Læknaneminn - 01.10.1994, Síða 94

Læknaneminn - 01.10.1994, Síða 94
Mynd 6. Séntilmenn að störfum. farinn veg í bókstaflegri merkingu, því frá Flatey sáust fjöllin sem við höfðum gengið um síðustu daga. Sólin var nærri sest þegar trillan skilaði okkur aftur í land við Jökulsá. Þaðan fengum við far meðjeppum inn að Heiðarhúsum á Flateyjardalshciði. Þar er stór gangnamannakofi sem rúmaði megnið af hópnum. Hinir máttu gjöra svo vel að tjalda. FIMMTI GÖNGUDAGUR Flateyjardalsheiði - Náttfaravíkur Okkurtil mikillarundrunar var lágskýjað og rigning þegar við vöknuðum. Tilhugsunin um að fara með þrjátíu manns yfir háan fjallgarð í slíku veðri var ekki beinlínis uppörvandi. Það kom líka á daginn að margir voru alveg til í að láta fjóra stífa göngudaga nægja í þetta sinn, fara bara suður Flateyjardalsheiði og í SSS þ.e. sund, sumarbústað og siðmenninguna. Það var ellefu manna hópur sem lagði á fjöllin, og í upphafi var útlit fyrir svartaþoku. Eftir 15 mínútna göngu létti skyndilega til, aftur var komin gamla góða rjómablíðan. Okkur sóttist því gangan vel. Við stefndum á skarð norðan Skálavíkurhnjúks (1129m), handan vatnaskilakvaddi ValgarðurEgilsson hópinn og hljóp niður í Heiðarhús þar sem frændi okkar sótti hann. Við tímenningarnir lækkuðum okkur niður Skjálfandaflóamegin; þarna sást til náttúrulegra heimkynna Olafs Ingimarssonar, þ.e. Húsavíkur, einnig Tjömess og Melrakkasléttu. Nú vorum við komin niður í Náttfaravíkur. Islandssagan er líklega öllum í fersku minni - eða hvað? Náttfari kom til Islands með Garðari Svavarssyni: “sleit frá honum mann, ambátt og þrœl’’ segir í Landnámu. Náttfari nam fyrst land í Reykjadal, var síðar hrakinn þaðan af voldugri landnámsmönnum og settist þá að í Náttfaravíkum. Naustavík nefnist ein þeirra. Þarvar búið góðu búi allt til 1952 þegar jörðin lagðist í eyði. Þangað var förinni heitið. Þar stendur gamalt steinsteypt íbúðarhús, tvær hæðir, kjallari og ris, og er gestkomandi bent á að húsið hafi sál og sýna þurfi því virðingu. Við tókum þetta að sjálfsögðu til greina því við vildum allra síst vera vakin af afturgöngum um nóttina. Um kvöldið hlóðum við hinn myndarlegasta bálköst í fjörunni, sátum síðan og höfðum það huggulegt við varðeldinn, hvert um sig með magafylli af pönnukökum a la Hrólfur. SJÖTTI GÖNGUDAGUR Naustavík - Kotadalur - Kaldakinn Þessi síðasta dagleið lá vestan í Bakranga, um Kotadal og Kotaskarð niður að nyrstabæ í Köldukinn, Björgum. Hópurinn varkominn íhörku gönguþjálfun og brunaði áfram af miklum móð. Skref okkar voru þó tregablandin, því hvert þeirra táknaði að endalok þessarar dásamlegu gönguferðar færðust nær. Úr Kotaskarði sáum við vel yfir sveitir og fjöll, m.a. fjöllin við Mývatn, og sjálfa drottningu íslenskra fjalla, Herðubreið. Þegar niður til byggða var komið vorum við sótt og fyrsti viðkomustaður var sundlaugin á Stóru-Tjörnum. Hún varð fljótlega mórauð eins og versta jökulsá. Um kvöldið var haldin heljarinnar grillveisla við sumarbústað Hrólfs í Skarðsskógi. Þetta var lokahóf sem gleymist seint. Fjöllin endurómuðu af söng. Það er fátt sem jafnast á við gönguferð í íslenskri náttúru. Það er niðurstaða okkar ferðalanganna að einni slfkri lokinni. Sækjum Island heim! 84 LÆKNANEMINN 2 1994 47. árg.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.