Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1996, Side 70

Læknaneminn - 01.04.1996, Side 70
Breytingaskeið og hormómameðferð, seinni grein an háþéttnifituprótín-kólesteról (HDL-cholester- ol) lækkar. Estrógenmeðferð snýr þessu aftur við og menn hafa bent á þetta sem aðalskýringu á því að hætta á að deyja úr kransæðasjúkdómum sé 50% lægri hjá konum sem eru á estrógenmeðferð. Hætta á heilablóðfalli er einnig 50% lægri. Þetta á einnig við um konur sem reykja. (15,16) Hætta á beinþynningu sem er vaxandi vandamál í öllum hinum vestræna heimi hefur verið ein helsta hvatningin fyrir konur til að fara á estrógen- meðferð um tíðahvörf. Vandamálið er margþætt eins og fyrr hefur verið nefnt: Reykingar, erfðir, hreyfing o.fl. hefur tafsverð áhrif. Estrógen er þó sennilega sá þáttur sem mest áhrif hefur á bein- þéttni kvenna og uppbótarmeðferð við tíðahvörf upphefur beintap sem annars yrði fyrstu árin eftir tíðahvörf. Estrógenmeðferð í 10 ár eða lengur, sé htin hafin fljótlega (innan 3ja ára) eftir tíðahvörf, er talin geta komið f veg fyrir meira en helming allra beinbrota sem konur verða fyrir eftir tíðahvörf (17). Meðferðartími í 20-30 er sennilega nauðsyn- legur til að koma í veg fyrir beinbrot sem koma seint á ævinni, þ.e. eftir 70 ára aldur. Jafnvel er talið að það sé aldrei of seint að hefja fyrirbyggjandi meðferð með estrógeni til að varðveita beinmassa. ÁHÆTTUR AF ESTRÓGENMEÐFERÐ Eftir að afmennt var farið að gefa kaflaskipta hormónameðferð eftir tíðahvörf og þar með draga úr hættunni á krabbameini í legholi er ekki vitað um sannanlegar áhættur af estrógenmeðferð. Þó er talið varasamt að konur sem fengið hafa bláæða- blóðtappa séu á hormónameðferð þar sem vitað er að estrógen eykur storkutilhneigingu bióðs þó að skammtar þeir sem notaðir eru við tíðahvarfsmeð- ferð séu svo lágir að slíkra áhrifa gæti vart. Sé þörf- in fyrir estrógen brýn er rétt að velta rækilega fyrir sér hve örugg greiningin var og síðan má mæla hvort um antithrombin III og próteín C skort geti verið að ræða. A seinni árum hafa verið uppi radd- ir urn að estrógenmeðferð í langan tíma eftir tíða- hvörf geti valdið aukningu á nýgengi brjósta- krabbameins en það hefur ekki verið sannað svo mein Mynd 1. Dánarorsakir kvenna á öllum aldri (dauðsföll/100.000) í Englandi og Wales 1987. (Mortality statistics; cause. Series DH2 no. 14. Office of Population Census and Surveys. GB) óyggjandi sé. Til eru mjög ítarlegar rannsóknir sem benda til að nýgengi brjóstakrabbameins sé örlítið hærra hjá konum sem hafa verið lengi á hormóna- meðferð eftir tíðahvörf en þó hefur ekki verið sýnt fram á aukna dánartíðni af völdum þessa sjúkdóms hjá konum sem verið hafa á slíkri meðferð. Það verður því að telja að sé gætt varúðar í langtíma hormónameðferð, slcömmtum haldið í lágmarki og lækniseftirliti sinnt, þá sé hormónameðferðin ör- ugg og án teljandi áhættu. (18) Samanburður á dánarorsökum kvenna leiðir í ljós að kransæðasjúkdómar og heilablóðfall eru langalgengastar (mynd 1). Hormónameðferð á breyt- ingaskeiði, sem sannanlega dregur úr þessum sjúk- dómum, ætti því að geta lengt líf kvenna verulega og áhrifin að vega margfalt upp þá áhættuaukningu sem htin kann að valda á brjóstakrabbameini. MEÐFERÐARHELDNI Þrátt fyrir hin ýmsu jákvæðu áhrif af töku estró- gena á breytingaskeiði hætta margar konur að taka estrógen eftir noklcra mánuði eða 1-2 ár. I rann- sókn sem gerð var á gögnum Leitarstöðvar Krabba- meinsfélags Íslands á konum sem komu í skoðun 1979-1985 (mynd2), kom fram að verulegur hluti kvenna sem hafði byrjað hormónatöku hætti því LÆKNANEMINN 62 1. tbl. 1996, 49. árg.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.