Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1996, Page 96

Læknaneminn - 01.04.1996, Page 96
Áhrif reykinga á frjósemi, meðgöngu og fóstur innar er meðal annars að leita í breytingum á blóð- flæði til fósturs og súrefnisflutningi til þess (55) en einnig í eituráhrifum frá efnum eins og kadmíum og þíócýanati í reyknum. Þungmálmurinn kadmí- um mælist þrisvar sinnum hærri í blóði kvenna sem reykja og sex sinnum hærri í fylgjuvef (69). Zínk er nauðsynlegt fyrir eðlilegan vöxt og kadmíum bind- ur zínk í fylgjuvefnum þannig að magn zínks í blóði nýburans lækkar (1,70). Þíócýanatmagn eykst einnig (71) en það hefur hamlandi áhrif á skjaldkirtilinn sem er nauðsynlegur hlekkur í vexti og þroska barna (10,35, 71). AÐGERÐIR GEGN REYKINGUM Nikótínfíkn Nikótín og sölt þess eru með eitruðustu efnum er þekkjast (72). Nikótín er sterkt ávanalyf (1) enda reyndin sú að flestum gengur illa að hætta reyking- um. Þrátt fyrir nikótínlyf hætta einungis 2-3% reykingamanna í Bandaríkjunum á ári hverju en nálægt tvöfalt fleiri bætast í hópinn (73). Frá- hvarfseinkennin þekkja margir en þau eru helst syfja, þreyta, órói, eirðarleysi og svefntruflanir (72). Mætti heimfæra þessi einkenni upp á nýburann sem hættir að reykja við fæðingu nema ef móðir reykir nóg til að viðhalda nikótínstyrk í móður- mjólkinni. Við notkun nikótíns verður varanleg fjölgun á nikótínviðtökum í heila og vaknar þá sú spurning hvort lagður sé grunnur að nikótínfíkn í móðurkviði. Nikótín minnkar matarlyst og er þyngdaraukning í reykbindindi vel þekkt (74). Tóbaksauglýsingar höfða mjög til vaxtarlags fólks og konur eru viðkvæmari fyrir vaxtarlagi sínu en karlar. Fimm kílóa þyngdaraukning getur virst meiri ógnun en æða- og lungnasjúkdómar seinna á lífsleiðinni (73). Það hlýtur að vera áhyggjuefni að minna dregur úr reykingum lcvenna en karla og að reykingar virð- ast vera að aukast aftur hjá unglingum bæði erlend- is (73) og hér á landi. Reykingar meðal kvenna hafa aðeins minnkað um 0.3-0.5% á ári á íslandi (75), eins og í Bandaríkjunum (76). I þungun er samt nokkru meiri tilhneiging til að minnka reykingar, a.m.k. tímabundið. Nýleg norsk rannsókn bendir til nær 2% árlegrar minnkunar reykinga í þungun þar í landi undanfarið (77), jafnframt því að færri sígarettur eru reyktar (77, 78). Kostir reykbindindis Með því að draga úr reykingum kvenna er hægt að draga úr burðarmálsdauða og bæta heilsu ný- bura. Ef kona hættir að reykja á fyrsta þriðjungi meðgöngu er að mestu hægt að koma í veg fyrir vaxtarskerðingu hjá fóstrinu og tíðni burðarmáls- dauða verður svipuð og hjá konum sem ekki reyk- ja (79,80). Ef hætt er seinna á meðgöngu eða ef að- eins er dregið úr reykingum nást eldd sömu áhrif (79,81). Með reykbindindi er auk þess hægt að bæta frjósemi þeirra sem eiga við barnleysi að stríða. Umtalsverðar fjárhæðir gætu sparast í út- gjöldum til heilbrigðismála ef hægt væri að draga úr reykingum þungaðra kvenna (82) auk þess ávinn- ings sem það er fyrir konuna og fjölskyldu hennar. Það ætti því að vera forgangsverkefni í mæðravernd að hjálpa þeim sem reykja að hætta því. Leiðir til reykbindindis Hluti þungaðra kvenna hættir reykingum af sjálf- dáðum, með eða án hvatningar frá heilbrigðisstarfs- fólki (83). Margar mæður (og feður) virðast nota tækifærið þegar von er á barni til að hætta að reykja en því miður byrja margar aftur eftir fæðinguna (84). Þær sem helst hætta eru konur sem reykja minna fyrir meðgönguna, eru yngri, eru í varanlegu sambandi, eiga maka sem ekki reykja, eru lang- skólagengnar, vinna léttari vinnu og neyta ekki áfengis (85,86,87). Ungar, einhleypar og einstæðar konur og konur með erfiða æsku að baki reykja meira, hætta sjaldnar og byrja oftar á ný (88). Sá áhættuþáttur sem sem vegur þó einna þyngst í því að konan byrjar aftur að reykja er að maki hennar reykir (86,89). Nauðsynlegt er því að ná sambandi við makann og hvetja hann til jákvæðra aðgerða fjölskyldu sinni í hag. Ymsar aðferðir hafa verið reyndar til að draga úr LÆKNANEMINN 86 1. tbl. 1996, 49. árg.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.