Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1999, Síða 32

Læknaneminn - 01.04.1999, Síða 32
fyrir neðan. Þá hefur einnig verið notað sem rök gegn sameiningu sjúkrahúsa, að sumir sjúklingar þurfa að leita lengra eftir þjónustu en áður, en það gildir þó ekki hér á landi þar sem vegalengdin á milli spítal- anna er óveruleg. Tafla 1. Rökstuðningur fyrir og gegn sam- einingu sjúkrahúsa Rökstuðningur Forsendur Fyrir Gegn Árangur meðferðar Sjúklingafjöldi á sjúkrahúsi (4-6) + Sérhæfing (7,8) + Lágmarksfj. sjúklinga á sérfræðing (9,10) + Valmöguleikar sjúklings Samkeppni + Vegalengdir (+)* Fjármál Hagræðing/niðurskurður (legurúm, tæknibúnaður, o.s.frv.) (2) + Samkeppni(2) + Stjórnunarkostnaður (2) + Kostnaður vegna vaktþjónustu (2) + Framleiðni/kostnaður (2) (+)* Stjórnun (2) + (+)* Lög EES samningurinn um vinnutíma + Starfsfólk Atvinnuöryggi (2) + Starfsgleði og vinnuöryggi (13) + Nýtt sjúkrahús + Kennsla, þjálfun, sérnám og rannsóknir + * Gildir ekki hér á landi ** Getur dregið úr áhrifum lækna(3) FJÁRMÁL Með sameiningu sjúkrahúsa næst fram ýmiss kon- ar hagræðing (2). Tvöföldun helstu deilda yrði úr sögunni og þar með yrði hægt að draga úr fjölda legu- rúma og fækka starfsfólki. Samkeppnin á milli sjúkrahúsanna hefur fram að þessu haft í för með sér samkeppni um starfsfólk og fjármagn, ennfremur hef- ur átt sér stað tvöföldun í ýiniss konar sérhæfðum tækja- og tæknibúnaði, en slíkar óþarfa fjárfestingar myndu einnig heyra sögunni til við sameiningu. Hag- ræðing mun eiga sér stað í stoðþjónustu eins og við rannsóknarstofur, við innkaup og birgðahald. Hlut- fallslega minnkar kostnaður við stjórnun þar sein yf- irmönnum fækkar (2). Eitt af höfuðmarkmiðum sam- einingar á sjúkrahúsum er að auka afköst og fram- leiðni (2). Sjúkrahús hér á landi fá fyrirfram ákveðn- ar fjárveitingar, en lítil sem engin tenging er á milli þeirra og afkasta. Rökin um aukna framleiðni eiga því ekki enn sem komið er við hér á landi, en eins og viðgengst hjá öllum öðrum vestrænum þjóðum, þá er viðbúið að farið verði inn á sömu braut hér á landi og að hluti af rekstrarfé sjúkrahúsa fáist með sértekjum sem tengjast veittri þjónustu. STJÓRNUN Með sameiningu verður stjórnun ódýrari og skil- virkari, að minnsta kosti upp að vissu marki (2). Því hefur verið haldið fram að heppilegasta stærðin á sjúkrahúsi sé um 600-800 virk legurúm (II), en það er viðbúið að sameinað sjúkrahús Landspítalans og Sjúkrahús Reykjavíkur yrði einmitt af þeirri stærð- argráðu. Sameiginlegur legurúmafjöldi sjúkrahús- anna í dag er reyndar rúmlega eitt þúsund, en sjúkra- húsin hér á landi virka að hluta til eins og hjúkrunar- heimili fyrir aldraða og langlegusjúklinga og á þessu þarf að verða breyting. Ahrif einstakra lækna gæti minnkað (3) en það í sjálfu sér getur bæði verið nei- kvætt og jákvætt. LÖGIN I ljós hefur komið að EES samningurinn um vinnu- tíma er nánast óframkvæmanlegur á sjúkrahúsunum, en íslensk stjórnvöld hafa samt skuldbundið sig til að taka hann í framkvæmd. Samningurinn kveður á um að ekki megi vinna meira en 13 tíma á sólarhring og að vinnuvikan sé að jafnaði ekki lengri en 48 tímar. Sameining sjúkrahúsanna myndi auðvelda þetta, það að aðstoðarlæknar vinni á þrískiptum eða tjórskiptum vöktum er ekki í takt við samninginn. STARFSFÓLK Atvinnuöryggi er ógnað við sameiningu sjúkrahúsa og sameining sjúkrahúsa getur haft skaðleg áhrif á vinnugleði (2,3,12). Sameining sjúkrahúsa hefur mis- tekist í allt að 75% tilvika þegar ekki er tekið tillit til 28 LÆKNANEMINN • 1. tbl. 1999. 52. árg.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.