Læknaneminn


Læknaneminn - 01.10.1994, Qupperneq 87

Læknaneminn - 01.10.1994, Qupperneq 87
kunnáttu í jurtafræði. Þeir blönduðu einnig saman ýmiskonar miður geðslegum hlutum frá dýraríkinu. Til þess að læknislyf ætti að vera reglulega gott átti það að innihalda mörg efni, eða eins mörg og handbær voru. Því sjaldgæfari efni og þvi ókræsilegri því betri. Þeir notuðu meðal annars molaðar grísatennur og rotið kjöt og fitu, eyrnamerg úr grísaey rum og annnað í þeim dúr. Allt fram á 16. öld höfðu menn mikla trú á lækningamætti slíkra hluta svo sem úrgang frá mönnum og dýrum. Þegar læknirinn hafði sett sína sjúkdómsgreiningu gat hann valið á milli margra ráða. Sum læknisráð virkuðu fljótt, önnur hægt en voru þá gjarnan öruggari.Sum ráð dugðu einungis vissa tíma ársins. Má nefna að sum meðul gegn augnsjúkdómum verkuðu aðeins í fyrsta og öðrum vetrarmánuði en önnur lyf í þriðja og fjórða vetrarmánuði. Erlend nöfn á lyfjum gáfu þeim sérstakt gildi í Egyptalandi til forna, kannski alveg eins og hjá okkur í dag. Lýst er m.a.lyfjum við húðsjúkdómum og krabbameini. Kvensjúkdómar voru meðhöndlaðirmeð margs konar lyfjum. Einnig er lýst lyfjum sem verkuðu vel gegn gránun hára og meira að segja gránun augnhára. Lyf gegn skalla, lyf til að fjarlægja hrukkur í andliti og allskyns fegrunarlyf. A gömlum egypskum múmíum sjást mikil slit á tannkrónunum sem væntanlega koma af því að kornið var malað á mjög frumstæðan hátt og gjarnan sett smámöl saman við til þess að mala kornið betur. Menn trúðu því að tannpína kæmi af því að ormur settist að í tönnunum, sem endaði með því að tennurnar féllu úr. Þótt fundist hafi gervitennur í múmíuhöfðum, er samt ekki rétt að draga þá ályktun að tannlæknalist hafi verið á háu stigi í Egyptalandi. Eftir sérstaka meðhöndlun á gömlum múmíum m.a. að leysa upp vefinn með vissum efnum og síðan undirbúa sneiðar fyrir smásjárskoðanir, hel'ur komið í ljós að Egyptar hafa þegar fyrir 4000 árum hafl samskonar sjúkdóma eins og mannkynið hefur í dag. Hjartasjúkdómar voru t.d. algengir og að minnsta kostieinnafFaraóunum hefurlátistafhjarta-sjúkdómi. Meremta kóngur sem ýmsir trúa að hafi verið sáFaraói, sem getið er í Biblíunni að sýndi svo mikla hörku að Móses lagði á hann og land hans sjö landplágur, hefur haft bólusótt. Á andliti hans sjást greinileg einkenni bólusóttar. Æðakölkun var á þessum tíma algengt fyrirbæri. Hinn mikli stríðskonungur þeirra og stjórnandi Ramses II hefur sennilega þjáðst af æðakölkun. Hann varð þó nærri 90 ára gamall. Múmía hans er betur varðveitt en annarra kóngamúmía í Kairo. Hann hefur haft þykkan rauðan hárlokk í hnakkanum . Nýrnasjúkdómar hafa verið tals vert algengir í Egyptalandi og fundist hefur tilfelli þarsem lungnabólga erdánarorsökin. í Egyptalands- safninu merkilega í Glyptotekinu í Kaupmannahöfn eregypsk mynd, um 3000 ára gömul, sem sýnir fyrsta þekkta tilfellið í heiminum af mænuveiki (polyo- myelitis). Danskurlíffæra-fræðingurávorumdögum hefur sýnt fram á að hægri fótur sjúklingsins hefur veriðummyndaðurafvöldumþessasjúkdóms. Berklar og ýmis gigtarafbrigði herjuðu einnig á mannfólkið á þessum tíma. Á apamúmíum hafa menn fundið einkenni um beinkröm, berkla, gigtsjúkdóma og æxli . Múmíur með vel samansett beinbrot hafa fundist. Þetta staðfestir að egypskir læknar hafa haft þó nokkra kunnáttu í slysameðferð. I merkilegri læknabók frá gamla Egyptalandi kemureinmitt fram lýsing á slíkri meðferð. Þar er einnig rætt um hvort brotin hafi möguleika á að læknast eða hvort það er vonlaust. HIPPOKRATES Það nafn sem hæst ber í sögu læknisfræðinnar frá fyrri tímum er nafn gríska læknisins Hippokratesar. Hann fæddist á eyjunni Kos um það bil 460 f. Kr. Þetta er lítil eyja vestan Litlu-Asíu sem heitir einnig nafninu Staukó. FaðirHippokratesarhétHeraklesog var kominn í beinan karllegg af Asklepeios, sem reisti fyrsta spítala í heimi í Epidaurus á Pelepones- skaga. Móðir Hippokratesar hét Fainarete. Forfeður Hippokratesar voru læknar mann fram af manni og fékk Hippokrates menntun sína frá mörgum þekktum fræðimönnum í Grikklandi, m.a. Demokritosi frá Abderaum, sem kenndi honum heimspeki. Hippokrates mun hafaferðast mjög víða, því sá var háttur lækna á þeim tíma, fara víða um og kynnast annarra manna háttum og siðum. Þennann sið hafa læknar rækt fram á þennan dag. Þegar aldurinn færðist yfir Hippokrates þá settist hann að í Þessalíu og dó í Larissa 377 f. Kr. þá talinn hafa verið 83 ára. Hann átti tvo sonu, Þessalos og Drakon. Maðurdóttur hans hét Polybas og var kennari í læknaskólanum í Kos. Báðir synirnir voru hirð- og líflæknar í Makedoníu. Á þessum tfma stóð menning Grikkja á háustigi. Þávoruuppi ágætirstjórnvitringarsvo sem LÆKNANEMINN 2 1994 47. árg. 77
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.