Læknaneminn - 01.10.1994, Page 58
ASTMI I
NÝJUNGAR UM ASTMA - MEINAFRÆÐI
Unnur Steina Björnsdóttir
Astmi einkennist af flóknu samspili frumna og
boðefna sem leiðir til bólgu, bjúgs, slímmyndunar og
þrengsla í öndunarvegi. Bólgubreytingarnar valda
berkjuteppu og auðreitni (hyperresponsiveness) í
öndunarvegi. Hér verður fjallað um meinafræði astma.
í næsta hefti (l.tbl. 95) verður þessi þekking síðan
nýtt til þess að meta hvaða meðferð sé best fyrir
astmasjúklinga.
Bólgubreytingar í öndunarvegi
Helstu einkenni astma eru:
1. Breytileg mæði og öndunarteppa
(með eða án meðferðar).
2. Bólgubreytingar í öndunarvegi.
3. Auðreitni við ýmsu áreiti, t.d. kulda, áreynslu og
tóbaksreyk.
Fyrir nokkrum árurn var talið að berkjuteppa hjá
astmasjúklingum stafaði fyrst og fremst af samdrætti
sléttra vöðva í öndunarvegi. Nú hefur komið í ljós að
ónæmiskerfið gegnir mun miklivægara hlutverki. Hér
er t.d. átt við bólgufrumur, boðefni og sérhæft
taugakerfi í slímhúð öndunarvegar (Mynd 3).
Bólgusvörun í öndunarvegi astmasjúklinga líkist
öðrum bólgusjúkdómum hvað bólgufrumuíferð og
vefjabreytingar varðar. Hér má nefna iktsýki og aðra
bandvefssjúkdóma. Því hafa svipuð lyf verið notuð
við astma og fyrrgreinda sjúkdóma, svo sem
bólguhemjandi lyf (sterar)og frumuhemjandi lyf (
t.d. methotrexate, auronofin (gull) og cyclosporin A).
Síðastnefndu lyfin eru aðeins notuð við meðferð á
sjúklingum með slæman astma og þá oftast sem hluti
af tilraunameðferð.
Höfundur er sérfrœðingur í lyflækningum,
ofnœmissjúkdómum og ónœmisfrœði.
Ýmsar frumur valda og viðhalda bólgu í
öndunarvegi. Þær mikilvægustu eru mastfrumur,
eosinófílar, neutrófílar, átfrumur (macrophagar) og
eitilfrumur (lymfócytar). Upphafsáreiti, t.d. návist
sjúklings með kattarofnæmi við kött, hlaup úti í
miklum kulda o.s.frv., ræsir mastfrumur, átfrumur
og þekjufrumur. Þessar frumur losa þá ákveðin
frumuboðefni (cytokin), sem aftur kalla á og ræsa
aðrar frumur, t.d. neutrófíla, eosinofíla, mónócyta og
lymfócyta. Samspil þessara frumna er lykilatriði í
síðara bólgusvari. Komið hefur í ljós beint samband
milli fjölda eosínofíla og T-frumna í blóðrás og
öndunarvegi og hversu slæmur astminn er.
Alleiðingar bólgusvars íöndunarvegi (Myndl)eru
m.a. þessar:
1. Yfirborðsþekja berkjunnar flagnar og eyðilegst.
2. Vöðvatónus íöndunarvegi eykst vegnabreytinga
í sjálfvirka taugakerfinu.
3. Starfsemi slímkirtla og bifhára breytist.
4. Sléttir vöðvar í öndunarvegi dragast auðveldar
saman við áreiti (hyperresponsi veness).
Þessar breytingar hrinda af stað vítahring þar sem
eosínófílar, mastfrumur, átfrumur og þekjufrumur
eru í hlutverki bólgufrumna. Einnig framleiða
frumurnar sjálfar ákveðin prótein eins og frumu-
boðefni (cytókín) sem viðhalda bólguferlinu.
Bólgumyndunin leiðir til flögnunar á þekjulagi
berkjunnar. Afleiðingin er aukið gegndræpi ýmsra
ofnæmisvaka og ertiefna. Taugaendar sem áður voru
þaktir yfirborðsþekju eru nú berskjaldaðir og
auðreitanlegir. Því meira sem bólgusvarið og
þekjurofið er, því minni ertingu þarf til að valda
samdrætti í öndunarvegi.
Unnt er að mæla fyrrgreinda "auðreitni" í
öndunarvegi með svokölluðu metakólín- eða
52
LÆKNANEMINN 2 1994 47. árg.