Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1999, Síða 46

Læknaneminn - 01.04.1999, Síða 46
mína fyrstu æfingu, en menn eru alls ekki í skóm í júdó. Þjálfari minn á Akureyri, Jón Oðinn Oðinsson, er algjör snillingur og hefur eiginlega alið upp alia helstu júdómenn landsins seinni ára. Reyndar komst ég eiginlega ekki að því fyrr en seinna að hann er kol- brjálaður, ég hélt hreinlega að allir æfðu júdó eins og hann kennir það, æfingar sex sinnum í viku þar sem eftir hverja æfingu var maður alltaf nær dauða en lífi. Seinna þegar ég flutti til Reykjavíkur komst ég að því að svo er alls ekki. Eg hugsa reyndar að ef ég hefði kynnst æfingum annars staðar fyrr hefði ég aldrei lát- ið bjóða mér þessar misþyrmingar. Annars á júdóið mjög vel við mig, það er eitthvað alveg sérstaklega ógnvekjandi við það að þurfa að mæta öðrum manni og slást við hann”. Frá því að þií mœtt- ir á fyrstu œfingiina þar til núna hefur þú náð miklum árangri, geturðu sagt frá því? „Eg hef fimm sinn- um unnið Islands- meistaratitil í mínum þyngdarfiokki frá því 1994 og síðan þá hef ég alls unnið þann flokk 5 sinnum. Eg vann síðan í opna flokknum fyrst 1997 og svo aftur í ár. Minn- isstæðasti andstæðing- urinn minn hér heima er örugglega Halldór Hafsteinsson, en hann vann ég á Islandsmót- inu 1994 og vann þar með fyrsta Islands- meistaratitil minn. Þetta er enn þann dag í dag mín mesta sigur- stund í íþróttunum og þarna áttaði ég mig á því að ég gæti virki- lega látið að mér kveða í íþróttinni”. Hvernig undirbýrðu þig fyrir keppnir? „Við æfingar miða ég við að halda mér í kringum um 92-93 kg þó svo að ég keppi í -90 kg flokki. A mótsdegi fer ég svo í hressilegt gufubað um morgun- inn fyrir vigtun til að komast niður fyrir 90 kílóin. Ég er samt full stór til að keppa í þessum flokki, flestir andstæðingar mínir eru minni og sterkari. Það er samt ekki hlaupið að því að keppa í flokknum fyrir ofan, -lOOkg, því þá þyrfti maður að þyngjast um 10 kg til að eiga möguleika. Andlega hlið undirbúningsins hefur líka mikið að segja. A mótsdegi er maður oft með hjartað í buxun- um og með fiðring í maganum allan daginn. Mótin reyna mjög mikið á mann andlega, ekki síður en lík- amlega. Taugastríðið byrjar í raun fyrir keppni í vigt- uninni þar sem menn mæla hvern annan lit og þar kemur í ljós hvernig hver og einn er á sig kominn. Það er aðallega á mótum úti sem reynir á að hafa gott sjálfs- traust og telja sjálfum sér trú um að maður sé óstöðvandi og vera þannig andlega tilbú- inn þegar á hólminn er komið. Það er mjög misjafnt hvern- ig maður er upplagð- ur og stundum finnst manni eins og maður vilji jafnvel vera ein- hvers staðar annars staðar. Þá skiptir gríðarlega miklu máli að hleypa í sig skapi og það er oft hlutverk þjálfarans að koma mér í rétt hugará- stand og gera mig vondan. Annnars fer ég í allar glímur til að vinna og finnst alltaf óásættanlegt að tapa. A mótsdegi ætla ég mér alltaf að lemja þá alla. Það tekur svo við annars konar tauga- stríð þegar glíman sjálf er hafin, sérstaklega þegar glíman dregst á lang- inn og úthaldið minnkar. Þá skiptir öllu að gefast ekki upp og þrauka áfram á viljakraftinum þegar ekki er annað eftir, en það getur oft verið erfitt. Ég held stundum að ég sé ekki nógu geggjaður, því ég er al- 42 LÆKNANEMINN • 1. tbl. 1999, 52. árg.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.