Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1996, Síða 110

Læknaneminn - 01.04.1996, Síða 110
Útlimaáverkar in geta annars vegar verið utanvið liðinn, extraart- icular (supracondylar, mynd 21) eða inní liðinn, intraarticular (uni- eða bicondylar, mynd 22). Meðferðin veltur á útliti og eðli brotsins. Ef ekki er um tilfærslu að ræða og brotið stöðugt, má með- höndla brotið með gipsi frá ökkla upp í nára í 6 vikur. Sjúklingur má ekki stíga í fótinn í 3 mánuði. Síðari 6 vikurnar má samt byrja að stunda hreyfi- þjálfun. Ef brotið er óstöðugt við þreifingu, veldur stallmyndun eða misgengi í liðnum verður að íhuga opna réttingu og innri festingu. Slíkum til- fellum á því að vísa á sjúkrahús. Aður en sjúkling- ur er fluttur á samt að leggja brotna gangliminn í bráðabirgðagipsspelku. HNÉSKEL (PATELLA) Brot á hnéskel eru tiltölulega algeng einkum meðal eldra fólks. Þessi brot koma til við fall beint á hnéð. Brotin geta verið án tilfærslu og halda ret- inacula patellae med. og lat. brothlutunum saman. Algengara er þó að veruleg gjá sé á milli beinhlut- anna og hindri þannig m. quadriceps femoris í að rétta úr hnénu. Þverlægu brotin eru þau sem oft- ast þarfnast aðgerða en hin langlægu liggja oftar í ásættanlegri legu. Patella bi- eða tripartita valda oft misskilningi við greiningu. Hér er um að ræða að beinkjarnar hnéskeljar sameinast í „fibrous-union“. Þetta fyrirbæri situr oftast nærlægt og hliðlægt (lat- eralt) í hnéskelinni og er ekki brot jafnvel þó að greinileg lína sjáist. Yfirleitt er hægt að fullvissa sig hvers kyns er við skoðun. Ef um brot er að ræða sést mar og bólga. Einnig á svæðið að vera aumt viðkomu ef um brot er að ræða. Ef vafi leikur á getur verið gagnlegt að taka röntgenmynd af hinu hnénu því að patella bipartita er báðum megin í flestum tilfellum. Brot sem liggja án hliðrunar eða stallmyndunar meðhöndlast með gipsi frá ökkla að hné í u.þ.b. 6 vikur. Fyrsta gips á að vera uppskorið og á að skipta eftir 2 vikur. Sjúklingur má stíga í með fullu álagi. Eftir gipstöku hefst hreyfiþjálfun á hnénu. Þverlæg brot með minnstu gliðnun og önnur brot með mis- gengi og stall í liðfleti verður að færa í réttar skorð- ur opið og festa á viðeigandi hátt. Sé brotið fest tryggilega er oftast hægt að fjarlægja umbúðir og hefja hreyfiæfmgar eftir 2-4 vikur. LIÐHLAUP OG SINASLIT Slit í ligamentum patellae og sin m. quadriceps femoris sjást stundum eftir kröftuga áverka og djúp sár hjá yngri eða sem afleiðing hrörnunar hjá eldri einstaklingum. Þessir áverkar greinast yfirleitt á því að sjúklingarnir eru bólgnir og aumir. Þeir geta eklci rétt úr hnénu með eigin lærvöðvum. Hnéskel- in situr hátt við slit á ligamentum patellae og lágt við slit í sin m. quadriceps fentoris. Meðferðin er ávallt saumur á slitinni sin og tímabundin innri slökun með stálþráðum ásamt gipsumbúðum. Liðhlaup á hnéskel eru með algengustu áverkum á hnélið. Einkum gerist þetta hjá táningsstúlkum þar sem átakshornið milli m. quadriceps fem. og ligamentum patellae (Q-hornið) er of hvasst og condylus lateralis á lærlegg er óeðlilega flatur. I slíkum tilfellum getur hnéskelin auðveldlega hopp- að hliðlægt (lateralt) úr liðnum þegar hnéð er bog- ið, ef snúningskraftarnir til hliðar eru nógu sterkir til að toga hnéskelina út og ef þrýstingur er á hné- skelina innanverða. Hnéskelin liggur þannig utan á bognu hnénu. Liðhlaupið réttist oftast sjálflcrafa um leið og sjúklingur réttir úr hnénu. Ef sjúkling- ur kemur inn með hnéskel úr lið á að færa hana í liðinn strax. Hvorki er þörf á svæfingu né deyf- ingu. Setjið þumalfingur við hnéskelina utanverða og réttið síðan úr hnénu, þá smellur hnéskelin á LÆKNANEMINN 100 1. tbl. 1996, 49. árg.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.