Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1996, Side 94

Læknaneminn - 01.04.1996, Side 94
Áhrif reykinga á frjósemi, meögöngu og fóstur (16). Samanburður á frjóvgunarhæfni 45 egg- frumna þar sem kótínín var í eggbúsvökva við 116 eggbú án kótíníns sýndi að í seinni hópnum tókst frjóvgun í 72% tilfella en hjá þeim sem reyktu í 44% (16). Heildarárangur glasafrjóvgunar var kannaður hjá 447 pörum þar sem 129 konur reyktu. Frjóvgun tókst hjá 69 pörum, 50 sem ekki reyktu og 19 sem reyktu. Fósturlát eftir tæknifrjóvgun var algengara hjá konum sem reyktu (42% á móti 19 %) og aðeins 9,6% þeirra sem reyktu fæddu sam- anborið við 17% þeirra sem ekki reyktu (17). MEÐGANGA Reykingar á meðgöngu eru hættulegar fóstrinu. Fæðingarþyngd lækkar og tilhneiging er til sam- hverfrar vaxtarskerðingar, sem ber vott um næringar- snauðara umhverfi. Fæðingar fyrir tímann eru al- gengari og einnig er tíðni síðkominna fósturláta og burðarmálsdauða hærri. Ahrifin halda áfram að segja til sín eftir fæðingu, t.d. með stóraukinni hættu á vöggudauða. Breytingar ífylgju Mestöllum áhrifum sem börn verða fyrir í móð- urkviði vegna reykinga er miðlað um fylgjuna, með áhrifum á efnaskipti fylgjunnar og blóðflæði til fóstursins. Nikótín bælir flutning amínósýra í gegnum fylgju vegna hamlandi áhrifa á kólínerga viðtaka en súrefnisskortur, vegna kolmónoxíðs og annara efna úr tóbaksreyk, truflar einnig ATP orkuháð efnaferli í fylgjunni (18). Breyting verð- ur á vefjabyggingu fylgjunnar með ótímabærri hrörnun. Efni úr sígaretturreyk geta valdið skemmdum á erfðaefni cytotrophoblastfrumna í fylgjunni (19). Frumunum fækkar vegna beinna eituráhrifa. Þykltnun verður á títuhimnum (villous membranes) og hlutfall háræða í títum (villi) minnkar (20). Hlutfall bandvefs eykst (21,22) og meiri drepskemmdir sjást (23), jafnvel á fyrsta þriðjungi meðgöngu (24). Frumur í háræðaveggj- um og fylgjuvef innihalda meira af trefjungum (filaments) og trefjum (fibrillae). Við það eykst samdráttargeta æðanna sem nikótínið eykur enn á (25). f legvatni reykingakvenna finnst hátt gildi á kótíníni sem hefur beina eiturverkun á erfðaefni fylgjufrumna (26). Ahrifá hjarta og aðakerfi fósturs Nikótín er kröftugur æðaþrengir, herðir á hjart- slætti og hækkar blóðþrýsting (27). Nikótín fer auðveldlega í gegnum fylgju og því verður fóstrið einnig fyrir þessum áhrifum. Grunnlínubreytileiki (baseline variability) í fósturriti og fósturhreyfing- ar minnka þegar konur reykja venjulegar sígarettur miðað við nikótínlausar (28,29,30). Jafnframt minnkar kolmónoxíð frá reyknum getu blóðrauð- ans til súrefnisflutnings. Fósturblóðrauði losar kolmónoxíð tregar en blóðrauði í fullorðnum og því er karboxýblóðrauði hærri hjá fóstrinu en móðurinni (1). Sækni (affinity) blóðrauða í kolmónoxíð er mildu meiri en í súrefni og blóð- seigja eykst. Barnshafandi kona er nær helmingi næmari en aðrar konur fyrir þessu, einkum ef blóð- leysi er einnig fyrir hendi (31). ísótóparannsókn á blóðflæði gegnurn millitíturbil (intervillous space) fylgjunnar sýndi marktæka minnkun blóðflæðis ef reykt var, jafnvel til lengri tíma (32). Aukin blóðseigja og minni hæfileiki rauðra blóð- korna til að breyta um lögun stuðla að skertu blóð- flæði og næringarefnaflutningi til fóstursins. Nafla- strengsblóði var safnað við fæðingu frá 40 konum sem reyktu >20 sígarettur á dag og frá 40 konum sem reyktu ekki. Blóðseigja í fyrri hópnum var 27% meiri en í þeim seinni og 18% minnkun varð á mislögunarhæfni (deformability index) rauðra blóðkorna (33). Reykingar breyta samspili og hlutfalli thrombox- ans A2 (TxA2) og prostacýklíns (PGI2) þannig að áhrif TxA2 verða ráðandi (34,35). TxA2 dregur saman æðar og stuðlar að kekkjun blóðflagna en PGI2 hindrar kekkjun og er æðavíkkandi. I nafla- strengsslagæðinni myndast mikið PGI2 til að auð- velda blóðflæði til fóstursins. Æðar úr naflastrengj- um kvenna sem reyktu >10 sígarettur á dag sýndu 30% minni PGI2 virkni en eðlilegt er (35). Reykingakonur virðast síður fá meðgönguhá- LÆKNANEMINN 84 1. tbl. 1996, 49. árg.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.