Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1999, Page 13

Læknaneminn - 01.04.1999, Page 13
depressed), og III (excavated), sem hefur áhrif á horf- ur. Magaspeglun með ómun er lofandi til að gefa T (TNM kerfi) stig sjúklingsins. T stigið segir okkur út- breiðslu æxlisins í maganum sjálfum. Ef til vill getur ómunin einnig gefið N stigið, en lengra er í það (þess má geta að ómtæki með speglun er að koma til lands- ins). N stigið er mælikvarði á magn útbreiðslunnar í eitlakerfinu. Mergástunga getur gefið cytokeratin já- kvæðar frumur (meinvarp frá endothel frumum) en hefur ekki verið gert hérlendis. Talsvert er nú skrifað um cytokeratin jákvæðar frumur í merg en þýðing þeirra er enn ekki ljós. Meinafræðingar geta með mikilli nákvæmni greint garnafrumu- frá dreiffrumu- tegund magakrabbameins við skoðun á sýnum við speglanir en það eru mikilvægar upplýsingar fyrir skurðlækni fyrir aðgerð. Sjúklingar greinast oft vegna lokunareinkenna (uppköst), þeir verða fljótt saddir og einnig greinast þeir vegna blæðinga. Sjúklingar sem greinast á Vest- urlöndum eru flestir á stigi 3 og 4 (sjá síðar) með lé- legar horfur. Stækkuð lifur með meinvörpum er oft fyrsta einkenni magakrabbameins og hluti greinist við krufningu. UNDIRBÚNINGUR FYRIR GAGNGERA (RADICAL) AÐGERÐ Hérlendis er miðtala aldurs sjúklinga yfir 70 ár og þeir hafa því oft önnur vandamál. Næringarástand sjúklinga með magakrabbamein er oft bágborið. Ekki hefur reynst neinn ávinningur af því að næra þá sér- staklega fyrir aðgerðina. Næringarfræðingar eru hins vegar afar mikilvægir fyrir þessa sjúklinga eftir að- gerðina og allir mínir sjúklingar sem eru skornir við þessu æxli eru einnig undir eftirliti næringarfræðinga. Almenn úttekt á hjarta og lungum er meginatriði. Ef hægt er að bæta hjartastarfssemi fyrir aðgerð þá er það mikilvægt. Lungnastarfsemi er einnig afar mikil- væg, ef t.d. um astma er að ræða þá er grundvallarat- riði að hefja meðferð fyrir aðgerð og hafa sjúkling í sem bestu ásigkomulagi við aðgerðina. Um aðra sjúk- dóma gildir það sama, þ.e. að reyna að koma sjúkling í sem best form fyrir aðgerð sem yfirleitt þarf ekki að gera í hasli. Aldur er aldrei frábending fyrir aðgerð og varla neinir sjúkdómar enda er engri annarri meðferð til að dreifa. Mín reynsla er sú að reyndur svæfingar- læknir er best til þess fallinn að meta sjúkling í heild fyrir aðgerð enda sér hann um svæfinguna og með- ferðina fyrstu stundirnar eftir aðgerðina. ASA (American Society of Anesthesiology) flokkun er alltaf gerð fyrir aðgerðir en nauðsynlegt er að hún sé fyrirliggjandi við samanburð við aðra hópa með sjúk- dóminn. ASA flokkunin er fremur gróf en vel þekkt og útbreidd. Ymis lífeðlisfræðileg skor eru til sem eru mun nákvæmari til að lýsa ástandi sjúklinga og verða þau eflaust tekin upp á næstunni til að meta sjúklinga fyrir aðgerð (til dæmis APACHE). Lífsgæðamat (qu- ality of life) er gagnlegt til að bera saman við það ástand sem verður eftir aðgerð og þannig tæki til að meta áhrif aðgerða. Röntgen mynd af lungum er nauðsynleg til að úti- loka meinvörp og tölvusneiðmynd (TS) í framhaldi ef nokkur grunur er á lungnaútbreiðslu. Flestir sjúkling- arnir hafa þegar farið í TS af kviðarholi þegar þeir koma til skurðlæknis en sú rannsókn er fremur óná- kvæm og stenst ekki kviðarholsspeglun með kvið- sjárómun jafnvel þótt „spiral" TS sé beitt26. Þó er gagnlegt að meta lifrina með tilliti til meinvarpa en ómun í góðum höndum gerir sama gagn og TS. Omun og TS til að meta eitla eru óáreiðanlegar rann- sóknir (sama má segja um þreifingu skurðlæknis í að- gerð á eitlum). Kviðarholsspeglun er nákvæmasta að- ferðin til að meta útbreiðslu fyrir gagngera aðgerð. Utsæði f Iífhimnu er greinanlegt en ekki með góðu móti á annan hátt. Útbreiðsla til serosu (T3) eða inn- vöxtur í aðlæg líffæri (T4) er einnig greinanlegt. Yf- irborð líffæra er sjáanlegt og með ómun (LAP IOUS) má skyggnast dýpra og fá vísbendingar um N og M stig. Ég mæli eindregið með kviðarholsspeglun fyrir aðgerð til stigunar (allir sjúklingar Landspítalans eru nú þannig skoðaðir). Það er áætlað að 19% sjúklinga greinast óskurðtækir með kviðarholsspegluninni og ómunin bæti öðrum 7% við27. Mér finnst eðlilegast að gera speglunina sem sér aðgerð og fylgja henni eftir með opinni aðgerð nokkrum dögum seinna. Þannig fæst best nýting á skurðstofutíma og sjúkling- ur veit að hverju hann gengur þegar til gagngerrar að- gerðar kemur. Að þessu loknu er fyrirliggjandi klínísk TNM stig- un (cTNM, sjá síðar) fyrir gagngera aðgerð. Horfur sjúklings og áhætta við aðgerð eru þá ljósari og val á úrræðum byggist á traustum grunni. AÐGERÐ Japan - Asía Til að skilja aðgerðirnar þarf fyrst að gera grein fyr- ir stiguninni sem Japanir nota. Japanir komu sér sam- an um flokkunarkerfi sem er keimlíkt TNM stigun- inni ef undan er skilin eitlaflokkunin28. Eitlar í jap- LÆKNANEMINN • 1. tbl. 1999, 52. árg. 13

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.