Læknaneminn - 01.10.1994, Page 109
augnristil. Helstu augnvandamálin voru conjunktivitis (57%),
keratouveitis (28.6%), keratitis (7%) og iridocyclitis (7%). Af
þeim 14semfengu augnristilhöfðu 10(71%)útbrotánefieðasvo
nefnt Hutchinson’s sign, en af þeim sem ekki fengu útbrot á nefið
(32) fengu 3/5 (9-16%) augnristil.
Verkir voru til staðar hjá 13 af 36 sjúklingum (36%) við 1
mánuðfráupphafiútbrota, 1 af39(3%)við3mánuði, 1 af38(3%)
við 6 mánuði og hjá 1 af 32 (3%) við 12 mánuði.
Meðferðarmynstrið var þannig að 7 (17%) fengu kerfisbundna
veirulyfjameðferð og af þeim einn í ráðlögðum skömmtum.
Staðbundna veirulyfjameðferð fengu 16 (38%) sjúklingar, og af
þeim hafa 70% verið í augun. Þeir sem fengu enga meðferð voru
8 (19%) en þeir sem fengu enga meðferð, verkjalyf, sýklalyf eða
róandi lyf voru 21 (50%).
Samantekt og ályktanir: Hingað til hafa upplýsingar um
algengi og alvarleika augnvandamála hjá sjúklingum með ristil á
augnsvæði grundvallast á afturvirkum rannsóknum eða völdum
sjúklingum. Þar virðist algengi augnvandamála vera að einhverju
leitiofmetið.Þessirannsóknerumfangsmestaframvirka athugunin
sem gerð hefur verið og því má ætla að hún gefi marktækar
upplýsingar. Okkar niðurstöður sýna að einungis 33% sjúklinga
með ristil á augnsvæði fá kliniskt greinanlega sýkingu í auga
(augnristil) og þar af verða 71 % þeirra einungis fyrir tímabundinni
augnbólgu og 29% fyrir varanlegum augnskaða (keratouveitis,
keratitis, iridocyclitis). Tíðni varanlegra augnskemmda virðist
því vera 12% meðal sjúklinga með ristil á augnsvæði.
ÁHRIF AFURÐA EITILFRUMNA Á VÖXT OG
HEGÐUN BRJÓSTAKRABBAMEINSFRUMNA
Hrólfur Brvniarsson'.
Helga M. Ögmundsdóttir2, Kristrún Ólafsdóttir3.
'LHÍ, 2Rannsóknarstofa Krabbameinsfélags Islands í sameinda
og frumulíffrœði, RiII í meinafræði.
Inngangur: Iferð eitilfrumna í brjóstakrabbameinsæxli er
algeng, en áhrif þessa á vöxt æxla hefur á hinn bóginn ekki verið
skýr. Sýnt hefur verið fram á vaxtarörvandi áhrif eitilfrumna á
brjóstakrabbameins-frumur í rækt, og að vaxtarörvunin var í
jákvæðu sambandi við tjáningu æxlisfrumnanna á vefja-
flokkasameindum af flokki I. Enn fremur benda upplýsingar til
þess að krabbamein með bæði vefjaflokkasameinda-jákvæðar og
-neikvæðar æxlisfrumur geti sagt til um verri horfur sjúklings.
Þetta hefur leitt til þeirrar kenningar að æxlisfrumur sem eru
jákvæðar m.t.t. vefjaflokkasameinda af flokki 1 gætu örvað
eitilfrumur til losunar á vaxtarörvandi þáttum, sem aftur myndu
örva þær æxlisfrumur sem ekki tjá vefjaflokkasameidir til vaxtar.
Efni og aðferðir: I upphafi voru brjóstakrabbameins-
frumulínurnar: MCF-7, ZR-75-1 og T-47-D og bandvefsfrumu-
línurnar 1771 og 1863, litaðar fyrir B2M, en B2M er hluti
vefjaflokkasameindar af flokki I. Þessi litun var notuð sem
mælikvarði á tjáningu frumnanna á vefjaflokkasameindunum.
