Læknaneminn

Ataaseq assigiiaat ilaat

Læknaneminn - 01.04.1999, Qupperneq 33

Læknaneminn - 01.04.1999, Qupperneq 33
þeirrar vinnuhefðar sem var ríkjandi fyrir sameiningu (2). Ennfremur þurfa markmiðin með sameiningu að vera skýr og henni þarf að fylgja vel unnin þrepaáætl- un þar sem tekið er tillit til starfsmanna og betra vinnuumhverfis (2,12). KENNSLA, ÞJÁLFUN, SÉRNÁM OG RANNSÓKNIR Helstu rökin fyrir því að íslenskir læknar leita til sérnáms erlendis eru smæð þjóðarinnar. Það er álitið að í flestum sérgreinum læknisfræðinnar, þá myndi læknir í sérnámi hérlendis ekki fá þá þjálfun sem er talin nauðsynleg. Það má vera að þetta sé að breytast með þeim þjóðfélagsbreytingum sem eru að eiga sér stað hér á landi. Islendingar verða rúmlega þrjú hund- ruð þúsund árið 2010 og þá munu yfir 80% lands- manna búa í námunda við Reykjavík. Ef til staðar væri hér á landi eitt fullkomið háskólasjúkrahús þá er hugsanlegt að þetta viðhorf myndi breytast. Það mætti hugsa sér að þó nokkur hluti sérnámsins færi fram hér á landi. Tilkoma gagnagrunns á heilbrigðis- sviði og samvinna lækna og sjúkrastofnana við líf- tæknifyrirtæki á borð við Islenska Erfðagreiningu og Urði Verðandi Skuld mun kalla á aukna þörf fyrir rannsóknarvinnu. En læknar í framhaldsnámi eru oft drifkrafturinn í rannsóknarvinnu. NÝTT HÁSKÓLASJÚKRAHÚS Færð hafa verið fyrir því rök að úrelding Landspít- alans og Sjúkrahúss Reykjavíkur sé í sjónmáli, bygg- ingarnar eru gamlar og uppfylla ekki kröfur tímans um nútíma sjúkrahús. Þessu til stuðnings má nefna að samkvæmt lögum um réttindi sjúklinga „á sjúklingur rétt á að njóta stuðnings fjölskyldu sinnar meðan á meðferð stendur”, en á sama tíma viðgengst það að illa haldnir sjúklingar þurfa oft að deila sjúkrastofu með öðrum sjúklingum svo ekki sé minnst á þegar sjúklingar eru vistaðir á göngum eða afkimum. Mjög lítil uppbygging hefur orðið á göngu- og dagdeildar- þjónustu á sama tíma og hún er þungamiðjan í þjón- ustu sjúkrahúsa víða um heim. Aðkoman að sjúkra- húsunum er ófullnægjandi og bílastæðamál í ólestri. Vinnuaðstaða starfsfólks er oft léleg, en góð vinnuað- staða er ein megin forsendan til þess að viðhalda og auka gæði heilbrigðisþjónustunnar. Víða um heim hafa menn hreinlega gripið til þess ráðs að byggja ný sjúkrahús t.d. á 30-50 ára fresti þar sem þau úreldast á sama hátt og tækjabúnaður. Það er viðbúið að land- fræðileg sammeining sjúkrahúsanna myndi fylgja í kjölfar sameiningar þeirra. Sameiningin gæti þannig flýtt fyrir því að byggt yrði nýtt háskólasjúkrahús landsmanna, sem síðan taki mið af breytingum og þróun, sem orðið hefur í lækningum og umönnun. NIÐURSTAÐA Þau rök að rekstur tveggja sjálfstæðra sjúkrahúsa væri forsenda eðlilegrar faglegrar samkeppni sem síðan er grundvallaratriði fyrir framþróun íslenska heilbrigðiskerfisins eru haldlítil, því samkvæmt ofan- greindri samantekt þá eru mun fleiri rök sem mæla með sameiningu sjúkrahúsanna. Þar vega þyngst þau rök að sameiningin ætti að geta stuðlað að bættum meðferðarárangri hér á landi. Það er einnig athyglis- vert að inargar einingar hér á landi virðast dafna mjög vel án innlendrar samkeppni, má þar nefna hjarta- skurðlækningar, heilaskurðlækningar, kvensjúk- dómalækningar, augnlækningar, háls-, nef- og eyrna- lækningar, rannsóknastofu í meinafræði, rannsókna- stofu í sýklafræði, rannsóknastofu í ónæmisfræði og blóðbankann. Akvörðun um sameiningu Landspítalans og Sjúkrahúss Reykjavíkur þarf að byggja á meiru en órökstuddum fullyrðingum. Nauðsynlegt er að taka óhlutdrægt mið af öllum hliðum, líkt og reynt hefur verið að gera hér. Islenskir læknar sækja sérmenntun sína á bestu staði erlendis og er því eðlilegt að þessir staðir verði fyrirmynd að uppbyggingu okkar sjúkra- stofnana. Þegar og ef að sameiningu kemur getum við öll verið sammála um að setja þarf skýr markmið og vanda vel til verksins. Tilvilnanir 1. VSO ráðgjöf. Skipulagsathugun sjúkrahúsanna í Reykjavík og nágrenni. Heilbrigðis- og Tryggingamálaráðuneytið 15.08.1997 2. Garside P. Evidence based mergers? Two things are important in mergers: clear goals, clearly communicated. BMJ (Rit- stjórnargrein) 1999; 318:345-346. 3. Kassirer JP. Mergers and acquisitions — Who benefits? Who loses? N Engl J Med (Ritstjórnargrein) 1996; 334:722-723. 4. Thiemann DR, Coresh J, Oetgen WJ, Powe. The association between hospital volume and survival after acute myocardial infarction in elderly patients. N Engl J Med 1999;340:1640-8. 5. Begg CB, Cramer LD, Hoskins WJ, Brennan MF. Impact of hospital volume on operative mortality for major cancer sur- gery. JAMA 1998; 280:1747-51. 6. Hannan EL. The relation between volume and outcome in LÆKNANEMINN • 1. tbl. 1999. 52. árg. 29
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.