Læknaneminn


Læknaneminn - 01.10.1994, Qupperneq 102

Læknaneminn - 01.10.1994, Qupperneq 102
UMFERÐARSLYS, SYFJUSJÚKDÓMAR OG ÁFENGISSÝKI Biörn Guðmundur Snær Biörnsson'. Kristinn Tómasson1, Hrafnhildur ReynisdóttiH og Þórarinn Gíslason2. 'LHl, 2Rannsóknarstofa geðdeildar Lsp. Inngangur: Umferðarslys eru algengasta einstaka dánarorsök ungs fólks í dag og bendir margt til þess að mörg þeirra alvarlegri sé að rekja til sjúkdóma s.s. syfjusjúkdóma og áfengissýki. Til að komast að heilsufarslegum áhættuþáttum umferðarslysa var gerð á vegum Rannsóknastofu geðdeildar og Umferðarráðs tilfella- viðmiða rannsókn þar sem tókst að finna tvo hópa sem voru í áberandi meiri áhættu en aðrir á að lenda í slysum. Þá var hægt að auðkenna annars vegar með spurningu um hvort viðkomandi hefði næstum lent í umferðarslysi vegna eigin syfju við stýri og hins vegar með CAGE skimspurningum fyrir áfengissýki og áfengismisnotkun. I kjölfar þess var farið út í aðra rannsókn þar sem féiagsaðstæður, heilsufar, áfengisnotkun og einkenni um syfjusjúkdóma voru skoðuð nákvæmlega meðal þessara áhættuhópa í samanburði við viðmiðunarhóp. Framkvæmd: Þátt tóku 324 einstaklingar úr fyrri rannsókn, fleiri karlar en konur þar sem þeir voru algengari í áhættuhópunum. Sendir voru spurningalistar og svefnskrár til þáttakenda í lok apríl og ýtt á eftir með tvennum ítrekunum. 30. maí höfðu borist 151 spurningalisti og eru niðurstöður byggðar á þeim. Athuga þarf við túlkun niðurstaðna að karlar eru algengari í áhættuhópunum, meðalaldur er hæstur í hópi þeirra sem næstum höfðu sofnað við stýri (syfjuhóps) og lægstur í hópi þeirra sem voru jákvæðir á CAGE prófinu (CAGE hópur). Niðurstöður: Ekki varteljandimunuráfélagslegumaðstæðum hópanna en einstaklingar í sy fjuhóp voru frekar ráðsettari en aðrir, unnu meira og voru fleiri í sambúð. Cage hópur virtist frekar í námi og haldast síður á vinnu. Áhættuhóparnir höfðu lent í mun fleiri umferðaróhöppum og næstum umferðaróhöppum, sérstaklega syfjuhópur en þeir kvörtuðu líka oftar um erfiðleika vegna sy fju að degi til. CAGE hópur stundaði frekar næturvinnu og hafði ríkari tilhneygingu til að lenda í slysum á nóttunni en aðrir. CAGE hópur notfærði sér heilbrigðisþjónustu mun meira en aðrir, sérstaklega slysavarðsstofu en einnig heimilislækna og sérfræðinga og komu oftarááfengisdeildir. Syfjuhópurhafðióljóseinkenniumalmenna vanlíðan en voru sjaldnar í meðferð vegna sjúkdóma. CAGE hópur neytti oftar og meira áfengis og annarra fíkniefna en aðrir og slösuðust oftar undir áhrifum áfengis. Ályktanir: Gæði CAGE sem skimprófs miðað við DSM-III-R skilyrði reyndist svipuð og mælt hefur verið erlendis þrátt fyrir að tvö ár liðu frá greiningu sem CAGE jákvæðir til staðfestingar á áfengissýki. Næmið mældist 62% og sértæki 91%. Ekki verður betur séð af ofansögðu en að áhættuhóparnir sem fundnir voru með áðurnefndum spurningum hafi ýmis einkenni sjúkdóma umfram samanburðarhóp sem varpað gætu ljósi á aukna hættu þeirra til að lenda í umferðarslysum. Frekari úrvinnsla, s.s. úr skimspurningum fyrir syfjusjúkdóma, bíður betri svörunar. HEILAHIMNUBÓLGA HJÁ FULLORÐNUM Á ÍSLANDI 1975 TIL 1993. Brvndís Sieurðardóttir'. Olafur Móir Biörnsson'. Kristín E. Jónsdóttir2, Helga Erlendsdóttir2, Siguröur Guðmundsson2. 