Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1996, Síða 89

Læknaneminn - 01.04.1996, Síða 89
péfimmtíuogþrír... Rut Valgarðsdóttir Stöðugleiki erfðaefnisins er undirstaða lífsins. Erfðaefnið þarf að vera nægilega stöðugt til að við getum eignast afkvæmi sem bera eiginleika okkar og til þess að við verðum ekki snemma á lífsleiðinni útsett af æxlum en frumur í æxlisvexti einkennast einmitt m.a. af óstöðugu erfðaefni og uppsöfnun stökkbreytinga. Til að viðhalda stöðugleika erfða- efnisins þurfa frumur líkamans að vera við því bún- ar að bregðast við skemmdum á erfðaefninu. Við- bragð frumunnar felst í því að stöðva frumuskipt- ingu til að hindra að gallað erfðaefni festist í sessi og gera við skemmdirnar. Ef skemmdirnar eru of miklar eða viðgerð misferst á einhvern hátt, deyr fruman stýrðum frumudauða (apoptósu). Stjórn- un á þessum viðbragðsferlum er ákaflega flókin en rannsóknir benda til þess að prótein sem kallast p53 leiki lykilhlutverk í þeim öllum. Þetta er ástæð- an fyrir því að p53 rannsóknir hafa orðið mjög fyr- irferðamiklar á undanförnum árum og sýnir mikil- vægi þess að vísindamenn á ýmsum sviðum líf- og læknavísindanna veiti niðurstöðum þeirra athygli. HVAÐ ER ÞETTA P53? p53 er gen sem skráir fyrir p53 próteininu. Próteinið vegur 53 kílódalton og er nafnið dregið af því. Nafn próteinsins lætur vissulega lítið yfir sér en með réttu mætti kalla það erfðavörð eða jafnvel sameindalöggu. p53 próteinið fannst árið 1979 í tengslum við rannsóknir á ummyndun fruma í rælct með krabbameinsmyndandi veirum. Þar sem p53 var aðeins eitt af mörgum próteinum sem þannig voru uppgötvuð á þessum tíma liðu 10 ár Rut er líffrœðingur og starfar á Rannsóknastofu Krabbameinsfélagsins í sameinda- ogfrumulíffraði. áður en verulegur áhugi vaknaði á því. Á þeim tæp- um tuttugu árum sem liðið hafa frá fundi p53 hef- ur komið í ljós að það gegnir margbrotnara hlut- verki í frumunni en menn gátu ímyndað sér og til að undirstrika mikilvægi þess var það valið sameind ársins 1993 af vísindatímaritinu Science. HVAÐ GERIR P53? Grunnhlutverk p53 próteinsins felst í að stýra umritun og virkni ýmissa gena og próteina. Um- ritunarstjórnunin byggir á því að p53 próteinið binst sérhæft við stýriröð ákveðinna gena og virkar þar sem einskonar segull sem dregur að sér umrit- unarflókann og leiðir þannig til þess að genin eru umrituð. Með beinum samskiptum við TATA-box háð umritunarkerfi getur p53 einnig hindrað um- ritun ákveðinna gena. Þá binst p53 ýmsum próteinum og hefur þannig áhrif á virkni þeirra. Undir eðlilegum kringumstæðum situr p53 próteinið álengdar og tekur að því er virðist ekki þátt í daglegri umsýslan frumunnar. Þannig hefur líka komið í ljós að mýs sem fæðast án p53 gens (p53-knockout mýs) þroskast á eðlilegan hátt. Alltaf er þó eitthvað af p53 próteini til staðar í um- fryminu, genið er sífellt umritað í litlu magni en umsetning þess er mjög hröð í frumunni og því safnast próteinið eklci upp við eðlilegar aðstæður. Þegar skemmdir verða á erfðaefninu, t.d. af völd- um geislunar eða krabbameinsvaldandi efna, tekur p53 hinsvegar til sinna ráða. Við þær aðstæður eykst magn p53 próteinsins verulega og líftími þess einnig. Ekki er þekkt hvað kemur þessu viðbragði p53 af stað en próteinið tekur nú til við að virkja nauðsynleg gen og prótein sem stöðva DNA eftir- myndun og frumuskiptingu en örva skerðibútavið- gerð. Stundum dugar þó viðgerðin ekki til og þá, LÆKNANEMINN 70 1. tbl. 1996, 49. árg.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.