Læknaneminn - 01.10.1994, Side 117

Læknaneminn - 01.10.1994, Side 117
en um fylgni getur verið að ræða milli handarslitgigtar og HLA- DR2, sbr. aðrar rannsóknir, en frekari rannsókna er þörf. SJÓNHIMNULOS Á ÍSLANDI Unnsteinn Inei Júlíusson'. Einar Stefánsson1, Ingimundur Gíslason2. 'LHÍ, 2Augndeild Lkl. Inngangur: Sjónhimnulos er sjúkdómur í auga þar sem sjónhimnan losnar frá litþekjunni. Hér er fjallað um þá tegund sjónhimnuloss sem rekja má lil rifu í himnunni. Rifan getur myndast sjálfkrafa við þynningu sjónhimnunnar, við áverka (bæði perforerandi og sljóan), eða við tog frá glerhlaupinu. Helstu einkenni eru flygsur og glæringar fyrir augum, skert sjónsvið, og verri sjón. Nauðsynlegt er að gera aðgerð á auganu sem fyrst, því að annars hlýst blinda af í langflestum tilfellum. Þó eru dæmi þess að augu lagist sjálfkrafa, en það er mjög sjaldgæft. Gerð var aftursýn rannsókn á sjúklingum sem fengu sjónhimnulos á fslandi á fjögurra ára tímabili. Tilgangur þessarar rannsóknar er að skoða nýgengi sjúkdómsins hérlendis og áhættuþætti og að kanna árangur aðgerða bæði varðandi sjónskerpu og hvort sjónhimnan leggst að og þá með tilliti til ýmissaundirhópa. Efniviður og aðferðir: Allir sem fá sjónhimnulos hér á landi eru sendir til aðgerðar á Augndeild Landakotsspítala. I rannsókninni voru sjúklingar sem greinst höfðu með sitt fyrsta los í auga á tímabilinu 01.07 '89 til 30.06 '93. Útilokaðir voru þeir sem fengið höfðu skarpan áverka sem gekk inn í augað, og einnig þeir sem fengið höfðu sljóan áverka á auga sem leiddi til loss innan mánaðar. Þeir sem áður höfðu fengið sjónhimnulos í sama auga fengu ekki aðild. Reynt var að fá a.m.k. 6 mánaða eftirlitsskrár fyrir alla. Upplýsingar voru unnar úr sjúkraskrám á Landakotsspítala, og úr eftirlitsskrám sjúklinganna, þar sem þær var að finna. Safnað var upplýsingum um aldur, kyn, hvort augað var sjúkt, einkenni, hve lengi þau höfðu varað, aðra augnsjúkdóma, stærð loss, fjölda gata og gerð þeirra, aðgerðartegund, fylgikvilla, aðlag sjónhimnunnarogsjónskerpu, sjónlagogaugnþrýstingáákveðnum tímum miðað við aðgerð. Gögn um fjölda íslendinga, skipt eftir aldri, voru fengin hjá Hagstofu íslands. Niðurstöður: 78 sjúklingar komu til aðgerðar á 81 auga, 37 konurog41 karl. 56%Iosavoru ívinstraaugaog44%- íþvíliægra. 6% höfðu áður fengið, eða voru með los í hinu auga, allt konur. Nýgengi árin 1990 til 1992 var 7,4/100.000/ár fyrir allan hópinn, ogfórþaðhækkandi með aldri. Sjúklingarnirvoruáaldrinum 15- 85 ára, og meðalaldur var 54,4 ár. Nærsýnir voru 32 (40%), á aldrinum 18-85 ára með meðalaldur 48,1 ár. Á 17 augum (21%) hafði verið gerð aðgerð vegna drers. Lattice hrörnun í augnbotnum höfðu 28%, og var algengi meira meðal nærsýnna. 41 % voru með 2 eða fleiri göt í sjónhimnunni, og voru almennt fleiri göt í þeim sem höfðu lattice hrörnun. 6 mánuðum eftir aðgerð lá sjónhimnan að í 70 augum (86%), þar af höfðu 4 augu þurft fleiri en eina aðgerð. Innan 6 mánaða frá fyrstu aðgerð fóru 9 (11 %) í aðra. Eftir fyrstu aðgerð fengu 18 (22%) einhverskonar fylgikvilla . Að meðaltali breyttist sjónlag á þann veg að fólk varð meira nærsýnt en áður (-1,8 dioptriur). Umræða: Nýgengi hér er á svipuðu bili og í nágrannalöndum. Vitað var fyrir að nærsýnir eru í meiri hættu á að fá sjónhimnulos, og með því að nota tölur um algengi nærsýni (miðað við >-0,75 dioptriur) meðal Austfirðinga (Læknablaðið, 73; 78-82, 1987, Friðbert Jónasson o.fl.) var reiknað út nýgengi fyrir nærsýna (38,4/100000/ár) og aðra (4,8/100000/ár). Þetta bendir til að hætta á losi sé 8 sinnum meiri meðal nærsýnna en annarra. Þetta er heldur hærra hlutfall en reiknað var með. Dreraðgerð er þekktur áhættuþáttur, og er hlutfall þeirra augna svipað hér og í öðrum löndum. 