Læknaneminn - 01.10.1994, Page 100

Læknaneminn - 01.10.1994, Page 100
ÞREK- OG MJÓLKURSÝRUMÆLINGAR Á KÖRFUBOLTAMÖNNUM OG - KONUM Anna Gunnarsdóttir'. Arna Harðardóttir2 og Stefán B. Sigurðsson2. 'LHÍ, 2RHÍ í lífeðlisfrœði. Inngangur: Æfinga-ogkeppnistímabilhjákörfuboltainönnum hérlendis er um 8-9 mánuðir. Litlar sem engar skipulagðar æfingar eru meðal þeirra á hvíldartímabilinu og undir hverjum og einum komið hvernig hann heldur við sinni líkamsþjálfun. Því vakna spurningar um það hvernig og/eða hvort líkamsþol körfu- boltamanna breytist yfir árið, hvort það minnki yfir sumartímann og þeir séu jafnvel hálfan veturinn að vinna sig upp í sama form og þeir voru í á síðasta keppnistímabili eða hvort þeir nái að bæta sig milli ára þrátt fyrir þetta æfingafyrirkomulag. Því var ákveðið að gera framsýna ferilrannsókn þar sem körfuboltamönnum og - konum er fylgt eftir í eitt ár og meta mánaðarlega líkamlegt ástand þeirra á þessu tímabili og fylgjast með breytingum. Það gerum við með þ ví að mæla súrefnisupptöku ásamt því að finna hvar loftfirrði þröskuldurinn liggur, en hann miðast við mjólkursýrustyrkinn 4mmól/l í blóði. Við kynnum hér niðurstöður fyrstu mælinga sem gefa okkur stöðuna eins og hún er í lok keppnistímabilsins. Efniviður og aðferðir: Mælingarnar fóru fram á Rannsóknar- stofu í lífeðlisfræði HÍ. Þáttakendurkomu frá körfuknattleiksdeild Knattspyrnufélagi Reykj avíkur (KR). Mældir voru 9 einstakl ingar úr meistaraflokki karla (meðalaldur 20,4ár) og 10 einstaklingar úr meistaraflokki kvenna (meðalaldur 19,3 ár). Hæð og þyngd voru skráð og gerð fitumæling áhúð (klípumæling; skin fold technique). Lungnastærð var metin með því að mæla nauðöndunarrýmd (FVC) og nauðútöndunarloft (FEV1) með spirometer og hlutfallið þar á milli fundið (FEV%). Þrekmælingin sjálf fór fram á sérbyggðu hjóli (Monark 818) meðstillanlegu álagi. Viðkomandi hjólaði (5- 7 mín á fyrsta álagsstigi og síðan í 3-5 mín á hverju stigi eftir það upp í hámarksáreynslu. Álagsstigin voru 4-5. Fylgst var með hjartsláttartíðni og blóðþrýstingi íhvíld og breytingum á þessum þáttum við vaxandi álag. Útöndunarlofti var safnað þrisvar, í hvíld, við frekar mikið álag og við hámarksáreynslu. Við mældum O^ogCO, meðScholandermælitæki lil aðmetasúrefnisupptöku. Einnig var tekið blóðsýni úr fingri í hvíld og í lok hvers álagsstigs. Við mældum mjólkursýru (lactic acid) með ljósmæli. Út frá þeim mælingum gátum við fundið, við hvaða hjartsláttartíðni og álag mjólkursýruþröskuldurinn liggur. Helstu niðurstöður: HTmax=hámarkshjartsláttartíðni V02max=hámarkssúrefnisupptaka MSÞ(HT)=hjartsláttartíðni við mjólkursýrustyrk í blóði 4mmól/l MSÞ(W)=vinnuafköst í wöttum við mjólkusýrustyrk í blóði 4mmól/l Meðaltal Karlar Konur Hæð 199,9 cm n=9 172,4 cm n=10 Þyngd 82,1 kg n=9 63,4 kg n=10 Fituhlutfall 14,1% n=8 24,8% n=10 FEV% 87,7% n=9 93,5% n=10 HT max 184,9 sl/mín n=9 188,8 sl/mín n=9 VO, max 3,97 L n=8 2,37 L n=8 Þoltala 48,7 ml/kg mín n=8 37,1 ml/kg mín n=8 MSÞ (HT) 165,3 sl/mín n=9 160,8 sl/mín n=10 MSÞ (W) 217,5 W n=9 140,6 W n=10 Ályktun: Hjartsláttartíðnin við mjólkursýruþröskuld mældist lægri en búast mátti við þar sem um íþróttafólk er að ræða. Svo til enginn munur er á hjartsláttartíðninni milli karla og kvenna. Súrefnisupptakan er há hjá