Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1996, Síða 69

Læknaneminn - 01.04.1996, Síða 69
Breytingaskeið og hormómameðferð, seinni grein hafa þó blæðingar fyrstu mánuðina, oftast litlar og óreglulegar, sem síðan hverfa alveg. Staðbundin estrógenmeðferð á við þegar ein- kenni eru aðallega frá leggöngum eða þvagblöðru og ekki er talin þörf fyrir fulla hormónameðferð eða hún óæskileg. Sviði, þurrkur, kláði og erting láta vel undan meðferð og einnig dregur hún úr þvagfæraeinkennum sem rekja má beinlínís til estrógenskorts. I þessum tilvikum hafa hingað til verið notuð veik estrogen (dieneoestrol, estríol) í formi skeiðarstíla eða krema. Nýlega hafa þó kom- ið á markað lyfjaform með 17fi-estradíóli, annars- vegar litlar skeiðartöflur sem settar eru í leggöng og hinsvegar silikónhringir, sem komið er fyrir í leggöngum, losa estrógenið hægt og endast í 3 mánuði. EFTIRLIT MEÐ KONUM Á HORMÓNAMEÐFERÐ Konur sem taka estrógen reglulega ættu ekki að þurfa á neinu sérstöku heilsueftirliti að halda um- fram konur sem ekki taka estrógen. í byrjun með- ferðar er þó rétt að fylgjast með blóðþrýstingi og þyngdaraukningu eftir 3-6 mánuði, gera kvenskoð- un m.t.t. stælckunar á legi og kanna viðbrögð kon- unnar við meðferð. Heistu fylgikvillar estró- gentöku eftir tíðahvörf eru bjúgur, brjóstaspenna og stöku sinnum höfuðverkur, auk þess sem blæð- ingatruflanir geta gert vart við sig. Flest óþægindi hverfa eftir nokkra mánuði en það er mikilvægt að læknir fylgi meðferð eftir fyrst um sinn til að kon- ur hætti ekki hormónatöku vegna minniháttar aukaverkana sem geta verið tímabundnar. Mikil- vægt er að brýna fyrir konum að sinna krabba- meinsleit, sérstaklega brjóstaeftirliti, en það gildir þó ekki frelcar um konur sem taka hormón en aðr- ar. (11) Það er helst gestagengjöfin sem veldur aukaverk- unum einkum depurð, kvíða, tilfmningalegum óstöðugleika, uppþembu og fleiri einkennum sem minna á fyrirtíðaspennu (12). Séu þessi einkenni slæm getur þurft að draga úr gestagengjöf, lengja bilið milli gestagengjafa eða jafnvei hætta því alveg og gefa eingöngu estrógen. Ef farið er út fyrir hefð- bundið form á gestagengjöf þarf að fylgjast sérstak- lega með konum m.t.t. áhrifa á legslímhúð. Mögu- legt er að gera það með reglulegum sýnatökum (endometrial biopsy), jafn öruggt og betra er að framkvæma ómskoðun um leggöng þar sem ná- kvæm mynd fæst af legslímhúð og þykkt hennar. Ef slímhúðin mælist 4 mm eða minni er engin hætta á ferðum en ef hún er þykkari þarf sýnatöku eða útskaf frá legi. Ómskoðun einu sinni ári er tal- in nægileg. Ómskoðun um leggöng er einnig ómetanleg til að fylgjast með öllum hugsanlegum sjúkdómum í grindarholi. (13) Oft er rætt um hvort getnaðarvörn sé nauðsyn- leg þegar konur eru komnar á kaflaskipta hornt- ónameðferð. Ekki er hægt að treysta á kaflaskipta hormónameðferð sem getnaðarvörn, því hinn lági skammtur af estrógeni nægir ekki til að hindra egg- los, Hjá eldri konum þar sem meira en ár er liðið frá tíðahvörfum eða s-FSH hefur mælst hækkað, eru lílcur á þungun mjög litlar. KOSTIR HORMÓNAMEÐFERÐAR Estrógenmeðferð hefur jafnan góð áhrif á skammtímaeinkenni breytingaskeiðsins og kemur það fram eftir nokurra daga notkun. Með því að draga úr svitakófum og nætursvita og koma í veg fyrir þurrk og óþægindi í kynfærum bætir horm- ónameðferðin líðan kvenna og þar með lífsgæði. Á síðari árum hefur verið talið að estrógen hefði þýð- ingu fyrir ýmsa stoðkerfissjúkdóma, iktsýki o.fl. en er umdeilt. Oft versna bandvefssjúkdómar um tíðahvörf og í slíkum tilvikum er estrógen gagnlegt sem hjálparmeðferð og það hefur einnig góð áhrif á vefjagigt (fibromyalgia) og miðhandargangs- þrengsli (carpal tunnel syndrome). (14) Lengi hefur verið deilt um áhrif langtímaestró- genmeðferðar á hjarta- og æðakerfið. Nú hefur í fjölda rannsókna verið sýnt fram á að estrógen hef- ur ótvírætt jákvæð áhrif að þessu leyti. Við tíða- hvörf breytist blóðfitusamsetning hjá konum þannig að heildarmagn kólesteróls og lágþéttnifitu- prótín-kólesteróls(LDL-cholesterol) hækkar, með- LÆKNANEMINN 61 1. tbl. 1996, 49. árg.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.