Læknaneminn - 01.04.1996, Side 64
Kristján Orri Helgason
Fyrir um 20 árum hefðu fáir trúað því að einföld
lofttegund væri eitt af aðalboðefnum líkamans. Nú
hefur komið í ljós að lofttegundin NO (nitur oxíð),
sem áður fyrr var talið að ætti einungis þátt í loft-
mengun, gegnir mikilvægu hlutverki víðsvegar um
líkamann. Einnig hefur komið í ljós að of- eða van-
myndun þess á þátt í meingerð margs konar sjúk-
dóma. I þessari örgrein verður lítilega rætt um sam-
eindina og tekin nokkur dæmi um sjúkdóma þar
sem NO á hlut að máli.
NO hefur marga sérstæða eiginleika sem hin
hefðbundnari boðefni líkamans hafa ekki. Vegna
eiginleika sinna sem lofttegundar dreifist NO í
jöfnum radíus út frá myndunarstað óháð fyrirstöðu
á borð við frumuhimnur. Þetta kemur í veg fyrir að
hægt sé að stjórna verkun þess með fyrirfram
myndun, geymslu, seytrun og endurupptöku eins
og gerist oft hjá öðrum boðefnum. NO myndast í
líkamanum þegar ensímið NOS (nitur oxíð synt-
asi) klýfur amínósýruna L-arginín niður í cítrúllín.
NO binst hemhóp á gúanýl sýklasa og örvar þann-
ig ensímið til myndunar á cGMP. Þetta eru talin
vera helstu líffræðilegu áhrif NO. Þó hefur NO
áhrif eftir öðrum leiðum. Það er hvarfgjarnt,
óstöðugt og hefur stuttan líftíma. Með því að bind-
ast súperoxíð anjónum, hem og Fe-S hópum
próteina getur það haft frumuskaðandi áhrif.
Þannig er það hluti af vopnabúri frumna ónæmis-
kerfisins til að eyða sýklum og krabbameinsfrum-
um. NO er sindurefni og getur því valdið kjarn-
sýruskemmdum. Engu að síður hefur NO einnig
áhrif á umritun erfðaefnis eftir hefðbundnum leið-
um.
I byrjun síðasta áratugar var í fyrsta skipti lýst líf-
fræðilegri verkun NO, þá sem æðavíkkandi efnis.
Kristján er lœknanemi við Háskóla Islands.
Undrasameindin
NO
Sýnt var fram á að EDRF (endothelium derived
relaxing factor) og NO væru sama efnið. Efni eins
og katekólamín, acetýlkólín og bradýkínín losa
EDRF / NO úr æðaþelsfrumum sem veldur slökun
í sléttvöðvafrumum æða með því að auka þar styrk
cGMP. Það er t.d. í gegnum NO sem nítróglýserín
hefur áhrif sín á hjartakveisu. NO er einnig talið
hemja samloðun og viðloðun blóðflaga og verka
þannig sem innrænn storkuvari. Auk þess hefur
NO áhrif á samdráttarhæfni hjartavöðva.
NO gegnir mörgum ólíkum hlutverkum í
ónæmiskerfmu. Það tekur þátt í stjórnun bólgu-
svars með því að auka blóðflæði og bjúgmyndun.
NO hefur letjandi áhrif á sumar eitilfrumur og tek-
ur líklega þátt í stjórnun annarra frumuhópa
ónæmiskerfisins. NO er þar að auki eitt helsta
frumu- og sýkladrepandi sindurefni ónæmiskerfis-
ins. I sumum tilvikum hefur NO frumuverjandi
áhrif, eins og þegar blóðflæði kemst á aftur eftir
blóðþurrð.
NO gegnir hugsanlega mikilvægu hlutverki í
þróun sjúkdóma í hjarta- og æðakerfinu. Helstu
áhættuþættir æðakölkunar (reykingar, háþrýsting-
ur, hækkaðar blóðfitur, sykursýki) eiga það sameig-
inlegt að valda æðaþelsskemmdum sem trufla
myndun virkra efna í æðaþelinu, svo sem NO og
prostaglandína. Þessi truflun er talin vera grund-
vallaratriði í sjúkdómum eins og æðakölkun og
segamyndun. NO er einnig talið valda illvígum
lágþrýstingi í septísku losti af völdum endótoxína
og í þróun er meðferð sem byggir á hömlun NOS.
Auk þess sem NO á hlut f að viðhalda grunn-
spennu sléttvöðvafrumna æðakerfisins tekur það
einnig þátt í stjórnun blóðþrýstings með því að
stýra blóðflæði um gauklakerfi nýrna en þar fer
fram mikilvægur þáttur í blóðþrýstingsstillingu.
Talið er að vanmyndun NO í makúla densa og
nýrnaæðaþeli orsaki saltháðan háþrýsting.
LÆKNANEMINN
56
1. tbl. 1996, 49. árg.