Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1996, Side 58

Læknaneminn - 01.04.1996, Side 58
Þættir úr meinger& iktsýki ingarfrumna til TGF-(3 framleiðslu og beinrofs. í þessu sambandi má nefna að sýnt hefur verið fram á jákvætt samband milli RF magns og styrks af IL- 6 í liðvökva iktsýkissjúklinga (32, 33). Einnig má geta þess að TGF-þ getur kallað á makrófaga (chemotaxis) og jafnframt geta makrófagar fram- leitt TGF-þ og þannig örvað beineyðingarfrum- urnar líkt og IL-6. Þarna gæti verið kominn af stað vítahringur sem erfitt gæti reynst að stöðva þar sem TGF-p örvar eigin framleiðslu. TGF-þ stuðlar að því að B-frumur skipti úr IgM RF framleiðslu yfir í IgA RF og IL-5, og líklega einnig IL-6, örva svo enn frekar IgA RF framleiðsluna (mynd 3). I stuttu máli má segja að fram til þessa hafi mönnum verið hulin ráðgáta hvernig hækkun á IgA RF tengdist beinúrátum og slæmum horfum iktsýkissjúklinga. Nú er hins vegar hugsanlegt að TGF-þ framleitt af beineyðingarfrumum og makrófögum ásamt IL-5 og IL-6 sé lykillinn að þessari gátu. Unnið er að því að rannsaka þessu til- gátu nánar hér á landi. GIGTARÞÆTTIR í HEILBRIGÐUM OG SJÚKUM Hvað veldur því að sumir einstaklingar með hækkaða gigtarþætti fá iktsýki en aðrir kenna sér einskis meins? Svarið við þessari spurningu er enn ekki þekkt en það er hugsanlegt að gigtarþættir í sjúklingum með iktsýki hafi aðra bindisækni eða bindist á önnur epítóp á Fc hluta IgG sameinda en gigtarþættir úr heilbrigðum. I þessu sambandi má geta þess að það hefur verið sýnt fram á að skjald- kirtilsmótefni í sjúklingum með skjaldkirtilsbólgu bindast öðrum epítópum á týróglóbúlíni en mótefni úr heilbrigðum einstaklingum (34). Ekki er útilokað að eitthvað svipað eigi við um iktsýki. Myndun á gigtarþáttum getur oft og tíðurn verið hluti af eðlilegu ónæmissvari líkamans, til dæmis við sýkingar eða í kjölfar bólusetninga eða blóð- gjafa (6, 35, 36). I slíkum tilvikum er yfirleitt um tímabundna hækkun að ræða og eru mótefnin oft- ast af IgM gerð, öfugt við iktsýkissjúklinga sem iðulega hafa einnig IgA RF og/eða IgG RF hækk- aða. í heilbrigðum einstaldingum hafa gigtarþætt- ir tiltölulega litla bindisækni (affinity/avidity) í Fc hluta IgG en eru taldir taka þátt í stýringu ónæm- issvara jafnframt því að hjálpa til við hreinsun á mótefnafléttum (35, 36, 37, 38). í iktsýki hafa gigtarþættir aftur á móti mikla bindisækni í Fc hluta IgG sem kann að leiða til þess að mótefnafléttur myndist og falli út, til að mynda í liðhimnur. Stökkbreytingar í bindisetum gigtarþátta ráða mestu um breytileika þeirra í bindisækni við Fc hluta IgG sameinda (39). Þessa sækni má meta til dæmis með samanburði á því DNA genamengi sem skráir fyrir basaröðum breytilega hluta þungu (VH) og léttu keðju (VL) gigtarþátta. A þennan hátt hafa verið bornir saman gigtarþættir í sjúkling- um með iktsýki og einstaklingum sem hafa gengist undir endurteknar bólusetningar (40). Það er at- hyglisvert að þó að stökkbreytingar eigi sér stað í báðum hópunum er um verulegan mun að ræða. Stökkbreytingar í heilbrigðum einstaklingum hafa örsjaldan í för með sér breytingar á amínósýruröð breytilega hlutans og þar með breytta bindisækni mótefnasameindarinnar (41). I iktsýkissjúklingum hafa slíkar stökkbreytingar hins vegar mun oftar í för með sér breytingar á amínósýruröðinni sem leitt geta til aukinnar bindisækni gigtarþáttanna (39). Því er hugsanlegt að heilbrigðir einstaklingar hafi til staðar stjórnkerfi sem komi í veg fyrir að gigtarþættir öðlist óheppilega mikla bindisækni og að sama skapi að þetta stjórnkerfi sé lítt virkt í ikt- sýkissjúklingum. Hér á landi er verið að vinna að rannsókn á sjúkl- ingum með iktsýki og heilbrigðum einstaklingum með viðvarandi hækkun á IgA RF. Markmiðið er að athuga breytilega hluta IgA RF sameinda með tilliti til stökkbreytinga sem gætu haft í för með sér amínósýruskipti og þar með breytta bindigetu og bindisækni. Vonir standa til að niðurstöðurnar verði gagnlegar við greiningu á iktsýki og geti spáð fyrir um sjúkdómsgang. Auk þess er hugsanlegt að niðurstöðurnsr skýri hvers vegna sumir einstakling- LÆKNANEMINN 50 1. tbl. 1996, 49. árg.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.