körlunum miðað við viðmiðunartöflur en þar sem meðalþyngd þeirra er meiri fá þeir þoltölu einungis í meðallagi. Súrefnisupptaka og þoltala kvennanna reyndist vera í meðallagi. Þessar niðurstöður benda því til að þolástand körfuboltamanna og -kvenna hérlendis sé einungis í meðallagi í lok keppnistímabils. Því er hugsanlegt að aðrir þættir svo sem tækni og útsjónarsemi skipti meira máli en gott þolástand til að ná árangri í körfubolta.Verður því mjög áhugavert að fylgja þessu áfram og sjá hvort og þá hvaða breytingar á Iíkamsástandi koma fram yfir árið. NOTKUN SÝKLALYFJA Á LANDSPÍTALA. Arnar Þ. Guðiónsson'. Karl G. Kristinssorí1, og Sigurður Guðmundsson2. 'LHI, 2Lyfjadeild og sýkladeild Lsp. Inngangur: Um 20-25% lyfjakostnaðar apóteka stærri sjúkrahúsahérlendiser vegnasýklalyfja. Rannsóknirfránálægum löndum benda til að um 40-70% sýklalyfjaávísana á stærri kennslu- sjúkrahúsum sé ábótavant. Litlar upplýsingar liggja fyrir um hvernig þessu er háttað hérlendis. Við könnuðum því ávísanir á sýklalyf um 4 vikna skeið á ýmsum deildum Landspítala. Aðferðir: Efniviður var útskrifaðir sjúklingar á lyflækninga- , handlækninga-, krabbameins- og kvennadeild Landspítalans, að undanskildum fæðinga- og meðgöngudeild á tímabilinu 28. mars til 2. maí 1994. Innlagðir sjúklingar voru greindir skv. sjúklingabókhaldi spítalans. Einn höfunda (AÞG) fylgdist með þeim rannsóknartímann og skráði upplýsingar sem að rannsókninni lutu við útskrift. Þannig hafði rannsóknin sjálf engin áhrif á val meðferðar. Auk aldurs og kyns voru skráðir fyrri sjúkdómar, ábending sýklalyfjameðferðar (þ.á.m. meðferð eða vörn), val lyfs, skammtur, hvort og hvaða ræktunarsýna var aflað fyrir meðferð, lengd meðferðar, lyfja-breytingar, eftirlit, o.s.frv. Metið var hversu viðeigandi meðferðin var. Upplýsingar voru færðar á tölvuforrit, en persónuupplýsingum eytt áður. Rannsóknin var samþykkt af siðanefnd spítalans. Niðurstöður: Á rannsóknartímabilinu útskrifuðust 611 sj. á deildunum sem til athugunar voru. Þar af tókst að hafa uppá sjúkraskrám 519 þeirra eða um 85%. Af þeim fengu 174 (34%) sýklalyf. Lyf í meðferðarskyni fengu 138 (79%), 52 (30%) í varnarskyni vegna skurðaðgerðar og hvorutveggja 16 (9%). Helstu ástæður varnarmeðferðar voru; kransæðaaðgerðir 13 (25%), bæklunaraðgerðir 10(19%). Algengustu sjúkdómar meðhöndlaðir með sýklalyfjum voru: þvagfærasýking 37 (27%), lungnabólga 20 (14%), húðnetjubólga 13 (9%), blóðsýking 11 (8%). Sýna til ræktunar var aflað fyrir meðferð í 79% tilvika. Lyf sem mest voru notuð í meðferðarskyni voru: 2. kynsl. cephalosporin 36 sj. (26%); ampicillin20sj. (15%);metronidazol 19 sj. (14%);amínóglýkósíð 14 sj. (10%); penicillin 14 sj. (10%); 3. kynslóð cephalosporin 14 sj. (10%). Lyf sem mest voru notuð í forvarnarskyni voru: cloxacillin 24 sj. (46%); 2. kynslóðcephalosporin 13 sj. (25%); 1. kynslóð cephalosporin 8 sj. (15%). Meðferðarlengd var a.m.t. 8.6 dagar (vikmörk: 1-47 d.), en varnarmeðferð var a.m.t. beitt í 1,4 daga (vikmörk: 1-4 d.). Meðferð 85 sj. (49%) var talin rétt, 72 sj. (41%) ábótavant og 10 sj. (10%) beinlínis röng. Af sýkla- lyfjaávísunum á lyfjadeild voru 40% rangar eða ábótavant, en á skurðdeild 60%. 90 LÆKNANEMINN 2 1994 47. árg.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.