Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1999, Síða 47

Læknaneminn - 01.04.1999, Síða 47
veg búinn að sjá það að maður þarf að vera geggjað- ur til að vera í þessari íþrótt”. Hvernig fjármagnar þú keppnisferðalögin? „Allt í allt hef ég keppt 15 til 20 sinnum á mótum erlendis, byrjaði árið 1996 og hef síðan farið utan u.þ.b. 6 sinnum á ári. Eg hef tekið þá ákvörðun að gera það sem ég get fyrir þá peninga sem ég fæ og ekki steypa mér út í skuldir vegna keppniskostnaðar. Ef ég á ekki fyrir því að fara á ákveðið mót, þá verð ég bara að sleppa því, en einhvern veginn bjargast þetta nú samt oftast. Þó færi maður eflaust á fleiri mót erlendis ef fjárhagurinn leyfði“. Þess má geta að Júdósamband Islands hefur styrkt Þorvald með peningum sem það fær úr Afreksmanna- sjóði, hins vegar dugir það ekki nema fyrir litlum hluta af kostnaðinum. Einnig hefur hann notið vel- vilja Sparisjóðs Borgnesinga sem og Kaupfélags Borgarness. Að öðru leyti hefur hann þurft að borga sínar keppnis- og æfingaferðir sjálfur. Nú hefur þú sett stefnuna á Ólympíuleikana? „Meðan á síðustu Olympíuleikum stóð, ákvað ég að stefna að því að komast á næstu leika. Þá gerði ég mér geri fyrir því að mér þyrfti að ganga allt í haginn til að það gæti gengið upp. Eg byrjaði á því að taka mér frí frá læknisfræðinni sem náttúrulega allt of mikill tími fór í. Eg gat þá einbeitt mér að æfingunum og gerði í raun ekkert annað en að æfa. Árið í ár byrj- aði síðan vel og ég vann tvöfalt á Islandsmeistara- mótinu, varð Norðurlandameistari sem og Smáþjóða- meistari. Eg lenti svo í því í sumar að meiðast í æf- ingabúðum í Barcelona, en þá slitnaði liðband í úln- liðnum og ég hef lítið getað slegist síðan. Ég er reyndar í mjög góðu formi, með mikið úthald og sterkur, þó að ég geti ekki slegist eins og er, það er ekki fyrr en núna að ég er allur að koma til. Meiðslin urðu til þess að ég gat ekki tekið þátt á HM í ár og missti þar með af tækifæri til að tryggja mér þátttöku- rétt á næstu Ólympíuleikunum í Sydney. Nú þarf ég því að vera í 9. sæti á styrkleikalista Evrópu í mínum þyngdarflokki næsta vor til að komast á leikana. Afhverju vildirþú verða lœknir? „Eg vildi að ég vissi það sjálfur. Það er vel inni í myndinni að snúa baki við læknisfræðinni. Það er samt voðaleg sóun að hafa lært þetta í allan þennan tíma og nota það svo ekki neitt. Annars hef ég aldrei haft neinn ofboðslegan áhuga á að verða læknir. Eft- ir menntaskóla ætlaði ég jafnvel að finna mér vinnu, en allir vinir mínir fóru í Háskólann og ég vildi ekki sitja einn eftir svo að ég fór líka og skráði mig í skól- ann. Læknisfræði hljómaði vel og þá hugsaði ég sem svo að það hlyti að vera góð vinna að vera læknir. Þá var enginn búinn að segja mér að það þyrfti að læra fagið í tíu til tuttugu ár. Það gæti líka hafa spilað inn í að taka þátt í keppninni í clausus, vera með ákveðið markmið til að stefna að og ná. Eftir að ég komst inn hugsa ég að það hafi mest verið þolinmæðin sem hafi fengið mig til að halda áfram frekar en brennandi áhugi“. Hvernig hefur gengið að sameina lœknisfrœðina og júdóið? „Það varð erfiðara eftir því sem ég var kominn lengra og farinn að keppa meira erlendis. Á þriðja ári var ég samtals meira en mánuð í útlöndum að keppa og það er auðvitað ekki nógu sniðugt. Á þessum tíma fór líka í taugarnar á mér að mér fannst ég hvorki standa mig vel í náminu né júdóinu. Mér fannst ég ekki geta gert sjúklingum mínum í framtíðinni það að læra ekki nógu vel, það myndi koma sér miklu verr fyrir þá en mig, ef ég kynni fagið ekki nógu vel“. Finnst þér það hafa nýst þér á öðrum sviðum í líf- inum að vera afreksmaður ííþróttum? „Júdóið hefur í raun mótað þá persónu sem ég er og hefur veitt mér mjög mikið sjálfstraust. Ég var alls ekki öruggur með mig á unglingsárunum, en núna finnst mér eins og það geti ekkert komið fyrir mig.“ Það verður spennandi að sjá hvað árið 2000 ber í skauti sér fyrir þennan afreksmann og það er vert að hvetja hann til dáða. Á meðan bíður Sidney þess að víkingur ofan úr Borgarfirði leggist í víking, haldi svo til hafnar og höggvi mann og annan. LÆKNANEMINN • 1. tbl. 1999, 52. árg. 43
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.