'LHI, 2Sýkla- og lyflækningadeild Lsp. Inngangur: Heilahimnubólga er alvarlegur sjúkdómur sem hefur háa dánartíðni þrátt fyrir tilkomu öflugra sýklalyfja. Sjúkdómurinn er algengastur hjá börnum en er einnig alvarlegt vandamál hjá eldri ein-staklingum. Lítið hefur verið fjallað um sjúkdóminn hjá unglingum og fullorðnum sérstaklega. Einn höfunda (KJ) hefur haldið skrár um og safnað bakteríustofnum sem greinst hafa í aðsendum blóð- og mænuvökvasýnum úr fólki með heilahimnubólgu sem borist hafa Sýkladeild Landspítalans frá öllum sjúkrahúsum landsins. Aðferðir: Upplýsingar um sjúkdómsferil fólks 10 ára og eldri sem greindist með bakten'uheilahimnubólgu eða meningó- kokkablóðsýkingu á árunum 1975 til 1993 voru fengnarúrskrám sýkladeildar og sjúkraskrám. Niðurstöður: Alls fundust 139 sjúklingar með samtals 141 tilfelli. Nýgengi sjúkdómsins var 1,1 til 7,7 per 100.000 íbúa á ári eða að meðaltali 3,7/100.000 íbúa á umræddu tímabili. Langalgengasta orsök sjúkdómsins var N. meningitidis (67%) í öllum aldurshópum, en þar næst S. pneumoniae (13%) og H. nfluenzae (3%). Tfðni N. meningitidis sýkinga lækkaði þó mark- tækt hjá eldri aldursflokkunum (89% í 29%, p<0,001) á meðan tíðni S. pneumoniae jókst (3% í 34%, p<0,001) en tíðni H. influenzae hélst óbreytt. Einungis fundust þrír sjúklingar sem höfðu sýkst á spítala, tveir þeirra í kjölfar aðgerða. Fimm tilfelli reyndust vera endurtekin (recurrent). Dánar-tíðni af völdum heilahimnubólgu var að meðaltali 13% og breyttist ekki marktækt á tímabilinu. Hærri dánartíðni var hjá sjúklingum eldri en 60 ára (35%) en þeim yngri (9%, p<0,01); og ennfremur hjá sjúklingum með bælt ónæmiskerfi (50%) miðað við þá sem höfðu eðlilegt ónæmiskerfi fyrir (9%, p<0,001). Einhvern undirliggjandi sjúkdóm höfðu 27% sjúklinganna þegar þeir sýktust. Á fyrstu sex árum tímabilsins fengu 58% sjúklinganna penicillin eða ampicillin f upphafsmeðferð, en einungis 19% á seinustu sjö árum. I staðinn fengu 49% þeirra 3. kynslóðarcephalosporin sem upphafsmeðferð. Ályktanir: Meningokokkar eru algengastu orsakavaldar heilahimnu-bólgu í unglingum og fullorðnum hér á landi. Dánartíðni hefur nánast ekkert breyst og er enn há. Fæstir sjúklinganna höfðu undirliggjandi sjúkdóm, og spítala- heilahimnubólgur eru nánast óþekktar hér á landi. Upphafs- lyfjameðferð nú er oftast 3. kynslóðar cephalosporin en var áður penicillin eða ampicillin. MARFANS HEILKENNI Á ÍSLANDI. Einar Örn Einarson'. Haraldur Sigurðsson2, Ragnar Danielsen3 og Einar Stefánsson2. 'LHI, 2Augndeild Lkt, 'Lyflœkningadeild Lsp. Inngangur: Heilkenni Marfans er bandvefssjúkdómur sem erfistókynbundiðríkjandi. Hann leggstaðallegaáhjarta/æðakerfi, augun og stoðkerfið. Úttekt á Marfans heilkenni hefur aldrei verið 92 LÆKNANEMINN 2 1994 47. árg.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.