Læknaneminn - 01.10.1994, Page 72
Mynd 2: David Daniel Palmer (1845-1913).
hafa mjög greiðan aðgang að þeim. Aðrar mynd-
greiningaraðferðir hafa ekki náð sömu útbreiðslu en
eðlilega geta t. d. sneiðmy ndir og segulómun oft komið
að miklum notum. Hérálandieru rannsóknir gerðar
í samráði við lækna og skoðun mynda á hendi
röntgenlækna. Á íslandi nýtist kunnátta kírópraktora
til myndatöku og geislagreiningar því lítt.
Meðferð byggir á þeirri greiningu sem sjúkrasaga,
skoðun og rannsóknir leiða tii. Meðferð meina í
stoðkerfinu felst í því að draga úr sársauka, t.d. með
ís og nuddi. Til þess að bæta starfsemi (function)
stoðkerfisins beita kírópraktorar einkum svokallaðri
„manipulation“ (sjá síðar) en einnig liðlosun (mobi-
lisation). Endurhæfing er þriðja stig meðferðarinnar.
Þá er sjúklingnum leiðbeint um líkamsþjálfun ofl.
Forvarnarstarfi sinna kírópraktorar einkum með
fræðslu af ýmsu tagi t.d. um hreyfingu, líkamsburð og
-beitingu en einnig um mataræði, svefn og aðra hvfld
eða slökun.
Mynd 3: Bartlet Joshua Palmer (1882-1963).
„HREYFIMEIN“
(FIXATION, SUBLUXATION)
Kenningar kírópraktora grundvallast á tilveru
hreyfimeins sem kallað hefur verið „fixation “ og
áður „subluxationEkki hefur ennþá tekist að sýna
á fullnægjandi hátt fram á eðli hreyfimeinsins. Það
hefur verið skilgreint sem „óeðlileg tengsl liðflata
sem geta haft árif hreyfifrœðilega eða taugalífeðlis-
frœðilega, áþá hluta líkamans sem eru ítengslum við
liðinn“2. Um starfrænt fyrirbrigði er að ræða sem
lýst hefur verið með orðum eins og „pathophysiology
og pathobiomechanics “ (sjá nánar síðar).
Læknar munu hafa notað orðið „ subluxation “ í
sömu merkingu og kírópraktorar á síðustu tveimur
öldum7 en þróunin þeirra á meðal orðið sú að orðið er
nú einungis notað yfir liðskekkingu (incomplete dis-
location), semalltaf sést áröntgenmynd. Hreyfimein
það sem hér er átt við sést hins vegar sjaldnast á
röntgenmynd þar sem um starfrænt fyrirbrigði er að
ræða án breytinga í beini eða á afstöðunni milli beina
(„lœknisfræðileg“ subiuxation eða Iuxation). Með
hitamyndatöku er hugsanlegt að sjá megi merki um
meinið og einnig hefur leiðnimæling á yfirborði
66
LÆKNANEMINN 2 1994 47. árg.