Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1996, Síða 102

Læknaneminn - 01.04.1996, Síða 102
Útlimaáverkar Brot á herðablaði og acromion Sjaldgæf og oftast samfara öðrum axlaráverkum. Sjaldan er meðferðar þörf nema um brot á cavitas glenoidalis sé að ræða. Rétt er að hafa samband við beinbrotaskurðlækni sjáist slíkir áverkar. Liðhlaup í axlarlið 1) Fremri, sem eru algengust og orsakast af áverka með snúningi til hliðar (útrótation). 2) Aftari, sjaldgæfari en sjást einkum eftir krampaflog eða raflost. Averkinn er oftast auðgreindur hjá flestum ein- staklingum. Við fremri liðhlaup er sýnileg aflögun á öxlinni og tómt undir acromion en kúla framan á öxlinni (Mynd 1). Eg mæli eindregið með að lið- hlaupið sé staðfest með röntgenmynd. Við áverk- ann getur orðið taugasköddun, venjulegast n. axill- aris áverki við fremra liðhlaup. Meðferð felst í lokaðri réttingu eins fljótt og hægt er. Mikilvægast er að sjúklingur sé vel afslappaður og verkjalaus þegar reynt er að draga í liðinn. Óhætt er að títrera díazepam (5 mg fyrst síðan end- urtekið með 2,5 mg skömmtum) og petidín (50 mg fyrst síðan 25 mg skammtar)/morfín í nægjan- legum skömmtum beint í æð þar til sjúklingur verður vel dasaður. Tvær meginaðferðir til að draga í liðinn eru: i) Sjúklingur liggur á grúfu á háu borði með lið- hleypta handlegginn hangandi útaf. Læknirinn hreinlega hangir í handleggnum þar til upp- handleggsbeinið smellur í liðinn! Aðstoðar- maður stendur hinum megin við sjúkling og heldur utan um hann með handldæði til að fá mótvægi. Þessi aðferð er einföld og hættulítil (Mynd 2). ii) Sjúklingur liggur á bak- inu. Grípið þéttingsfast í liðhleypta handlegginn og dragið í lengdaröxulinn og lyftið hægt framávið. Grípið með hinni hendinni í neðra Mynd 2 horn herðablaðs (angulus inferior) og snúið í áttina að hryggjarsúlunni. Þannig eiga liðhaus- inn (caput) og liðskálin (cavitas) að geta mæst á miðri leið. Þessi aðferð mjög árangursrík en dálítið vandasamari. Einnig er til bóta að hafa aðstoðarmann sem togar í brjóstkassann úr ( gagnstæðri átt (Mynd 3). Þegar búið er að staðfesta rétta legu með röntgen- mynd á að festa handlegginn í rólu („collar’n cuff‘, bindi um háls og úlnlið) í u.þ.b. 10 daga og eftir það hefst hreyfiþjálfun. Brýnið fyrir sjúklingi að forðast snúning til hliðar (útrótation) á handleggn- um í u.þ.b. 3 mánuði eftir áverkann. Endurtekin liðhlaup gerast hjá u.þ.b. fjórðungi sjúklinga fyrsta árið en eftir það fækkar endurtekn- ingum. Þó má gera ráð fyrir að 10% þeirra sem hafa fengið axlarliðhlaup fái það ítrekað aftur og þurfi með tímanum á aðgerð að halda. Brot í ruerbluta upphandleggjar (humerus proximalis) Algengust eru brot á collum chirurgicum svæð- inu. Þessi brot eru algengust hjá eldri konum. Al- gengt er að skipta þeim niður í eftirfarandi flokka samlcvæmt afstöðu meginbrothluta: 1) Brot án tilfærslu (Mynd 4). Algengustu brot- in. Oftast fylgjast brothlutar vel að og er því ekki þörf á annarri meðferð en að hvíla handlegginn í LÆKNANEMINN 92 1. tbl. 1996, 49. árg.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.