Læknaneminn - 01.10.1994, Side 116

Læknaneminn - 01.10.1994, Side 116
TÝPU-II AF SYKURSÝKI MEÐAL ÍSLENSKRA KARLA OG KVENNA Sieurión Vilberesson'. Gunnar Sigurðsson2, Astráður B. Hreiðarsson3, Helgi Sigvaldason4, Nikulás Sigfússon5. 'LHI, 2-5Rannsóknarstöð Hjartaverndar, 'Göngudeild sykursjúkra Lsp, 4Verkfræðiskrifstofa Helga Sigvaldasonar. Inngangur: Engar nákvæmar rannsóknir hafa verið gerðar á algengi týpu-II afsykursýki áíslandi. I öðrum vestrænumlöndum fer algengi sykursýki týpu-II vaxandi og er forvitnilegt að vita hvort marktæk breyting hafi orðið hér á landi líka. Rannsókn Hjartaverndar sem staðið hefur síðan 1967 gefur möguleika á að skoða þetta, en þar hefur fólk svarað spurningum um sykursýki og farið í sykurþolspróf. I skýrslu sem Þórir Helgason gerði fyrir Alþjóðasykursýkissambandið 1989 áætlaði hann að um 75% af sykursjúkum á landinu hefðu þessa tegund sjúkdómsins eða um 4,5 af 1000 íbúum, þ.e. um 1130 sjúklingar. Þessi áætlun hans byggði á eftirfarandi upplýsingum: 1) SjúklingaskráGöngudeildar sykursjúkra. 2) Upplýsingum úr hóprannsókn Hjartaverndar. 3) Athugun á innlögnum á Landspítalann. 4) Munnlegum upplýsingum kollega annars staðar frá. Einnig var reynt að áætla algengitýpu-IIínýlegrisamnorrænnirannsókn 1991 eftirsölutölum sykursýkilyfja og áætluðum dagskömmtum. Niðurstaðan þar var sú að 1350 einstaklingar væru hér á landi eða 5,6 af hverjum 1000. Inn í þessa tölu vantar reyndar alla þá sem eru eingöngu á sérstöku mataræði vegna sykursýki og má því gera ráð fyrir því að þessi tala myndi hækka eitthvað. Rannsókn Hjartaverndar gæti einmitt svarað því hve margir eru á sérstöku fæði við sykursýki, þar sem spurt er um meðferðarform hjáöllum sem svara sykursýki jákvætt. Efniviður og aðferðir: Þýðið voru konur og karlar úr áfanga I- V úr hóprannsókn Hjartaverndar sem stóðu yfir 1967-1991. Alls mættu 17.666 karlar og 17.399 konur á þessu tímabili. Karlarnir voru fæddir 1907-1934 og konurnar 1908-1935. Yngstu og elstu einstaklingarnir gátu því verið 34 ára til 79 ára. Skilgreindir voru hópar B, C, A, D, og E sem mættu í hvern áfanga fyrir sig. Hópi B var reyndar boðið í alla áfangana. Fengin var tölvuútprentun fyrir alla sem svöruðu já við sykursýki og einnig þá sem voru með fastandi blóðsykur (FBS) 6.1 mmól (110 mg/dl) og/eða 10.0 mmól (180 mg/dl) á sykurþolsprófi (50gr. eftir 1.5 klst.). Einnig var farið yfir gögn hjartaverndar og bætt við þessi gögn ef einstaklingar höfðu komið fram í öðrum áföngum og svo ef viðkomandi hafði farið í svokallað endurtekið sykurþolspróf (100 gr. eftir 2 klst.). Því næst voru sett eftirfarandi þrengri skilyrði til greiningar týpu-II sykursýki: 1) Skilyrði A: FBS >= 6.1 mmól + endurtekið sykurþol (100 gr. eftir 2 klst.) >= 11.1 mmól (200 mg/ dl). 2) skilyrði B: FBS >= 6.1 mmól + sykurþol (50 gr. eftir 1.5 klst.) >=11.1 mmól. 3) Skilyrði C: Endurtekið sykurþol (100 gr. eftir2klst.)>= 11.1 mmól. Útfráþessumgögnumvaraldursstaðlað algengi týpu-II sykursýki reiknað, eftir að hafa hreinsað út insulín háðatýpu-I einstaklingaúrgögnum fráGöngudeiId sykursjúkraá LSP. Niðurstöður: Fyrir aldurshópinn 50-64 ára sem er sambærilegur milli áfanga I-V, reiknaðist algengi 4.5% fyrir karla (áfangi I, 1967-'68) og 4.04% (áfangi V, 1983-'87). Algengi fyrir karla virðist hafa lækkað lítilsháttar en mismunur er marktækur (P= 0.05). Algengi fyrir konur reiknaðist 2.25% (áfanga I, 1968-’69) og 3.02% (áfangi V, 1987-’91). Algengið fyrir konurnar virðist hafa hækkað hins vegar og er mismunur marktækur (P= 0.05). Annars komu fram 234 konur (66%) og 290 (63%) karlar með þekkta sykursýki en 119konur(33%)og 168karlar(37%)greindust með sykursýki týpu-II skv. áðurgreindum skilyrðum. Meðferðar- formið skiptist þannig hjá þekktum sykursykisjúklingum: 1) Insulini voru 7 karlar (2%) og 5 konur (2%). 