Læknaneminn

Ataaseq assigiiaat ilaat

Læknaneminn - 01.04.1999, Qupperneq 16

Læknaneminn - 01.04.1999, Qupperneq 16
LYFJA- OG GEISLAMEÐFERÐ EFTIR AÐGERÐ Lyfja- og geislameðferð hefur ekki reynst hafa mikil áhrif á magakrabbamein. Notkun þeirra ein- skorðast við rannsóknir á Vesturlöndum. I Asíu er aft- ur á móti útbreidd notkun lyfja við þessum sjúk- dómi30. Rannsóknir þar eru ekki afgerandi en nokkr- ar framsýnar slembirannsóknir munu vera í gangi. MRC (Medical Research Council) á Bretlandseyjum er með rannsókn á lyfjameðferð fyrir aðgerð í gangi. Þar er áætlað að 1/3 sjúklinga svari meðferð þannig að RO aðgerð (sjá töflu um TNM stigun) verður möguleg (downstage)31. HORFUR Nokkrir vel þekktir þættir hafa áhrif á horfurnar og má segja að þeir séu flestir háðir stærð og útbreiðslu sjúkdómsins. Stig sjúkdómsins hefur úrslitaáhrif og einnig hvort aðgerðin er RO eða Rl. Einnig virðast konur í sumum rannsóknum klára sig betur. Æxli í nær þriðjungi hafa miklu verri horfur en æxli fjær í maga. Tafla 6 sýnir fimm ára lifun sjúklinga Land- spítala og Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri (FSA) ef talið var að um læknandi aðgerð hafi verið að ræða26. Arangur okkar er mjög góður ef miðað er við Vesturlönd en miklu lakari þegar miðað er við Japan. Tafla 6. Fimm ára lifun (%) 193 sjúklinga með magakrabbamein sem gengust undir gagngera að- gerð miðað við stig og staðsetningu26. Stig Fjöldi sjúklinga 5 ára lifun % I 50 62 II 21 43 III 60 22 IV 61 2 Staðsetnlng í maga Nærmagi 34 13 Nær- og miðmagi 7 0 Miðmagi 51 30 Mið- og fjærmagi 24 19 Fjærmagi 62 43 Allur maginn 11 18 Tafla 6 sýnir einnig hversu lélegar horfur sjúklinga á stigi 3 og 4 eru. Meirihluti okkar sjúklinga eru á þessu stigi og er sama uppi á teningnum annars stað- ar á Vesturlöndum. Japanir eru með meirihluta sinna sjúklinga á stigi 1 og 2 og ná þar með miklu betri ár- angri. RÁÐLEGGINGAR-VANGAVELTUR UM AÐGERÐ Eitlar Til að stiga sjúkdóminn samkvæmt TNM leiðbein- ingunum sem nákvæmast er nauðsynlegt að taka að minnsta kosti fleiri en 15 eitla. Annars er stigið Nx og allur samanburður við annan efnivið torveldur. Stundum eru skurðlæknarnir sjálfir ábyrgir fyrir því að plokka eitlana frá ákveðnum stöðum en stundum gera meinafræðingarnir það. Allavega er mikilvægt að leita sem best því mikilvægi stigunar er gríðarlegt. Því fleiri eitlar sem finnast því áreiðanlegri verður stigunin. Mínar ráðleggingar eru að halda sig við ríf- lega eitlatöku og taka helst ríflega það sem þarf til stigunar. Auðvitað þarf að fjarlægja allan sjáanlegan sýktan eitlavef ef lækning á að nást. Milta Mjög erfitt er að ná eitlum við milta (hilus) án þess að skadda miltað. Því verður að fórna því ef taka á þá eitla. Miltistaka til þess eins að ná í eitla vef er senni- lega ekki til gagns fyrir sjúklingin. Það má þó benda á að 15-27% sjúklinga hafa útsæði til miltiseitla (hilus) og læknast ekki nema þeir séu fjarlægðir32-33. Mínar ráðleggingar eru því að láta miltað vera nema þegar æxlið er í nærmaga og einnig þegar um skropp- inskjóðu (Borrman 4) er að ræða. Að sjálfsögðu skal það tekið ef eitlar eru sjáanlega sýktir þar. Maginn Æxli í nær- og miðmaga. Vegna þeirrar staðreynd- ar að „minor“ hlið magans er kannski ekki lengri en 15 cm er varla mögulegt að ná gagngerri aðgerð án heildarmagaúrnáms. Það er hugsanlegt að taka efri hluta magans og skilja eftir fjærþriðjung hans. Sú að- gerð leiðir til svæsins vélindabakflæðis sem inniheld- ur gall og er því ekki vel þokkuð. Einnig verður vegna áhrifa frá skreyjutaugarskurði (vagotomy - óhjákvæmileg afleiðing magaúrnámsins) truflun á tæmingu fjærmagarestarinnar. Æxli í fjærmaga (fjærþriðjung). Að öllum líkind- um er nægjanlegt að taka fjærhluta magans við þessi æxli. Mín reynsla er þó sú að þeir sem ekki læknast (meirihluti sjúklinga) lenda í slæmum vandamálum þegar æxlið vex að nýju. Magaæxlin hafa mikla til- hneigingu til að vaxa á aðgerðarsvæðinu þegar þau taka sig upp á ný. Þetta leiðir einatt til lokunar á magarestinni með tilheyrandi hörmungum. Ef um heildarmagaúrnám er að ræða þá eru garnir venjulega opnar þó að sjúkdómurinn læknist ekki. Þessa skoð- 16 LÆKNANEMINN • 1. tbl. 1999, 52. árg.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.