Læknaneminn - 01.04.1996, Side 85
Eftirvirkni sýklalyfja
ÁHRIFAÞÆTTIR
Ymsir þættir hafa áhrif á lengd eftirvirkni en fyrst
og fremst (4);
1. Tegund bakteríu
2. Gerð sýklalyfs
3. Verkunartími lyfsins
4. Lyfjastyrkur
Lágt sýrustig hefur yfirleitt letjandi áhrif (5) en
hækkað hitastig virðist hafa litla þýðingu fyrir
lengd eftirvirkni (6). Vaxtarfasi bakteríanna og
innihald ætis hefur einnig áhrif á lengd eftirvirkni,
en þetta hefur lítið verið rannsakað. Ónæmiskerfið
hefur áhrif á þann hátt að lengri eftirvirkni fæst in
vivo en in vitro, sem er talið stafa af virkni hvítra
blóðkorna (postantibiotic leukocyte enhancement)
(7). Eftirvirkni fæst eingöngu þegar upphafsstyrkur
lyfsins er hafður meiri eða jafn lágmarksheftistyrk
(MIC) sýklalyfsins gegn bakteríunum. Lýst hefur
verið jákvæðu línulegu sambandi á milli flatarmáls-
ins undir lyfþéttniferlinum (AUC) og eftirvirkni,
t.d. fyrir penisillín G og S. aureus (8) og amphoter-
icin B og C. albicans (9). AUC er margfeldi lyf-
þéttni og verkunartíma og virðist línuleg aukning
verða á eftirvirkni upp að vissu marki við hækkun
AUC fyrir sumar bakteríur en þegar því marki er
náð lengist eftirvirknin eldci þó að verkunartími eða
lyfjastyrkur sé aukinn. Drápsvirkni sýklalyfsins þarf
hinsvegar ekki að vera háð AUC.
Eftirvirkni getur verið mjög mislöng eftir lyfjum
og sýklum. Hún hefur mælst upp í 2 sólarhringa
eftir ísóníazíð gegn Mycobacterium tuberculosis.
Einnig getur eftirvirkni haft gildi sem er minna en
0 klst, en þá virðast bakteríurnar fjölga sér hraðar
eftir fjarlægingu sýklalyfsins en viðmiðunarbakter-
íur (sbr jöfnu 1). Slíkt gildi má t.d. fá ef bakt-
eríurnar sem fengu sýklalyf mynda filament —
þ.e.a.s. raða sér saman í þræði. Þegar frá líður
brotna þræðirnir niður í einstakar bakteríur og
virðist sem um mikla íjölgun sé að ræða. Skekkjan
felst sem sagt í því að misreikna fjölda baktería í
upphafi.
Sýldalyf sem verka á bakteríuvegg, svo sem fi-lakt-
am lyf og vancomycin hafa að jafnaði um 2-4 klst
eftirvirkni gegn Gram-jákvæðum kokkum en nær
enga gegn Gram-neikvæðum stafbakteríum. Imi-
penem hefur sérstöðu meðal f-laktam lyfja því það
veldur 2-3 klst eftirvirkni hjá Gram-neikvæðum
stöfum. Orsakir þessa eru óþekktar en sérhæf bind-
ing við penisillínbindiprótein 2 og eftirfylgjandi
Lyf Staph. Strept. Enterobact. Pseudom. Bacteroides
scm verka
á frumuvegg:
Penisillín ++ 0/+ 0 0/+
Cefalosporín ++ 0/+ 0 0/+
Carbapenem ++ +/++ ++ ++
Monobactam - 0/+ 0 -
Vancomycin ++ - - -
sem verka á innri
hluta frumunnar
Amínoglýcosið + +/++ ++ -
Quinolon ++ ++ ++ -
Rífampin +++ +++ +++ -
Erythromycin +++ - - -
Clindamycin +++ - - 0
Tetracycline +++ +++ - -
Chloramphenicol ++ ++ - 0
Trimethoprim ++ 0/+ - -
Metronidazol - - - +++
0 = <0.5 h; + = 0.5 -: 1.5 h; ++ = 1.5-3 h; +++ = >3 h; - = ekki gerð / á ekki við
Tafla 1. Eftirvirkni in vitro fyrir ýmsar bakteríu-
tegundir og lyf, mælt við 4x MIC og 1 klst verk-
unartíma.(4)
útlitsbreyting á lögun stafanna er nefnd sem hugs-
anleg skýring (7). Hinsvegar hafa lyf með verkun á
innri starfssemi bakteríunnar, t.d. lyf sem hindra
myndun próteina eða DNA framleiðslu, frantkall-
að eftirvirkni bæði hjá Gram-jákvæðum og Gram-
neikvæðum bakteríum (tafla 1).
VERKUNARMÁTI
Orsök eftirvirkni sýklalyfja er óþekkt. Líklegast
er ekki um eina orsök að ræða heldur margar og þá
mismunandi orsakir eftir lyfjum og sýklum.
Nokkrar kenningar hafa komið fram. Ein þeirra er
að eftirvirkni í?-laktam lyfja gegn Gram-jákvæðum
kokkum sé tilkomin vegna áframhaldandi binding-
ar lyfja við penisillínbindiprótein í frumuvegg
bakteríanna þó lyfið sé horfið úr ætinu. Önnur
LÆKNANEMINN
75
1. tbl. 1996, 49. árg.