Læknaneminn - 01.10.1994, Síða 95

Læknaneminn - 01.10.1994, Síða 95
LIF MITT MEÐ "ALNÆMI" HVERNIG ER AÐ GREINAST HIV -JÁKVÆÐUR Percy Benedikt Stefánsson Ég heiti Percy Benedikt og er 47 ára, ég greindist HIV -jákvæður snemma árs 1988. Það var fyrir tilviljun að ég greindist þá. Þessi örlagaríka til viljun varð til þess að ég fékk að vita, fyrr en annars hefði verið, að ég hafði smitast af þessari skæðuveiru, að ég tel, á árinu 1984. Idagerégmjög þakklátur fyrir að hafa fengið að vita um veikindi mín á þessu frumstigi, en greining svona alvarlegs sjúkdóms á auðvitað ekki að vera tilviljun. Þrátt fyrir allan sársauka sem fylgdi og hefur búið innra með mér fram á þennan dag, hefði ég ekki viljað hafa þetta öðruvísi. Þettahefurgefið mértækifæri til að þroskast og kynnast sjálfum mér upp á nýjan leik. I dag segi ég við alla, farið í mótefnamælingu, ef einhver ástæða er til, það er þrátt fyrir allt, alltaf betra að vita. Ég sat á móti lækninum þennan febrúardag 1988, einmana, dofinn og týndur og það eina sem mér datt í hug var dauðinn. Mér var sagt að ég gæti pantað viðtal hjá sérfræðingi, og fengið skýringar á þessum sjúkdómi. Ég þakkaði fyrir mig og fór í vinnuna. Ég hringdi fljótlega í sambýlismann minn og bað hann urn að sækja mig. Ég gat þetta ekki einn. A leiðinni heim ætlaði ég að segja honum frá þessu, en hann horfði bara á mig og sagði, ég veit. Heima gat ég loksins grátið, öskraði af sársauka, éggetekki lýst tilfinningunum, þetta var svo óendanlega sárt. Dagarnir liðu, alltof margir en svo fengum við loksins viðtal við sérfræðing. Hann sagði okkur frá því sem vitað var um alnæmi, og bætti við að ég væri nú ekkert að deyja, ég gæti lifað í mörg ár, en því miður væri ekkert hægt að fullyrða um neitt og engin lækning væri til. Við vorum rólegri, vissum meiraog það sem best var, við höfðum náð sambandi við þekkinguna á þessum sjúkdómi, þótt fyrr hefði mátt vera. Traust samband læknis og sjúklings er mjög mikilvægt. Sjúklingurinn verðurað finnafyriröryggi og fá í upphafi allar upplýsingar sem til eru um mögulegaaðstoðogfræðslu. Miklaáherslu verðurað leggja á það við sjúklinginn að samhliða hefðbundinni læknismeðferð verði að styrkja sig andlega, taka vítamín og stunda líkamsæfingar. En yfirleitt þarf leiðsögn til að þetta verði að veruleika, sjúklingurinn getur þetta ekki einn.. Einnig eru til ýmsar aðrar óhefðbundnar leiðir sem gott er að athuga. Síðast en ekki síst er nauðsynlegt að láta sjúklinginn finna að alnæmi er sjúkdómur, en ekki siðferðisbrestur hjá ákveðnum hópi fólks. Allt er þetta mikilvægt þegar fjallað er um alnæmi, um ólæknandi sjúkdóm, við sjúkling. Ekki er hægt að ofmeta mikilvægi þess að sjúklingur sé í andlegu jafnvægi og finni fyrir öryggi í meðhöndlun. Þetta er allt sérstaklega brýnt vegna þess að félagsleg áhrif alnæmis á hið daglega líf er fyrir marga nær óyfirstíganleg hindrun, þegar ákveða á hvort eigi að fara í mótefnamælingu eða ekki. Upplýsingar og fræðsla um alnæmi hefur því miður ekki skilað sér til almennings, í þeim mæli sem ætlað var. Ég held að staðan sé þannig að fólk viti margt en trúi samt ekki upplýsingunum. Alnæmi erekki tekið alvarlega af stærsta hluta þjóðarinnnar. Fræðslan hefur verið of sveiflukennd, komið í bylgjum. Það hefur að mínu mati ekki tekist að sannfæra almenning um að þetta sé sjúkdómur sem allir geta fengið. Að áhættuhópurinn sé bara einn, við öll. Þess vegna er LÆKNANEMINN 2 1994 47. árg. 85
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.