2) Töflum voru 122 karlar (43%) og 83 konur (35%). 3) Mataræði voru 67 karlar (23%) og 89 konur (39%). 4) Engin meðferð eða ekki tilgreind voru 94 karlar (32%) og 57 konur (24%). Alyktun: Mjögerfitteraðberasaman niðurstöður milli landa vegna mism. greiningaraðferða, en þessar niðurstöður staðfesta hvað algengi sykursýki týpu-II er lágt hér á landi og með því lægsta á Vesturlöndum. Ekki kemur fram mikil breyting á algengi týpu-U á þessum rúmlegatuttugu árum. Skv. þessum niðurstöðum er typa-II algengari hjá körlum en konum sem er annað en menn hafa haldið fram hér hér á landi. Einnig kemur á óvart hve margir eru einungis á mataræði eða engri meðferð, samtals 55% fyrir karla og 63% fyrir konur. ARFGENGI HANDARSLITGIGTAR Steineerður Anna Gunnarsdóttir'. Guðrún Aspelund', Helgi Jónsson2, Alfreð Arnason3, Sigrún Guðnadóttir3. 'LHI, 1Lyflœkningadeild Lsp, 3RHI íónœmisfrœði. Inngangur: Handarslitgigt er sjúkdómur sem sýnir sig seint, þannig að einkenni hans finnast yfirleitt ekki hjá fólki sem er yngra en 45 ára og sjúkdómurinn er algengari í konum en körlum. A undanförnum árum hafa menn velt fyrir sér hugsanlegum orsökum handarslitgigtar og hafa erfðir verið taldar skipta máli því oft finnast margir einstaklingar innan sömu fjölskyldu með þennan sjúkdóm. Erfðamynstrið bendir til þess að sjúkdómurinn erfist ríkjandi en full sýnd (penetrance) hans eigi sér ekki stað fyrr en eftir miðjan aldur. Efniviður og aðferðir: I framhaldi af rannsókn, sem gerð var á Hrafnistu í Hafnarfirði I mars s.l., áfaraldsfræði handarslitgigtar, fundum við og skoðuðum 37 einstaklinga úr 3 tjölskyldum þar sem saga var um handarslitgigt. Til þess að greina þá sem voru með handarslitgigt frá þeim sem höfðu hana ekki notuðum við ACR skilmerkin. Blóðprufur voru teknar úr öllum einstaklingum og þær sendar í vefjaflokkun. Út frá vefjaflokkum þriggjakynslóða var síðan hægt að finna út HLA-haplotýpur flestra einstaklinganna. Niðurstöður: Af þeim 37 einstaklingum sem við skoðuðum voru 23 með einkenni handarslitgigtar. I fjölskyldu I þar sem við skoðuðum 22 einstaklinga voru 17 með einkenni handarslitgigtar ogafþeimvoru 11 (64,7%)meðsömuHLA-haplotýpunaþ.e., A9, B7, Cw7, DR2, DQl. Enginn af þeim sem voru lausir við sjúkdóminn var með þessa HLA-haplotýpu. I fjölskyldu II þar sem við skoðuðum 9 einstaklinga voru 4 með einkenni handarslitgigtar. 1 fjölskyldu III þar sem við skoðuðum 6 einstaklinga höfðu 2 einkenni handarslitgigtar. Umræður: Með þessari rannsókn á arfgengi handarslitgigtar og erfðatengslum (linkage) eða fylgni (association) hennar við ákveðna vefj aflokka, vonuðumst við til þess að geta aukið ski Ining á handarslitgigt. Niðurstöðurnar benda til þess að erfðir hafi áhrif á handarslitgigt en samkvæmt þessum niðurstöðum eru þó ekki erfðatengsl milli handarslitgigtar og ákveðinnar HLA sameindar 106 LÆKNANEMINN 2 1994 47. árg.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.