Læknaneminn - 01.04.1999, Side 43
Mynd 4.
Mynd 5.
andlitstaugarlömun, augnvöðvalamanir vegna mið-
taugakerfisskemmdar (internuclear opthalmoplegia),
rykkjóttar augnhreyfingar og augntif (nystagmus) á
báðum augum. Væg fjórlömun var til staðar og merki
um slingur við gang auk klaufsku við fingur-nef próf
hægra megin. Sinaviðbrögð voru lífleg og tilhneiging
til vöðvakippa í vinstra ökkla (ökklaklónus), en eðli-
leg iljasvörun báðum megin. Reynd var háskammta
sterameðferð án verulegs bata. Eftir þetta var við-
komandi metinn meira en 75% öryrki og ljóst að hann
yrði ekki fær um að gegna fyrri störfum. Nokkur bati
kom á löngum tíma eftir þetta kast, en aftur bar á ver-
snun síðar á árinu sem gengu nokkuð vel til baka.
Beta-interferon meðferð var hafin í mars 1997 en
miklar aukaverkanir komu fram af lyfinu, eins og
máttleysi, hiti og slappleiki. Um svipað leyti fór að
bera á stjarfaköstum og svefnvandamáli og vegna
versnandi göngugetu fór viðkomandi á endurhæfing-
arstofnun til þess að freista þess að ná fram betri
færni. Endurhæfing leiddi til töluverðs bata á göngu-
getu svo að einungis þurfti lítils háttar stuðning utan
dyra við útskrift.
I febrúar 1998 höfðu einkennin enn versnað, eink-
um gönguhæfnin og þurfti viðkomandi göngugrind
heimavið, mikinn stuðning utan dyra og hjólastól fyr-
ir lengri vegalengdir. Önnur einkenni voru áfram-
haldandi augnvöðvalamanir, taltruflun, máttleysi í
tungu og slingur. Vöðvatónus var aukinn í öllum út-
limum, einkum þó í vinstri hendi. Engin skynbrottföll
voru til staðar. Hafði viðkomandi megrast um 5-6 kg
á einu ári og hægðatregða var orðin verulegt vanda-
mál.
I júní 1998 höfðu einkennin versnað stöðugt með
auknu máttleysi og slingri og verulegur stuðningur
nauðsynlegur við allan gang. Minnið var orðið lak-
ara. Háskammta sterameðferð var aftur reynd án
verulegra áhrifa á sjúkdómsganginn. Segulómun
sýndi vægar breytingar frá fyrri myndum, með aukn-
um skemmdum í heilabrú (pons) (Mynd 5).
Þessi einstaklingur fékk upphaflega bakslaga-
hjöðnunarform sjúkdómsins, en sjúkdómurinn þróað-
ist síðan í stöðuga versnun (chronic-progressive
gerð).
LOKAORÐ
Þótt MS sjúkdómur hafi mikið verið rannsakaður er
enn fjölmörgum spurningum ósvarað varðandi orsak-
ir hans. Ný þekking um sjúkdóminn mun leiða til
bættrar meðferðar og auka lífsgæði sjúklinga. Verður
án efa áhugavert að fylgjast með niðurstöðum fram-
tíðarrannsókna á þessum dularfulla sjúkdómi.
HEIMILDIR
1. Poser CM. The dissemination of multiple sclerosis: a Viking
saga? A historical essay. Ann Neurol 1994;36:Suppl 2:S231 -
S43.
2. Weinschenker BG. Epidemiology of multiple sclerosis. Neurol
Clin 1996:14:291-308.
3. Mc Michael AJ, Hall AJ. Does immunosuppressive UV radi-
LÆKNANEMINN • 1. tbl. 1999, 52. árg.
39