Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1996, Síða 93

Læknaneminn - 01.04.1996, Síða 93
Áhrif reykinga á frjósemi, meðgöngu og fóstur og í hærri skömmtum keppir það við joð í fram- leiðslu skjaldkirtilshormóna. Líkur hafa verið leiddar að því að efni úr sígarettureyk hamli verkun skjaldkirtilsvaka í vefjum (10). Þetta gæti átt þátt í að breyta innra hormónajafnvægi og blæðinga- mynstri hjá konum sem reykja (1,10). Hjá körlum (Taflal) hækka estrógen, prólaktín og LH í sermi við reykingar en testósterón, FSH og vasópressín lækka. Nýrnahettustarfsemi verður lík og hjá konum. Nikótín og kótínín bæla hormóna- framleiðslu Leydigfruma í eistum sem hefur áhrif á kyngetu (1). Áhrif reykinga á kynfrumur og cexlunarfceri Reykingar hafa bein áhrif á eggfrumuna, starf- semi eggjaleiðaranna, færslu eggfrumu niður eggja- leiðarann og bólfestu fósturvísis í legi. Nikótín í umhverfi eggfrumu dregur úr lífvænleika og þrosk- un hennar. Dýratilraunir hafa einnig bent til auk- innar hættu á að fleiri en ein sáðfruma frjóvgi egg- ið sem stöðvar frekari þroska okfrumunnar (1). Vöðvasamdrættir aukast í eggjaleiðurum og má ætla að þar dragi úr hreyfanleika bifhára líkt og í öndunarfærum (1). Ytarlegar rannsóknir á beinum eituráhrifum reykinga á sáðfrumur hafa sýnt að í heildina eru áhrifm væg en sæðisrúmmál minnkar og sáðfrum- um fækkar. Hreyfanleiki sáðfrumnanna breytist vegna áhrifa á frymispíplur (microtubuli) í hala þeirra og hæfileiki sáðfrumna til að frjóvga egg- frumu (acrosine activity) er minni, þó útlit eða erfðaefni sáðfrumna skaðist ekki (1). Kadmíum úr reyknum gæti valdið þessu, en þungmálmar eru þekktir fyrir að stuðla að ófrjósemi. Einnig hafa verið leiddar líkur að því með dýratilraunum að nikótín eða þíócýaníð í leghálsslími geti dregið úr hæfileika sáðfruma til að komast þar í gegn (1). Fósturlát Reykingar kvenna auka hættu á fósturláti, eink- um á öðrum þriðjungi meðgöngu. Rannsókn á 626 konum sem misst höfðu fóstur og 1300 konum til samanburðar sýndi að hætta á fósturláti þegar móð- ir reykti á fyrsta þriðjungi meðgöngu var lítil en marktækur munur var á öðrum þriðjungi, hvort sem kona reykti sjálf eða var í reykmenguðu and- rúmslofti (RR 1.3, CI 1.2-1.9)(11). Óbeinar reyk- ingar og reykingar föður virtust auka líkur á fóstur- láti. Hlutfallsleg áhætta á fósturláti ef kona reykti >14 sígarettur á dag síðasta mánuðinn fyrir getnað var 30% meiri þegar litningagerð þungunarvefs var eðlileg (RR 1.3; CI 1.1-1.7) en efkona reykti ekki. Engin slík áhrif fundust ef litningagerðin var þrí- stæða (12). Utanlegsþykkt Meðal kvenna sem reykja er tíðni utanlegsþykkt- ar hærri, einnig þegar tillit er tekið til bólgusjúk- dóma, notkunar lykkju og fyrri utanlegsþykktar (1). Þeim sem reykja er tvisvar sinnum hættara við að fá utanlegsþykkt (RR 2,2) (1,13). Áhættan er í beinu hlutfalli við magn reykinga, eða RR 1,4 hjá konum sem reyktu <10 sígarettur á dag, miðað við RR 5,0 hjá konum sem reyktu >30 á dag (14). Jafnvel þótt kona hafi hætt að reykja fyrir getnað er áhættan aukin miðað við konu sem aldrei hefur reykt (RR 1,6, CI 1,0 - 2,8) (13). Ófijósemimeðferð og reykingar í tengslum við tæknifrjóvganir hafa verið gerðar rannsóknir á áhrifum reykinga á árangur meðferð- ar. Útkoman hefur verið á einn veg, þ.e. árangur er mun verri hjá þeim sem reykja (Tafla 2) (15). Egg- búsvökvi kvenna sem reykja inniheldur kótínín, niðurbrotsefni nikótíns, sem annars finnst ekki þar Tafla 2. Neikvœð áhrif reykinga á tteknifrjóvgun þar sem sama gónadotrópín meðferð er notuð; breytingar hjá konum sem reykja miðað við þter sem reykja ekki. Östradíól í sermi Lækkar Eggbú Færri Eggfrumur Færri Fósturvísar Færri Andrógen í eggbdsvökva Hækkar Östradíól í eggbúsvökva Lækkar Kótínín í eggbúsvökva Finnst LÆKNANEMINN 83 1. tbl. 1996, 49. árg.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.