Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1999, Side 42

Læknaneminn - 01.04.1999, Side 42
Mynd 2. Mynd 3. en einkennin um sjóntaugabólguna komu fram hafði viðkomandi fundið fyrir smávegis dofa og stundum máttleysi í vinstra fæti. Samfara þessu var þreyta og úthaldsleysi. Einkennin fyrir greiningu gengu alveg til baka. Við greiningu sýndi segulómun af heila skellur við hliðhólf heilans báðum megin (Mynd 2). I kjölfar sjóntaugarbólgunnar kom langvarandi þreyta og út- haldsleysi. Einnig hefur af og til borið á dofa og kuldatilfinningu í báðum fótum auk þess sem skynj- un í vinstri líkamshelming hefur ekki verið eðlileg. Vinnugeta er skert vegna frantangreindra einkenna og hefur viðkomandi verið metinn 50% öryrki. Engin saga er um fyrri sjúkdóma eða lyfjameðferð. Taugaskoðun á árinu 1998 leiddi í ljós eðlilegar augnhreyfingar og heilataugastarfsemi utan minnk- aða skynjun á trigeminussvæðinu vinstra megin og föla papillu í augnbotni hægra megin. Sinaviðbrögð voru líflegri í vinstri handlegg en hægri og snerti- og sársaukaskyn skert í vinstri handlegg og ganglim. Plantarsvörun eðlileg báðum megin og sinaviðbrögð í ganglimum eðlileg og jöfn. Skoðun er að öðru leyti eðlileg. Vegna kvartana um tíð þvaglát fór viðkom- andi í þvagfærarannsóknir sem sýndu eðlilega starf- semi. Taugaskoðun vorið 1999 leiddi í ljós vægt aukin einkenni í vinstri hlið og kvartaði viðkomandi jafn- framt um nýtt kast með versnun á sjón. Segulómun sýndi að skellurnar við .hliðarhólf heilans höfðu breyst (Mynd 3). Var þá ákveðið að hefja meðferð með beta-interferoni. Þessi einstaklingur virðist hafa talsvert virkan sjúk- dóm og sjúkdómsgangurinn endurspeglar bakslaga- hjöðnunargerð. TILFELLI 3 Einstaklingur fæddur 1952 (47 ára), sent greindist með MS árið 1993. Hugsanlegt er að einhver ein- kenni hafi komið fram fyrir þann tíma, þótt viðkom- andi gæti ekki gert vel grein fyrir þeirn þegar sjúk- dómurinn greindist. Fyrstu einkennin voru sjóntaugarbólga og segul- ómun gaf sterkan grun um MS (Mynd 4). Sjúkdóms- einkennin gengu nær alveg til baka og lítil einkenni voru til staðar þar til í febrúar 1995, er bera fór á dofa í hægri kinn ásamt jafnvægisleysi og huglægum breytingum. Þessi einkenni gengu einnig nægilega til baka til þess að viðkomandi hæfi aftur líkamlega erf- ið störf eftir nokkra hvíld. Síðla sama ár fór aftur að bera á jafnvægisleysi og truflun á bragðskyni, auk dofa í hægri munnviki og kinn. Maki og vinnufélagar tóku jafnframt eftir áber- andi breytingum á persónuleika og vitrænni getu. Tal breyttist og varð líkt og kemur fram við hnykiltruflun (cerebellar) og nefnist „scanning dysarthria". Sjúk- dómsskilningur var skertur og óraunsæi til staðar. Við skoðun sáust einnig önnur taugabrottföll s.s. væg 38 LÆKNANEMINN • 1. tbl. 1999, 52. árg.

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.