Þvínæst voru eitilfrumur einangraðar úr blóðgjafarblóði og þær
settar í samrækt með brjóstakrabbameinsfrumum og band-
vefsfrumum, þar sem eitilfrumurnar voru hafðar tífalt fleiri. Sem
jákvæð viðmiðun voru eitilfrumur ræktaðar með þekktu
vaxtarörvandi efni (PH A), en eitilfrumur í eintómu æti hafðar sem
neikvæð viðmiðun. Þvínæst voru eitilfrumurnar einangraðar úr
samrækktinni og ræktaðar einar sér í sólarhring. Jafnframt var á
þessu stigi tekinn “afleggjari” af öllum eitilfrumunum og
thymidinupptaka þeirra mæld, sem mælikvarði á örvun þeirra. Að
lokum var flotið af þeim hirt og vaxtarörvandi áhrif flotsins
athuguð á nokkrum brjóstakrabbameinsklínum: MCF-7, ZR-75-
1 og MDA-MB-231. Fylgst var með vexti frumnanna í nokkra
daga og mælikvarði á vöxt fenginn með því að telja fjölda þeirra
á nokkrum flatarmálseiningum undir smásjá og meðaltal þeirra
talninga fundið. Að auki voru myndir teknar.
Niðurstöður: Litun fyrir B2M sýndi mismikla tjáningu meðal
frumutegundanna. Mesta tjáningu sýndu bandvefsfrumurnar.
Brjóstakrabbameinslínan ZR-75-1 sýndi litla sem enga tjáningu,
en MCF-7 og T-47-D sýndu nokkra tjáningu. Niðurstöður fyrstu
tilraunar gáfu vísbendingu um vaxtarörvun krabbameins-
frumulínunnar MDA-MB-231 fyrir tilstuðlan flots af eitilfrumum
örvuðum af línunni T-47-D, sem og vaxtarörvun krabbameins-
línunnar MCF-7 fyrir tilstuðlan flots af eitilfrumum örvuðum af
MDA-MB-231 og T-47-D. Seinni tilraun sýndi fram á vaxtarörvun
MDA-MB-231 við að fáflot af óörvuðum eitilfrumum, sem og af
floti af eitilfrumum örvuðum af PHA, bandvefsfrumum og
krabbameinsfrumulínunum MCF-7, MDA-MB-231 og ZR-75-1
(minnst örvun af völdum þeirrar srðastnefndu).
Ályktanir:
1) Niðurstöðurnar benda ekki til jákvæðs sambands milli
vefjaflokkatjáningar þeirra frumna sem örva eitilfrumurnar, og
örvunar þeirrasíðarnefndu. Þarnahefureflaust sú staðreynd haft
áhrif að frumurnar sem settar voru í samrækt voru úr ýmsum
einstaklingum og því tilviljunum háð hve mikill munur hefur
verið á vefjaflokkasameindum frumnanna.
2) Niðurstöðurnar styðja þá tilgátu að eitilfrumur seyti
vaxtarörvandi þáttum eftir samrækt með öðrum frumum.
3) Samband tjáningar vefjaflokkasameinda af flokki I á
frumunum sem voru í samrækt með eitilfrumunum, og seytrun
vaxtarörvandi þátta þeirra síðarnefndu er ekki ljóst af þessum
niðurstöðum, en sjá má vísbendingu í þá átt að um jákvætt
samband kunni að vera þar á milli.
4) Sökum ónógra niðurstaðna var ekki unnt að meta tjáningu
vefjaflokkasameinda þeirra frumna sem flot eitilfrumnanna var
prófað á, m.t.t. vaxtarörvunar.
EITRUNARSLYS BARNA í REYKJAVÍK.
Ineibiöre Biarnadóttir'.
Brynjólfur Mogensen2, Atli Dagbjartsson2, Arni Þórsson4.
'LHÍ, 2Slysadeild Bsp, 3Barnadeild Lsp, ABarnadeild Lkt.
Inngangur: Barnaslys eru algeng á Islandi, mun algengari en
í nágrannalöndunum. Eitrunarslys barna 0-14 ára voru algeng, en
þeim virðist hafa farið fækkandi undanfarin ár. Talið er að
fækkunin sé að einhverju leyti að þakka betra forvarnarstarfi, þ.e.
fræðslu um skaðsemi lyfja og ýmissa annarra efna sem geymd eru
á heimilum, betri geymslu þessara efna og barnheldari umbúðum.
Tilgangur þessarar athugunar var að kanna hvort og þá hve mikið
eitrunarslysum barna 0-14 ára hefði fækkað árið 1993 miðað við
árið 1984; og jafnframt að skoða mynstur eitrananna árið 1993.
Efniviður og aðferðir: Gerð var tölvuleit að þeim 0-14 ára
börnum með lögheimili í Reykjavík., sem komu inn vegna eitrunar
LÆKNANEMINN 2 1994 47. árg.
99