7 (78%) þeirra sem gangast þurftu undir fleiri en eina aðgerð höfðu fengið fylgikvilla af einhverju tagi í eða eftir aðgerð. Sjón fyrir aðgerð virtist ráða mestu um hve góð sjón náðist á endanum, og var yngra fólk betur sett en hinir eldri m.t.t. þessa. Hlutfall þeirra sem læknast af losi er svipað hér og annarstaðar. Margir þættir hafa áhrif á sjón eftir aðgerð, og niðurstöður liggja ekki fyrir um forspárgildi einstakra atriða. HVERNIG MEÐHÖNDLA ÍSLENSKIR LÆKNAR HÁÞRÝSTING í ROSKNUM KARLMÖNNUM. Vilbore Þ. Sieurðardáttir'. Björn Einarsson2, Nikulás Sigfússon2, Þórður Harðarson'. 'LHI. 2Rannsóknarstöð Hjartaverndar. Inngangur: Mikilvægt er að meta notkun háþrýstingslyfjaþví að þau eru mikið notuð, hafa alltíðar aukaverkanir og mikinn kostnað í för með sér. Nýlegar rannsóknir hafa sýnt fram á góðan árangur í að meðhöndla roskna einstaklinga við háþrýstingi og hefur sú stefna nú almennt verið tekin.( 1,2). Háþrýstingur er einn mesti áhættuþátturinn fyrir heiladrepi og heilablæðingu.(3). Tilgangur þessarar rannsóknar er því að kanna notkun háþrýstingslyfja og árangur háþrýstingslyfjameðferðar í rosknum körlum á íslandi Efniviður og aðferðir: Til rannsóknar var boðið öllum körlum sem fæddir voru l.,4.,7. o.s.frv. hvers mánaðar árin 1907 til 1921 og voru búsettir á Reykjavíkursvæðinu 1. desember 1967.(3). Alls voru 1145 manns eftirlifandi 1991. Afþeim mættu 834 karlar á aldrinum 70 til 84 ára til rannsóknar árin 1991-1994. Þrjúhundruðogellefu tóku ekki þátt í rannsókninni. Þátttakan var því 72,8% sem telst vera viðunandi þar sem um er að ræða roskna einstaklinga. 1 rannsókn þessa voru valdar upplýsingar úr gagnabankaHjartaverndarbyggðará: a) Stöðluðum spurningalista, b) Blóðþrýstingsmælingum. Háþrýstingur var skilgreindur samkvæmt skilmerkjum WHO þ.e. slagbil >eða=160mmHg og/ eða >eða=95mmHG í báðum mælingum eða voru með eðlilegan blóðþrýsting í mælingu og á blóðþrýstingsmeðferð. c) Lista yfir þau lyf sem sjúklingar með háþrýsting tóku. Upplýsingarnar voru fluttar yfir í Filemaker pro 2 gagnagrunn til frekari úrvinnslu. Við tölfræðiútreikninga var notað t-test stúdents. Niðurstöður: Alls reyndust 429 hafa háþrýsting. Á lyfjameðferð við háþrýstingi voru 242, þar af voru 136 með eðlilegan blóðþrýsting. Blóðþrýstingur þeirra síðarnefndu var að meðaltali 147,2mmHg/82,0mmHg. En i 06 sem voru með of háan blóðþrýsting mældust að meðaltali 180,6mmHg/90,9mmHg. Algengi háþrýstings í hópi karla 70 til 84 ára var um 50%. Af42 sjúklingum sem tóku eingöngu þvagræsilyf voru 29 með eðlilegan blóðþrýsting, 18 af 34 sem tóku eingöngu beta blokka, 7 af 10 sem tóku eingöngu Ace blokka og 2 af 9 sem tóku ei ngöngu kalsíum blokka. Af49 sjúklingum semtóku tvö lyf við háþrýstingi, notuðu 53% beta blokka og þvagræsilyf. Ályktun: Algengi háþrýstings er mjög mikið meðal roskinna LÆKNANEMINN 2 1994 47. árg. 107
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.