Læknaneminn - 01.10.1994, Page 73
húðarinnar verið reynd í Bandaríkjunum. I Bretlandi
hafa Anglo-European College of Chiropractic og
Oxford University haft samvinnu um þróun röntgen
kvikmyndatækni en ekki náð viðhlýtandi árangri
ennþá.
„MANIPULATION“
Ég hef kosið að nota orðið „manipulation“ hér
fremur en „hnykking". Orðið hnykking gefur til
kynna miklar sviftingar og jafnvel aflbeitingu. Það
skýrir því illa það sem því var ætlað að skýra og vekur
ótta hjá mörgum um að meðferðin sé hættuleg. Ég tel
að orðið „liðlosun“ hefði verið heppileg þýðing á
„ manipulation “ en orðið liðkun eðlileg þýðing orðsins
„mobilisation“ („mobilisation" hefur verið kölluð
„liðlosun“ á íslensku).
Þegar manipulation er beitt er bilið milli liðflata
opnað. Liðurinn er færður að mörkum aðfenginnar
hreyfingar (limit of passive range of motion),
teygjumörkum (elastic barrier of resistance), þar sem
NEUTRAL
Active Range
Passive Range
Paraphysiological Space
JOINT RANGES OF MOTION
Mynd4: Við “manipulation” er liðurinnfœrður
að mörkum “passive range of motion”. Þar er
þrýst á með viðbragði og liðurinn þannig fœrður
inn í “paraphysiological space".
mjúkvefir fara að sogast inn á milli liðflatanna vegna
undirþrýstingsins sem þar myndast. Þar er þrýst á
liðinn með örsnöggu viðbragði en mjög lítilli færslu
til þess að opna hann enn frekar inn lífeðlisfræðilega
„ hjáhreyfmgu “ (paraphysiological range of motion).
Við þetta myndast loftbóla (yfir 80% koldíoxíð) úr
liðvökvanum sem springur jafn harðan með
heyranlegum smelli. Liðurinn er ávallt innan
líffærafræðilegra hreyfimarka en meðferðin krefst
aðgátar og mikillar þjálfunar svo sem nærri má geta
(myndir 4,5,6,7,8).
Meðferðarleg áhrif þessa eru ekki að fullu þekkt.
Mierau og samstarfsmenn hans sýndu fram á aukið bil
milli liðflata og aukna beygingu (flexion) hnúaliðar
(metacarpo-phalangeal joint) löngutangar, eftir tog á
liðinn sem nægði til þess að framkalla í honum
brakhljóð8. Svipaðar niðurstöður hafa fengist í
rannsókn á hálsiT
Talið er að ef „mánungi" (meniscoid) í stýriliðum
(uncovertebral joint) brettist upp og klemmist milli
liðflatanna og geti hann valdið liðskekkingu (sub-
luxation). I slíkum tilfellum virðist unntað opna bilið
milli liðflatanna með manipulation og losa þannig um
mánungann og leiðréttahreyfingu- og stöðu liðarins10.
Hugsanlegt er að með manipulation sé hægt að hafa
áhrif á uppbyggingu veíja umhverfis lið sem hefur
orðið fyrir skemmdum, s.s. tognum. I liðbandi sem
grær við hæfilega hreyfingu á sér stað betri niðurröðun
kollagenþráða og grunnefni (matrix) þess verður betur
skipulagt. Þegar skaddaður fósturbandvefur (mesen-
chymal tissue) grær, á sér stað aukning á kollageni af
gerð I en töluvert meiri af gerð III. Kollagen af gerð
III verður mun meira en af gerð I, sem er öfugt miðað
við eðlilegt ástand í liðböndum. Þannig liðband þolir
mun minna álag en óskaddað.
Aðrar vefjabreytingar eru minnkun glycose-
aminoglycan og þar með minnkað vatnsinnihald og
aukin krosstenging mólikúlanna í sködduðu liðbandi.
Aukin samloðun (adhesions) forkollagens leiðir til
samdráttar í vefjum um hreyfiskerta liði, t.d. vegna
þess að liður er spelkaður eða vegna „milliliða
vöðvaspennu “ í hrygg (intersegmental hypertonisity).
Hugsanlegt er að hreyfiskerðing eins og lýst er hér að
ofan sé megin ástæða fyrrnefnds hreyfimeins (fixa-
tion). Slfk stífni getur leitt til vöðvarýrnunar og
lengingar samdráttar- og slökunartíma vöðva".
Standist þessar kenningar er ljóst að mikilvægt er
að meðferð geti hafist sem fyrst. Einnig gefur þetta
LÆKNANEMINN 2 1994 47. árg.
67