Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1996, Page 108

Læknaneminn - 01.04.1996, Page 108
Útlimaáverkar upphandlegginn með olnbogann í 90° beygju og sá þriðji leggur spelkuna á. Athugið að sjaldnast er þörf á neinu offorsi við réttinguna. Togið heidur hægt og bítandi með því að halla yltkur afturábak með armana beina og nota eigin þyngdarkraft þar til þið fmnið að brotið hrekkur í réttar skorður og skekkjan á úlnliðnum hverfur. Þetta getur tekið 5- 10 mínútur undir stanslausu stigvaxandi togi. Þessu næst á að sveigja úlnliðinn í væga vólarflexio og ulnar deviation. Brotinu er síðan haldið í þess- um skorðum þar til gipsið hefur harðnað. Ævinlega skal athuga brotlegu með röntgen- mynd eftir réttingu og síðan aftur eftir 7-10 daga. Reikna má með að fjórða hvert Collesbrot sem rétt er skríði aftur í átt til upphafslegu á fyrstu 10 dög- unum. Sum þessara brota verður því að rétta á ný. Slíka réttingu verður að gera í svæfmgu eða deyf- ingu, helst þar sem völ er á gegnumlýsingu, og fest- ingin eftir á er annað hvort umliggjandi (circulert) gips eða ytri festing með Hoffmann ramma. Gips- tíminn er 4-5 vikur. Strax eftir afgipsun hefst end- urhæfmgin sem felst í aktífri hreyfiþjálfun, helst undir umsjón sjúkraþjálfara ef völ er á. Smithsbrot þarf oftast að meðhöndla með aðgerð þar sem þeim er fest með lófalægri (volar) plötu. Sé brotið án verulegrar tilfærslu má meðhöndla það eins og Collesbrot. BÁTSBEINSBROT (0S SCAPHOIDEUM) Sjást einkum hjá yngri einstaklingum eftir kröft- ugan dorsalextensionsáverka á úlnlið. Því miður greinast brotin oft ekki á fyrstu röntgenmynd. Ef sterkur grunur er um brot (nægileg áverkasaga og eymsli yfir beininu í „anatomical snuffbox“) þrátt fyrir eðlilega röntgenmynd, á að setja baklæga (dors- al) gipsspelku á sjúkling og endurmeta eftir u.þ.b. 10-14 daga. Ef enn er grunur um brot á að fá nýja röntgenmynd og sést brotið þá oft. Sé myndin enn neikvæð þrátt fyrir jákvæða læknisskoðun er hægt að leita af sér allan grun með beinaskanni. Hafið hugfast að saga og læknisskoðun vega alltaf þyngra en rannsóknir. Brotin eru dæmd sam- kvæmt eftirfarandi skilmerkjum (Mynd 19): 1) Staðsetningu í beininu: Fjær (distali) þriðjungur (u.þ.b. 10%), mið- þriðjungur (u.þ.b. 70%) og nær (prox- imal) þriðjungur (u.þ.b. 20%). 2) Stefnu brotalínunn- ar í beininu: Lárétt (u.þ.b. 35%), ská- sett (u.þ.b. 60%), lóðrétt (u.þ.b. 5%). Meðferð er gips ef brotið er án tilfærslu og kemur til meðferðar strax. Almennt gildir að lárétt og skásett brot í fjær- og miðþriðjungi gróa á u.þ.b. 6 vikum í lágu bátsbeinsgipsi. Ef sjúklingur er ekki leng- ur aumur yfir brotstað og gróandamerki sjást á röntgenmynd eftir þann tíma, þarf ekki lengri meðferðar við. Afrifur fjærst á bátsbeini (tuber) eru venjulega góðkynja áverkar sem oft dugir að meðhöndla með baklægri gipsspelku í 4-6 vikur. Ef brotið er í nærþriðjungi beinsins eða ef brotlínan er lóðrétt verður að hafa gipsið lengur, í 3 mánuði, og hafa umbúðirnar viðameiri, bátsbeinsgips uppfyrir olnboga til að hindra prósúpinatio í framhandleggnum. Brot sem bæklunarlæknar eða handarskurðlæknar ættu að hafa afskipti af frá byrjun vegna meiri líkinda á skurðaðgerð eru: 1) Misgengi eða gliðnun í brot- inu meiri en lmm. 2) Brot í nærþriðjungi. 3) Lóðrétt brot. 4) Sein greining. Mynd 19 LÆKNANEMINN 98 1. tbl. 1996, 49. árg.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.