Læknaneminn


Læknaneminn - 01.10.1994, Blaðsíða 89

Læknaneminn - 01.10.1994, Blaðsíða 89
* • • FAGURT ER I FJORÐUM Jórunn Viðar Valgarðsdóttir Unga kynslóðin í dag er oft kennd við auglýsingar, því við erum alin upp við þvílíka síbylju auglýsinga og slagorða að það hálfa væri nóg. Afrakstur þessa er augljós: við göngum í Levi's buxum, drekkum Tab Extra og Pepsi Max (enda þótt við vitum að mjólk er góð), borðum pizzu í hvert mál og fylgjumst með rómantík Nescafé-nágrannanna af áhuga. Það þarf þ ví engan að undra að eftir nokkurra mánaða heilaþ vott meðslagorðinu “ ísland- sækjumþað heim “reyndist það létt verk að smala saman hópi fólks í sex daga gönguferð um okkar fagra land. Ferðinni var heitið norður í land, nánar tiltekið á skagannmilli Eyjafjarðarog Skjálfanda. Þessiskagi er mér, greinarhöfundi, mjög hjartfólginn. Föðurætt mín er þaðan og þar dvaldi ég mörg sumur í sveit. Nyrsti hluti hans er kominn í eyði, og það fyrir nokkrum áratugum síðan - og er þetta stórkostlegt útivistarsvæði. Áður en ferðasagan hefst ættu lesendur að líta á meðfylgjandi kort og átta sig á hvernig landið liggur: Þarna eru þrír samsíða fjallgarðar sem liggja frá norðri til suðurs, með tveimur jeppafærum dölum á milli. Sá vestari opnast niður í Fjörðurnar (kvk. ft.), en hinn verður að Flateyjardal við sjóinn, og er Flatey þar skammt undan landi. Upphaf göngunnar var á vesturströnd skagans, við útgerðarbæinn Grenivík, og endir hennar í Köldukinn, austanmegin. Skipuleggjendur göngunnar voru, auk greinar- höfundar: Arnar þór Guðmundsson (eiginmaður gr. höf.), Valgarður Egilsson (faðir gr.höf.), Hrólfur Brynjarsson (frændi gr.höf.), EinarÖrn Einarsson og ÓlafurIngimarsson(tengjastgr.höf. vináttuböndum). Markhópurinn var í upphafi skilgreindur sem allir læknanemar ásamt vinum þeirra og ættingjum - semsagt allir velkomnir. Dagsetning göngunnar var ákveðin með margra mánaða fyrirvara svo fólk gæti Höfundur er lœknanemi við LœknadeildHáskóla Islands. samið við vinnuveitendur sína um leyfi. Auglýsingu um ferðatilhögun var dreift til samstúdenta, og brátt urðu símalínur rauðglóandi. Efnt var til “slides - myndakvölds" svo fólk keypti nú örugglega ekki köttinn í sekknum. Enn fremur var farin æfingaferð yfir Fimmvörðuháls til Þórsmerkur skömmu fyrir gönguna miklu og reyndist líkamlegt þrek manna vel viðunandi, þótt hælsæri væru sumum til trafala. Föstudaginn 22. júlí lagði hinn fríði hópur af stað á vit ævintýranna. Veðrið var of gott til að vera satt - háskólafólk á jú að efast um allt - en þetta góða veður var sérlega sannfærandi og elti okkur á röndum næstu vikuna. Þegarnorðurvarkomiðfékkhópurinn gistingu í sumarbústað á vegum Hrólfs, í Skarðsskógi í Dalsmynni. FYRSTI GÖNGUDAGUR Grenivík - Látraströnd - Látur Brottförinni seinkaði umnokkurakademískkortér en að þeim loknum Iagði hinn 27 manna hópur af stað norður Látraströnd. Meðal fólksins ríkti almenn kátína, en ekkert jafnaðist þó á við ferðagleði hundanna tveggja sem í hópnum voru - að þeirra áliti var ferðin farin eingöngu til að skemmta þeim og hófu þeir þegarótímabærasmölunáöllusemkvikt var. Ströndin sjálf er ákaflega gróðursæl og verður gróðurinn meiri eftir því sem norðar dregur, þótt ótrúlegt megi virðast. Undirlendið er mismikið; víða ganga hamrar í sjó fram, en á milli eru víkur með eyðibýlum. Á síðustu öld var þarna rnikil hákarlaútgerð og mætti minnast Hákarla-Sæmundar í því samhengi. Hann var mikið hreystimenni, drakk hákarlalýsi beint úr tunnunni og varð aldrei misdægurt. Stuttu áður en komið er í Látur þarf að krækja upp fyrir Látrakleifar, snarbratta hamra. Slóðin liggur í fjallshlíðinni ofan þeirra og er greiðfær fótvissu fólki að sumri til, en hefur verið stórhættuleg að vetrarlagi. Hin þjóðkunna skáldkona Látra-Björg (1716-1784) LÆKNANEMINN 2 1994 47. árg. 79
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.