Læknaneminn - 01.04.1996, Blaðsíða 58
Þættir úr meinger& iktsýki
ingarfrumna til TGF-(3 framleiðslu og beinrofs. í
þessu sambandi má nefna að sýnt hefur verið fram
á jákvætt samband milli RF magns og styrks af IL-
6 í liðvökva iktsýkissjúklinga (32, 33). Einnig má
geta þess að TGF-þ getur kallað á makrófaga
(chemotaxis) og jafnframt geta makrófagar fram-
leitt TGF-þ og þannig örvað beineyðingarfrum-
urnar líkt og IL-6. Þarna gæti verið kominn af stað
vítahringur sem erfitt gæti reynst að stöðva þar sem
TGF-p örvar eigin framleiðslu. TGF-þ stuðlar að
því að B-frumur skipti úr IgM RF framleiðslu yfir
í IgA RF og IL-5, og líklega einnig IL-6, örva svo
enn frekar IgA RF framleiðsluna (mynd 3).
I stuttu máli má segja að fram til þessa hafi
mönnum verið hulin ráðgáta hvernig hækkun á
IgA RF tengdist beinúrátum og slæmum horfum
iktsýkissjúklinga. Nú er hins vegar hugsanlegt að
TGF-þ framleitt af beineyðingarfrumum og
makrófögum ásamt IL-5 og IL-6 sé lykillinn að
þessari gátu. Unnið er að því að rannsaka þessu til-
gátu nánar hér á landi.
GIGTARÞÆTTIR í HEILBRIGÐUM
OG SJÚKUM
Hvað veldur því að sumir einstaklingar með
hækkaða gigtarþætti fá iktsýki en aðrir kenna sér
einskis meins? Svarið við þessari spurningu er enn
ekki þekkt en það er hugsanlegt að gigtarþættir í
sjúklingum með iktsýki hafi aðra bindisækni eða
bindist á önnur epítóp á Fc hluta IgG sameinda en
gigtarþættir úr heilbrigðum. I þessu sambandi má
geta þess að það hefur verið sýnt fram á að skjald-
kirtilsmótefni í sjúklingum með skjaldkirtilsbólgu
bindast öðrum epítópum á týróglóbúlíni en
mótefni úr heilbrigðum einstaklingum (34). Ekki
er útilokað að eitthvað svipað eigi við um iktsýki.
Myndun á gigtarþáttum getur oft og tíðurn verið
hluti af eðlilegu ónæmissvari líkamans, til dæmis
við sýkingar eða í kjölfar bólusetninga eða blóð-
gjafa (6, 35, 36). I slíkum tilvikum er yfirleitt um
tímabundna hækkun að ræða og eru mótefnin oft-
ast af IgM gerð, öfugt við iktsýkissjúklinga sem
iðulega hafa einnig IgA RF og/eða IgG RF hækk-
aða. í heilbrigðum einstaldingum hafa gigtarþætt-
ir tiltölulega litla bindisækni (affinity/avidity) í Fc
hluta IgG en eru taldir taka þátt í stýringu ónæm-
issvara jafnframt því að hjálpa til við hreinsun á
mótefnafléttum (35, 36, 37, 38). í iktsýki hafa
gigtarþættir aftur á móti mikla bindisækni í Fc
hluta IgG sem kann að leiða til þess að
mótefnafléttur myndist og falli út, til að mynda í
liðhimnur.
Stökkbreytingar í bindisetum gigtarþátta ráða
mestu um breytileika þeirra í bindisækni við Fc
hluta IgG sameinda (39). Þessa sækni má meta til
dæmis með samanburði á því DNA genamengi
sem skráir fyrir basaröðum breytilega hluta þungu
(VH) og léttu keðju (VL) gigtarþátta. A þennan
hátt hafa verið bornir saman gigtarþættir í sjúkling-
um með iktsýki og einstaklingum sem hafa gengist
undir endurteknar bólusetningar (40). Það er at-
hyglisvert að þó að stökkbreytingar eigi sér stað í
báðum hópunum er um verulegan mun að ræða.
Stökkbreytingar í heilbrigðum einstaklingum hafa
örsjaldan í för með sér breytingar á amínósýruröð
breytilega hlutans og þar með breytta bindisækni
mótefnasameindarinnar (41). I iktsýkissjúklingum
hafa slíkar stökkbreytingar hins vegar mun oftar í
för með sér breytingar á amínósýruröðinni sem
leitt geta til aukinnar bindisækni gigtarþáttanna
(39). Því er hugsanlegt að heilbrigðir einstaklingar
hafi til staðar stjórnkerfi sem komi í veg fyrir að
gigtarþættir öðlist óheppilega mikla bindisækni og
að sama skapi að þetta stjórnkerfi sé lítt virkt í ikt-
sýkissjúklingum.
Hér á landi er verið að vinna að rannsókn á sjúkl-
ingum með iktsýki og heilbrigðum einstaklingum
með viðvarandi hækkun á IgA RF. Markmiðið er
að athuga breytilega hluta IgA RF sameinda með
tilliti til stökkbreytinga sem gætu haft í för með sér
amínósýruskipti og þar með breytta bindigetu og
bindisækni. Vonir standa til að niðurstöðurnar
verði gagnlegar við greiningu á iktsýki og geti spáð
fyrir um sjúkdómsgang. Auk þess er hugsanlegt að
niðurstöðurnsr skýri hvers vegna sumir einstakling-
LÆKNANEMINN
50
1. tbl. 1996, 49. árg.