Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1996, Side 62

Læknaneminn - 01.04.1996, Side 62
Læknisfræðileg myndgreining í nútíð og framtíð Segulómmynd af neðri hluta ósæðar. við. Nú og á næstunni munu röntgenlæknar sækja verulega á í slagæðalækningum. Þannig er nú orðið algengt á röntgendeildum að þar eru víkkaðar út slagæðaþrengingar, lögð inn æðavíkkandi rör og lyf gefin í fyrir fram ákveðna slagæð. Eg spái því að æðamyndatökur verði umfram allt gerðar með ómun, segulómun og tölvusneiðmyndum en hin hefðbundna æðarannsókn verði einungis gerð þeg- ar verið er að lækna æðaþrengingar. ÓMSKOÐUN Þessi rannsóknaraðferð byggist á úthljóðsbylgj- um en ekki geislum. Notkun ómskoðunar er gífur- lega víðfeðm og hefur aðferðin unnið sér liefð í fæðingarfræðinni og í sjúkdómsgreiningu í kviðar- holi og slagæðum. Sífellt betri ómtæki gera Ideift að sjá heilbrigð og sjúk líffæri mun betur en áður. Vert er að muna að rannsóknin er hættulaus enda notaðar hljóðbylgjur til myndgerðarinnar. Notkun ómskoðunar mun væntanlega þrengjast eitthvað. Auðvelt aðgengi og einfaldleiki aðferðarinnar mun þó tryggja langa lífdaga ómskoðunar. ÍSÓTÓPARANNSÓKNIR Þessi rannsóknaraðferð byggist á gammageislun og myndum teknum með gammamyndavél. Mikil þróun hefur orðið í tölvubúnaði gammamyndavéla en einnig eru og verða miklar framfarir í gerð þeirra burðarefna sem notuð eru til að flytja hinn geislandi ísótóp í marklíffærið. Þannig eru nú til burðarefni sem beinlínis eru tekin upp í sjúkum vef. Dæmi um það eru t. d. geislamerkt hvít blóðkorn í bólgu- sjúkdómum og mótefni sem leita uppi ákveðin æxli. Einnig er farið að nota þessa sérhæfðu eiginleika burðarefnanna til sjúkdómsmeðferðar, þar sem geislun eða lyfjagjöf er staðbundin, með flutningi í sjúk líffæri. Dæmi um þetta er meðferð á mein- vörpum þar sem heilbrigðir hlutar líkamans verða síður fyrir skaða. Ég álít að ísótóparannsóknir eigi enn fyrir sér langa framtíð og miklar framfarir eigi enn eftir að verða í þessari aðferð til sjúkdóms- greiningar. SEGULÓMRANNSÓKNIR Segulómtæknin byggist á sterku segulsviði og út- varpsbylgjum til myndbyggingar. Aðferðin er um 15 ára gömul og er orðin almenn um heim allan. Segulómrannsóknir hafa valdið byltingu í mynd- greiningu og unnt er að skoða allan líkamann. Vefir sem voru ósýnilegir með öðrum aðferðum verða nú auðsýnilegir. Má þar nefna heilastofn og mænu, brjósk og sinar. Rannsóknin er hættulaus og mun gera margar röntgenrannsóknir óþarfar. Unnt er að gera slagæðamyndatökur án þess að gefa skuggaefni (sjá mynd) og spái ég því að iangflestar slagæða- myndatökur muni verða gerðar með segulómun. Segulómtæknin mun verða ódýrari þegar fram líða stundir; tækjabúnaður fyrirferðarminni og þegar er byrjað að nota segulómsjár við skurðaðgerðir. LÆKNANEMINN 54 1. tbl. 1996, 49. árg.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.