari svo ólíklega að það týnist er hægt að fá nýtt hjá lögreglustjóraembættinu (kostar 4000 kr). 5) Senda þarf frumrit (ekki vottað ljósrit) íslensks prófskírteinis frá HI (Cand med et chir skjalið) og vottaða þýðingu þess frá skrifstofu læknadeildar. 6) Fá staðfestingu í Heilbrigðisráðuneyti á að kandídatsári hafi verið lokið með fullnægjandi hætti 46 LÆKNANEMINN 2 1994 47. árg.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.