Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1996, Síða 24

Læknaneminn - 01.04.1996, Síða 24
Stofnfrumur úr naflastrengsblóöi. Til hvers? STOFNFRUMUR í NSB Yfirborðssameindir Fjöldi rannsókna hefur verið gerður til að kanna tjáningu ýmissa yfirborðssameinda á CD34+ frum- um í NSB (27,28,29,30) (tafla 1). Niðurstöður þeirra eru eklei samhljóða sem kann að stafa af mis- munandi aðferðum við öflun gagna. CD34+ frum- ur hafa mismikla tjáningu sameindarinnar. Þær frumur sem sýna sterkasta tjáningu (CD34+++ skv. frumuflæðigreiningu, flow cytometry) í NSB eru auk þess CD45Ra1° (með lágt tjáningargildi CD45RA andgensins) CD7Ú°, CD38-, HLA- DR+ og Thyl+. Líkur hafa verið leiddar að því að CD34+ frumur með þessi einkenni gegni mikil- vægara hlutverki við mergtöku (engraftment) en aðrar skv. rannsóknum in vitro (31). Þegar litið er til CD34+ frumna þá er hlutfall frumna með CD34+++ mun hærra í NSB (14%) en í beinmerg (<1%). Þetta er ein af röksemdum þess að NSB sé heppilegra til ígræðslu en annar efniviður (32,33,34). Ræktun Rannsóknir hafa gefið til kynna að forverafrum- ur úr NSB hafi meiri vaxtargetu og Iifi lengur í rækt en forverafrumur úr beinmerg eða blóðrás. Sem dæmi vaxa forverafrumur úr NSB mun bet- ur í rækt sem í er vaxtarþátturinn Stem Cell Factor (SCF) en forverafrumur úr beinmerg eða blóðrás. Þetta á sérstaklega við þegar frumuþyrpingar (kólóníur) myndaðar frá stofnfrumum í rækt eru teknar burt og ræktaðar upp aftur (mynd3). Ástæð- an gæti falist í meiri tjáningu á viðtökum fyrir SCF á forverafrumum í NSB samanborið við forvera- frumur úr beinmerg eða blóðrás (35). Einnig hafa rannsóknir sýnt að frumur úr NSB með svipgerðina CD34+CD38^° vaxa mun betur í rækt en frumur með sömu svipgerð úr beinmerg fullorðinna. Ástæðan er líklega sú að þær síðar- nefndu hafa styttri telómerur en frumurnar í NSB, en telómerur eru svæðin á endum litninga. Því hef- ur verið haldið fram að stytting á telómerum við Tafla 1. % jákvæðar (rutnur' CD34+CD2+ 0-2,8 CD34+CD7+ 0-6,5 CD34+CD10+ 0-5,5 CD34+CD14+ 1,6 CD34+CD19+ 0-1,6 CD34+CD33+ 54-86,1 CD34+CD38+ 3,7 CD34+CD71 + 18 CD34+HLA-DR- 6,2 *(sem hlutfaJl af CD34+ firumum) Tafla 1. Hlutfall ýmissa CD yfirborðssameinda á CD34+ frumum (úr Knapp et al. 1995 og Steen et al. 1994). CD2 og CD7 eru yfirborðs- sameindir á T-frumum, CD10 á forverum B og T-frumna, CD14 á átfrumum, CD19 á B-frumum, CD33 á forverum átfrumna, CD38 á virkjuðum T og B-frumum og CD71 á forverum rauðkorna. hverja skiptingu sómatískra frumna valdi að lokum dauða þeirra (36). Fiölgun stofnfruma úr NSB ex vivo Margar tilraunir hafa verið gerðar til að auka fjölda stofn- og forverafrumna úr NSB ex vivo. Ymsar samsetningar þekktra vaxtarþátta hafa verið notað- ar auk óþekktra þátta úr plasma NSB. Niðurstöður flestra þeirra hafa sýnt gífurlega frumufjölgun en aðallega á forverafrumum sem hafa sérhæfst að ein- hverju leyti í ákveðna átt. Vanþroskuðum stofn- frumum, með einkennin sem voru talin upp hér að ofan (CD34+++), fjölgar hins vegar ekki. Það væri því í besta falli hægt að nota þessar frumur við Mynd 3. A) Erythroid (rauð) kólónía, og B) Macrophage (hvít) kólónía úr NSB. Þyrping frumna sem sprottnar eru frá einni forverafrumu. Myndirnar sýna þyrpingar eftir 14 daga ræktun í methylcellulósa æti með nokkrum vaxtarþáttum (Interleukin-3, Stem Cell Factor, Granulocyte- Macrophage Colony Stimulating Factor, Erythro- poietin). LÆKNANEMINN 18 1. tbl. 1996, 49. árg.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.