Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1999, Side 2

Læknaneminn - 01.04.1999, Side 2
ét’Cipramir 1 -einstæðir eiginleikar TÖFLUR; N 06 AB 04 Hver tafla inniheldur: Citalopramum INN, hýdróbrómíð, samsvarandi Citalopram- um INN 10 mg, 20 mg eða 40 mg. Eiginleikar: Cítalópram er tvíhringlaga ftalen-afleiða og er virkt gegn þunglyndi. Verkunarháttur lyfsins er vegna sértækrar hindrunar á upptöku serótóníns í heila. Lyfið hefur engin áhrif á endurupptöku noradrenalíns, dópamíns eða GABA. Lyfiðog umbrotsefni þess hafa því enga anddópamín-, andadren-, andserótónín-, og and- histamínvirka eða andkólínvirka eiginleika. Jafnvel við langtíma notkun hefur lyfð engin áhrif á fjölda viðtaka fyrir boðefni í miðtaugakerfi. Aðgengi eftir inntöku eryfir 80%. Hámarksblóðþéttni næst eftir 1-6 klst. Stöðug blóðþéttni næst eftir 1-2 vik- ur. Próteinbinding er um 80%. Dreifingarrúmmál er u.þ.b. 14 l/kg. Lyfið umbrotn- ar áður en það útskilst; um 30% í þvagi. Umbrotsefni hafa svipaða en vægari verk- un en cítalópram. Helmingunartími er um 36 klst. en er lengri hjá öldruðum. Lyfð hefur hvorki áhrif á leiðslukerfi hjartans né blóðþrýsting og eykur ekki áhrif alkó- hóls. Lyfið hefur væga róandi verkun. Ábendingar: Þunglyndi. Felmturröskun með eða án víðáttufælni (panic disorder with or without agrophobia). Frábendingar: Engar þekktar. Varúð: Gæta skal varúðar við gjöf lyfsins við skerta lifrar- eða nýrnastarfsemi. Aukaverkanir: Algengasta aukaverkunin er ógleði allt að 7%. Algengar (> 1%): Almennar: Höfuðverkur, sviti, þreyta, slen, titringur, breytingar á þyngd og svimi. Æðakerfi: Þungur hjartsláttur. Miðtaugakerfi: Svefntruflanir, skyn- truflanir og órói. Meltingarfæri: Ógleði, breytingará hægðavenjum, meltingaróþæg- indi og þurrkur í munni. Þvagfæri: Erfiðleikar við aðtæma þvagblöðru.Augu: Sjónstill- ingarerfiðleikar. Sjaldgæfar (0,1 %-1 %): Almennar: Almenn lasleikatilfinning. Geispar. Miðtauga- kerfi: Æsingur, rugl, erfiðleikar við einbeitingu, minnkuð kynhvöt og truflun á sáðláti. Meltingarfæri: Aukið munnvatnsrennsli. Húð: Útbrot. Öndunarfæri: Nefstífla. Augu: Stækkað Ijósop. Mjög sjaldgæfar (< 0,1%): Miðtaugakerfi: Mania. Aukaverkanir eru oft tímabundnar og ganga yfir enda þótt meðferð sé haldið áfram. Milliverkanir: Varast ber samtímis gjöf MAO-hemla og skulu að minnsta kosti líða 14 sólarhringar á milli þess að þessi tvö lyf séu gefin nema MAO-hemill hafi mjög skamman helmingunartíma. Lyfið hefur mjög væg hamlandi áhrif á cýtókróm P450-kerfið. Meðganga og brjóstagjöf: Reynsla af gjöf lyfsins hjá barnshafandi konum er mjög takmörkuð, en dýratilraunir benda ekki til fósturskemmandi áhrifa. Ekki er vitað hvort lyfið skilst út í brjóstamjólk en í dýratilraunum hefur lítið magn lyfsins fund- ist í mjólk. Skammtastærðir handa fullorðnum: Lyfið ergefiðeinu sinni á dag, en skammtar eru breytilegir. Þunglyndi: Upphafsskammtur er 20 mg á dag, en má auka í 40 mg á dag, ef þörf krefur. Ekki er mælt með hærri skömmtum en 60 mg á dag. Hjá sjúklingum eldri en 65 ára er ráðlagður skammtur helmingur ofangreindra skammta þ.e. 10 - 30 mg á dag, að hámarki 40 mg á dag. Mikilvægt er að gefa lyfið a.m.k. í 2-3 vikur áður en árangur meðferðarinnar er metinn. Meðferðarlengd 4-6 mánuðir eftir svörun sjúkl- ings. Felmturröskun: Lágir skammtar eru notaðir í upphafi meðferðarvið felmturröskun til að draga úr líkum á versnun sjúkdómsins. Ráðlagður upphafsskammtur er þannig 10 mg á dag. Eftir einnar viku meðferð er skammturinn aukinn í 20 mg á dag. Venjulegur viðhaldsskammtur er 20-30 mg á dag. Ef svörun er ófullnægjandi má auka skammtinn en ekki er mælt með hærri skömmtum en 60 mg á dag. Viðmeð- ferð á felmturköstum nær árangur hámarki eftir u.þ.b. 3 mánuði og er viðvarandi við áframhaldandi meðferð. Skammtastærðir handa börnum: Lyfið er ekki ætlað börnum. Pakkningar og hámarksverð frá apótekum í maí 1999: Töflur 10 mg: 28 stk. (þynnupakkað) - 2.493-, 100 stk. (glas) - 7.068-.Töflur 20 mg: 28 stk. (þynnupakk- að) - 4.149-, 56 stk. (þynnupakkað) - 7.401-, 100 stk. (glas) - 12.462.Töflur 30 mg: 28 stk. (þynnupakkað) - 5.635-, 100 stk. (glas) - 17.100. Töflur 40 mg: 28 stk. (þynnupakkað) - 6.985-, 56 stk. (þynnupakkað) - 12.900-, 100 stk. (glas) - 22.090. Hámarksmagn sem má ávísa er sem svarar 30 daga skammti. Samþykktur sérlyfjaskrártexti dags. 3. ágúst 1999. Markaðsleyfishafi: Lundbeck, Danmörku Umboð á íslandi: Austurbakki hf.

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.