Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1999, Síða 28

Læknaneminn - 01.04.1999, Síða 28
sjúkdóminn (sjá töflu 1). Stigunin hefur forspárgildi varðandi lifun og þörf á þjónustu heilbrigðiskerfisins. Þannig hafa þeir sem eru komnir með slæman sjúk- dóm verstu lifunina og þurfa mest á þjónustu heil- brigðiskerfisins að halda. Lungnarúmmál er aukið hjá sjúklingum með lungnaþembu en það er fyrst og fremst FRC (funct- ional residual capacity) sem eykst hjá þeim sem hafa langvinna berkjubólgu. Flæði á kolsýringi (DLCO) er eðlileg í byrjun en lækkar með versnun sjúkdóms. Blóðgös Blóðgös eru oftast eðlileg í vægum sjúkdómi en með versnandi sjúkdómsástandi fer að koma fram lækkun á hlutþrýstingi súrefnis og hækkun á hlut- þrýstingi koltvísýrings. Myndgreiningarannsóknir Röntgenmynd af lungum hjálpar til við greiningu lungnaþembu. Það sjást merki um ofþenslu (hyperin- flation) með flötum þindum og aukningu á svæðinu bak við bringubeinið (retrosternal bili). Einnig sést æðafátækt og geislahleypin (radiolucent) svæði. Tölvusneiðmyndir með háskerputækni eru mun næmari og geta greint lungaþembu á byrjunarstigi. Þær geta einnig greint stórar blöðrur og útbreiðslu þeirra. Blóðrannsóknir Við langvarandi súrefnisskort sést rauðkornablæði (polycythemia) og við hækkun á koltvísýringi getur komið fram hækkun á bíkarbónati til að leiðrétta sýr- ingu. Þá sést einnig venjulega lækkun á klóríði. Hjartarannsóknir Hjartalínurit er lítt gagnlegt til að greina cor pul- monale því breytingarnar koma seint fram. Sést getur P pulmonale, hægri öxull, merki um þykknun á hægri slegli og hægra greinrof. Omskoðun af hjarta er næm aðferð til að greina cor pulmonale. Tafla II. Meöferö Tilgangur meðferðar Dæmi Hindra framþróun sjúkdóms Reykbindindi Draga úr fylgikvillum Bólusetningar Bæta lungnastarfsemi og almenna líðan Berkjuvíkkandi lyf, lungnaendurhæfing Lengja líf Súrefni MEÐFERÐ Tilgangur meðferðar getur verið ýmiss konar eins og sést í töflu II Reykbindindi Það eina sem getur hamlað framþróun LLT er reyk- bindindi eins og sést á mynd 1. A þetta við um öll stig sjúkdómsins og er því aldrei of seint að hætta tóbaks- reykingum. Hvatning frá heilbrigðisstarfsfólki er mikilvæg og lyfjameðferð með nikótínlyfjum og stuðningi getur skilað góðum árangri. Hindra fylgikvilla Sýnt hefur verið fram á það óyggjandi að árleg in- flúensubólusetning dregur úr tíðni sýkinga. Ekki hef- ur verið sýnt eins vel fram á notagildi pneumokokka- bólusetninga. Það er þó talið að þær geti dregið úr al- varleika sýkinga og sérstaklega úr blóðsýkingum. Lyfjameðferð Tilgangur lyfjameðferðar við LLT sem notuð er í dag er fyrst og fremst til að draga úr einkennum sjúk- dómsins s.s. mæði og uppgangi. Nokkrir lyljaflokkar eru notaðir til þess. Ef lyfin breyta ekki einkennum er ástæðulaust að nota þau. Andkólínvirk lyf Flestar leiðbeiningar um meðferð LLT mæla með andkólínvirkum lyfjum sem fyrstu meðferð. Ipatropi- um (Atrovent®) er dæmi um slíkt lyf og er gefið í úða- formi eða í hylkjum sem eru sprengd í þar lil gerðu tæki og innihaldi þeirra andað að sér. Einnig eru þau til í loftúðaformi. Ipatropium þarf að nota þrisvar til fjórum sinnum á dag. Þá eru til andkólínvirk lyf sem eru langvirkari og eru notuð einu sinni til tvisvar á dag. Könnun á lyfjanotkun sjúklinga með teppusjúk- dóma á íslandi sýndi að þessi lyf eru tiltölulega lítið notuð hér á landi (6). Betavirk lyf Þau eru gjarna notuð með andkólínvirkum lyfjum ef þau duga ekki ein sér. Þau eru til sem úðar, loftúð- ar og sem dufttæki s.s. Diskus og Turbuhaler. Þessi lyf eru fremur stuttverkandi og þarf að nota 4-6 sinn- um á dag. Langverkandi betavirk lyf eru notuð tvis- var á dag og fæst oft góð verkun ef þau eru notuð með andkólínvirkum lyfjum eða ein sér. Teofyllamín Teofyllamín hefur verið notað lengi í meðferð LLT. 24 LÆKNANEMINN • 1. tbl. 1999. 52. árg.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.